Stéttarfélög áhafnarinnar kæra til lögreglu og krefjast sjóprófs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. október 2020 21:02 Vísir/Hafþór Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni sem kom upp um borð fljótlega eftir að skipið lagði út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Skipverjar hafa lýst miklu veikindum og telja útgerðina, Hraðfrystihúsið Gunnvöru, ekki hafa haft heilsu þeirra að leiðarljósi. Þá hefur lögregla hafið rannsókn á atburðunum á frystitogaranum. Í tilkynningu á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða segir að stéttarfélög áhafnarinnar hafi tekið höndum saman vegna málsins. Funduðu fulltrúar stéttarfélaganna með lögmönnum í morgun „um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum,“ líkt og segir á vef stéttarfélagsins. Umrædd stéttarfélög eru auk Verkalýðsfélags Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna. Telja framgönguna vítaverða Segir á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða að félögin fimm telji framgöngu útgerðar togarans vera vítaverða og að ákveðið hafi verið að kæra málið til lögreglu. Auk þess er þess krafist að fram fari sjópróf, en Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ólíklegt væri að sjópróf færu fram, það heyri til undantekninga að slíkt sé gert. Stéttarfélögin vilja engu að síður að málið verið rannsakað ítarlega. „Stéttarfélögin eru sammála um að nauðsynlegt sé að rannsaka málið í kjölinn, fá allar staðreyndir upp á yfirborðið og draga þá til ábyrgðar sem stóðu að þeirri ákvörðun að halda skipinu til veiða í stað þess að bregðast við stöðunni með ábyrgum hætti.“ Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur traust stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. 26. október 2020 12:59 Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Stéttarfélög áhafnarinnar á Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 hafa ákveðið að kæra framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar til lögreglu vegna meðferðarinnar á skipverjunum í síðasta veiðitúr togarans. Stéttarfélögin vilja að sjópróf verði haldin. Tuttugu og tveir af 25 skipverjum sýktust af kórónuveirunni sem kom upp um borð fljótlega eftir að skipið lagði út á haf. Þrátt fyrir það hélt skipið áfram veiðum í túr sem tók þrjár vikur. Skipverjar hafa lýst miklu veikindum og telja útgerðina, Hraðfrystihúsið Gunnvöru, ekki hafa haft heilsu þeirra að leiðarljósi. Þá hefur lögregla hafið rannsókn á atburðunum á frystitogaranum. Í tilkynningu á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða segir að stéttarfélög áhafnarinnar hafi tekið höndum saman vegna málsins. Funduðu fulltrúar stéttarfélaganna með lögmönnum í morgun „um sameiginlegar aðgerðir vegna framgöngu Hraðfrystihússins Gunnvarar hf. og hunsun á tilmælum yfirvalda um viðbrögð við hópsmiti um borð í togaranum,“ líkt og segir á vef stéttarfélagsins. Umrædd stéttarfélög eru auk Verkalýðsfélags Vestfjarða, Félag skipstjórnarmanna, Sjómannafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands og VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna. Telja framgönguna vítaverða Segir á vef Verkalýðsfélags Vestfjarða að félögin fimm telji framgöngu útgerðar togarans vera vítaverða og að ákveðið hafi verið að kæra málið til lögreglu. Auk þess er þess krafist að fram fari sjópróf, en Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að ólíklegt væri að sjópróf færu fram, það heyri til undantekninga að slíkt sé gert. Stéttarfélögin vilja engu að síður að málið verið rannsakað ítarlega. „Stéttarfélögin eru sammála um að nauðsynlegt sé að rannsaka málið í kjölinn, fá allar staðreyndir upp á yfirborðið og draga þá til ábyrgðar sem stóðu að þeirri ákvörðun að halda skipinu til veiða í stað þess að bregðast við stöðunni með ábyrgum hætti.“
Ísafjarðarbær Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Sjávarútvegur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur traust stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. 26. október 2020 12:59 Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26 Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13 Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55 Mest lesið Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Innlent Með hnút í maganum yfir næstu skilaboðum eltihrellis Innlent Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Innlent Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Innlent Snúið við á vellinum vegna gagnrýni á Trump Erlent Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum Innlent Þrjú börn handtekin í tengslum við líkamsárás Innlent Nafn hins látna í manndrápsmálinu Innlent Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Innlent „Það er að raungerast sem við óttuðumst“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta er auðvitað alvarlegt mál“ Framboðslistar Röskvu kynntir Bryggjan sem gæti rofið hafnleysu Skaftfellinga Ekki brugðist við tilmælum SKE í þrjú ár Nafn hins látna í manndrápsmálinu Ásthildur Lóa hefur sagt af sér: Ekki sama manneskja í dag og fyrir 36 árum SKE skoðar Heineman og meintur bókastuldur Meta Barnamálaráðherra eignaðist barn með táningspilti þegar hún var 22 ára Annar árekstur á Vesturlandsvegi Fjögurra ára fangelsi fyrir gróf brot gegn fyrrverandi Börn hafi reynt að drepa önnur börn Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum Gekk berserksgang og lagði hótelherbergi í rúst Lokað fyrir kalt vatn í Kópavogi í kvöld Skoða hvort grunaðir séu líka fórnarlömb í máli Quangs Lé Brúnastaðir í Fljótum hlutu landbúnaðarverðlaunin 2025 Hamingja dvínandi þótt Ísland berjist um toppsæti Átti fótum sínum fjör að launa þegar átta drengir réðust á hann Alþjóðlegi hamingjudagurinn 2025: Hamingja, samkennd og Riddarar kærleikans Fjögurra bíla árekstur og einn á hvolfi Eina sem hafi breyst sé að flokkurinn sé nú í ríkisstjórn Tjón Úkraínumanna um áttahundruð milljarðar dollara Svona var Pallborðið um ofbeldisöldu hjá ungmennum 33 prósent íslenskra ungmenna nota nikótínpúða Mættu til viðskipta vopnaðir hnífum og piparúða „Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Bein útsending: Setning Búnaðarþings Göturnar sem verða malbikaðar í sumar í Reykjavík Tæknilausnir nauðsynlegar til að bæta þjónustu í heilbrigðiskerfinu Helmingi fleiri íbúðir teknar af söluskrá en á sama tíma árið 2023 Sjá meira
Framkvæmdastjórinn nýtur fulls trausts Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar sem gerir út frystitogarann Júlíus Geirmundsson, nýtur traust stjórnar til að takast á við þau verkefni sem eru fram undan. 26. október 2020 12:59
Lögreglan ræðir við áhöfn Júllans Lögreglan á Vestfjörðum mun ræða við áhöfn frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar. 26. október 2020 10:26
Sjávarútvegsráðherra lýsir yfir undrun og fordæmir viðbrögðin Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra segir það sorglegt hvernig í pottinn var búið um borð í frystitogaranum Júlíusi Geirmundssyni. 25. október 2020 12:13
Framkvæmdastjóri útgerðarinnar: „Það þekkti enginn þetta Covid“ Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar, segir að hópsmit áhafnar togarans Júlíusar Geirmundssonar hafi verið áfall. 25. október 2020 10:55