Himnarnir sáu um að gleðja landsmenn þennan fallega haustmorgun og fylltust samfélagsmiðlar af mögnuðum myndum af logandi himni.
Rauðir, appelsínugulir og bleikir tónar dönsuðu í skýjunum og höfðu margir á orði að sjaldan hafi sólarupprásin verið eins falleg og í morgun.


Það voru ekki bara himnarnir sem loguðu í morgun heldur samfélagsmiðlarnir líka. Hér fyrir neðan má sjá stórkostlegar myndir sem fólk hefur deilt á samfélagsmiðlinum Instagram.