Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur Seinni bylgjunnar í Olís deild karla í handbolta, skellti í einn fróðlegan topp fimm lista í Seinni bylgjunni í gær.
Jóhann Gunnar setti saman fimm manna topplista yfir trausta toppmenn í Olís deild karla í vetur.
„Ég hef spilað með mörgum skemmtilegum karakterum í gegnum tíðina en í öllum liðum eru þessir algjöru toppmenn sem virðast vera aðeins á undan öðrum í þroska. Þegar kemur eitthvað fyrir í liðinu þá fer hann alltaf í málið og talar við þjálfarann. Þetta er ekki endilega fyrirliðinn,“ sagði Jóhann Gunnar
„Ásgeir Örn var oft svona í unglingalandsliðinu og manni fannst hann vera orðinn fullorðinn. Hann tók málin í sínar hendur,“ sagði Jóhann Gunnar um Ásgeir Örn Hallgrímsson sem sat við hliðina á honum í settinu.
„Ég er hugsa þetta þannig að ef ég myndi falla frá og einhver í deilinni þyrfti að sjá um börnin mín. Þetta er því listi yfir þá sem ég vilda að myndu sjá um börnin mín af þeim sem eru í deildinni í dag,“ sagði Jóhann Gunnar.
Hér fyrir neðan má sjá Jóhann Gunnar fara yfir þennan athyglisverða lista sinn þar sem hann rökstyður valið sitt á hverjum manni.