Kominn í Olís deildina eftir hryggbrot og meira en tíu ára fjarveru frá handbolta Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2020 14:00 Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur stimplað sig inn í Olís deildinni með góðri frammistöðu í vörn Þórsara. Skjámynd/S2 Sport Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli með Þórsliðinu í Olís deild karla í vetur og þá ekki síst fyrir það að hann snéri aftur í handboltann eftir langa fjarveru. Henry Birgir Gunnarsson hitti Þórsarann Aðalsteinn Ernir Bergþórsson á dögunum og sýndi viðtalið við kappann í Seinni bylgjunni í gær. Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hafði ekki spilað í handbolta í tólf ár og ætlaði sér ekki að fara spila aftur eftir að hafa lent í áföllum. Henry Birgir fékk að heyra hans áhugaverðu sögu. Man ekki hvenær hann var síðast í handbolta „Það er svo langt síðan að ég spilaði síðast handbolta að ég varla man það. Það borgar sig kannski ekkert að vera að rifja það upp,“ sagði Aðalsteinn Ernir Bergþórsson léttur í viðtali við Henry Birgir Gunnarsson. Hvar var Aðalsteinn Ernir Bergþórsson að spila áður en hann hætti? „Ég var upp á Brekku og fór svo suður. Ég spilaði aðeins með Gróttu þar en svo fór hugurinn eitthvað annað eins og gengur og gerist. Það var ekki fyrr en Dóri bankaði í mig í fyrra og vildi fá mig á einhverjar æfingar. Núna erum við komnir hingað,“ sagði Aðalsteinn og er þar að tala um Halldór Örn Tryggvason, þjálfara Þórsliðsins, sem kom liðinu upp í Olís deildina fyrir þetta tímabil. „Ég hugsaði þetta svolítið lengi og var frekar þungur í drætti. Mér leist ekkert á þetta en ég hef alltaf verið í ágætis standi og ákvað því að prófa,“ sagði Aðalsteinn sem hefur verið í CrossFit. En er þetta ekki búið að vera gaman? „Jú þegar sársaukinn var að mestu farinn og strengirnir þá fór þetta að vera gaman aftur,“ sagði Aðalsteinn. Slasaðist illa á vélsleða Það má kannski segja að það sé hálfgert kraftaverk að Aðalsteinn sé að spila handbolta því hann slasaðist illa á vélsleða. „Ég lenti í smá óhappi þar. Hryggbrotnaði og fór svona frekar illa. Ég hélt að það yrði ekki á dagskrá að spila handbolta aftur en fyrsta að tækifærið gafst þá var eiginlega ekkert annað hægt en að prófa og láta á það reyna,“ sagði Aðalsteinn sem lenti í slysinu árið 2012. „Í fjóra mánuði þá gerði ég ekkert annað en að liggja og standa. Þá var aðalmarkmiðið að geta gengið og eiga þokkalegt líf. Ég var staðráðinn í því að ég ætlaði að fara í einhverja hreyfingu, CrossFit eða eitthvað svoleiðis. Ég var alveg með það í huganum að þetta myndi ekki stoppa mig í því,“ sagði Aðalsteinn. Það má sjá allt viðtalið við Aðalstein hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Aðalstein Erni Bergþórsson Olís-deild karla Seinni bylgjan Þór Akureyri Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hefur vakið athygli með Þórsliðinu í Olís deild karla í vetur og þá ekki síst fyrir það að hann snéri aftur í handboltann eftir langa fjarveru. Henry Birgir Gunnarsson hitti Þórsarann Aðalsteinn Ernir Bergþórsson á dögunum og sýndi viðtalið við kappann í Seinni bylgjunni í gær. Aðalsteinn Ernir Bergþórsson hafði ekki spilað í handbolta í tólf ár og ætlaði sér ekki að fara spila aftur eftir að hafa lent í áföllum. Henry Birgir fékk að heyra hans áhugaverðu sögu. Man ekki hvenær hann var síðast í handbolta „Það er svo langt síðan að ég spilaði síðast handbolta að ég varla man það. Það borgar sig kannski ekkert að vera að rifja það upp,“ sagði Aðalsteinn Ernir Bergþórsson léttur í viðtali við Henry Birgir Gunnarsson. Hvar var Aðalsteinn Ernir Bergþórsson að spila áður en hann hætti? „Ég var upp á Brekku og fór svo suður. Ég spilaði aðeins með Gróttu þar en svo fór hugurinn eitthvað annað eins og gengur og gerist. Það var ekki fyrr en Dóri bankaði í mig í fyrra og vildi fá mig á einhverjar æfingar. Núna erum við komnir hingað,“ sagði Aðalsteinn og er þar að tala um Halldór Örn Tryggvason, þjálfara Þórsliðsins, sem kom liðinu upp í Olís deildina fyrir þetta tímabil. „Ég hugsaði þetta svolítið lengi og var frekar þungur í drætti. Mér leist ekkert á þetta en ég hef alltaf verið í ágætis standi og ákvað því að prófa,“ sagði Aðalsteinn sem hefur verið í CrossFit. En er þetta ekki búið að vera gaman? „Jú þegar sársaukinn var að mestu farinn og strengirnir þá fór þetta að vera gaman aftur,“ sagði Aðalsteinn. Slasaðist illa á vélsleða Það má kannski segja að það sé hálfgert kraftaverk að Aðalsteinn sé að spila handbolta því hann slasaðist illa á vélsleða. „Ég lenti í smá óhappi þar. Hryggbrotnaði og fór svona frekar illa. Ég hélt að það yrði ekki á dagskrá að spila handbolta aftur en fyrsta að tækifærið gafst þá var eiginlega ekkert annað hægt en að prófa og láta á það reyna,“ sagði Aðalsteinn sem lenti í slysinu árið 2012. „Í fjóra mánuði þá gerði ég ekkert annað en að liggja og standa. Þá var aðalmarkmiðið að geta gengið og eiga þokkalegt líf. Ég var staðráðinn í því að ég ætlaði að fara í einhverja hreyfingu, CrossFit eða eitthvað svoleiðis. Ég var alveg með það í huganum að þetta myndi ekki stoppa mig í því,“ sagði Aðalsteinn. Það má sjá allt viðtalið við Aðalstein hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við Aðalstein Erni Bergþórsson
Olís-deild karla Seinni bylgjan Þór Akureyri Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Í beinni: Breiðablik - FH | Mikið í húfi í Kópavogi Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Löng bið eftir sigri Íslenski boltinn Fleiri fréttir Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Sjá meira
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn
Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Íslenski boltinn