TBR opnar dyrnar með ströngum reglum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2020 15:52 Frá verðlaunaafhendingu í stóra salnum hjá TBR. TBR Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Fjölmargir eru með fasta tíma í badminton en vegna samkomutakmarkana mega ekki vera fleiri en tuttugu í salnum á sama tíma. Því þurfa þeir sem eiga fasta tíma að bóka sig sérstaklega í tölvupósti eða símtali. „Ekki er samt víst að pláss sé fyrir alla aðila sem panta tíma. Breytt tímasetning er í sölunum til að fólk hittist sem minnst á leiðinni út eða inn. Ekki er reiknað með notkun bað- eða búningsherbergja. Badmintonspaðar eru ekki leigðir út. Ekki er heldur hægt að panta staka tíma þessa vikuna.“ Tólf vellir eru í stærri salnum og því ljóst að að hámarki er hægt að nýta tíu velli á sama tíma. Í efri salnum eru fimm vellir sem hægt er að nýta á sama tíma. Lögð er áhersla á að unglinatímar séu ekki heimilaðir þessa vikuna. Í tilkynningu til iðkenda á Facebook-síðu TBR koma eftirfarandi reglur fram: Einungis mega tveir leikmenn vera á hverjum badmintonvelli hverju sinni (einliðaleikur) komi þeir frá mismunandi heimilum, svo framarlega sem 2 metrar séu ávallt á milli þeirra og enginn sameiginlegur snertiflötur sé. Þar af leiðandi þurfa leikmenn ávallt að hafa hver sína kúlu (gott að lita kúlurnar til merkinga eða skrifa upphafsstafi). Er því einungis einliðaleikur sem getur farið fram eða æfingar á einliðaleiksvelli. Undantekning frá þessu : Ef tveir leikmenn frá sama heimili eru þá gildir ekki tveggja metra reglan. • Mælst er til þess að leikmenn takmarki samskipti sín við alla þá sem ekki eru innan þeirra hóps (t.d æfingahóps). • Þar sem leikmenn koma ekki frá sama heimili skal fylgja almennum sóttvarnarlögum : -Halda skal amk 2 metrum á milli leikmanna í leik eða við æfingu öllum stundum, bæði innan og utan vallar. -Ekki vera í snertingu við aðra leikmenn ( eins og að takast í hendur eða gefa „high five“ -Forðast á að elta kúluna fari hún yfir á annan völl ef þar eru leikmenn inn á vellinum. Leikmenn skulu ávallt þvo hendur eða spritta í upphafi æfingar og einnig að æfingu lokinni áður en heim er haldið. Ávallt skal tryggja amk 2 metra á milli allra iðkenda utan badmintonvallarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Badminton Reykjavík Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Fjölmargir eru með fasta tíma í badminton en vegna samkomutakmarkana mega ekki vera fleiri en tuttugu í salnum á sama tíma. Því þurfa þeir sem eiga fasta tíma að bóka sig sérstaklega í tölvupósti eða símtali. „Ekki er samt víst að pláss sé fyrir alla aðila sem panta tíma. Breytt tímasetning er í sölunum til að fólk hittist sem minnst á leiðinni út eða inn. Ekki er reiknað með notkun bað- eða búningsherbergja. Badmintonspaðar eru ekki leigðir út. Ekki er heldur hægt að panta staka tíma þessa vikuna.“ Tólf vellir eru í stærri salnum og því ljóst að að hámarki er hægt að nýta tíu velli á sama tíma. Í efri salnum eru fimm vellir sem hægt er að nýta á sama tíma. Lögð er áhersla á að unglinatímar séu ekki heimilaðir þessa vikuna. Í tilkynningu til iðkenda á Facebook-síðu TBR koma eftirfarandi reglur fram: Einungis mega tveir leikmenn vera á hverjum badmintonvelli hverju sinni (einliðaleikur) komi þeir frá mismunandi heimilum, svo framarlega sem 2 metrar séu ávallt á milli þeirra og enginn sameiginlegur snertiflötur sé. Þar af leiðandi þurfa leikmenn ávallt að hafa hver sína kúlu (gott að lita kúlurnar til merkinga eða skrifa upphafsstafi). Er því einungis einliðaleikur sem getur farið fram eða æfingar á einliðaleiksvelli. Undantekning frá þessu : Ef tveir leikmenn frá sama heimili eru þá gildir ekki tveggja metra reglan. • Mælst er til þess að leikmenn takmarki samskipti sín við alla þá sem ekki eru innan þeirra hóps (t.d æfingahóps). • Þar sem leikmenn koma ekki frá sama heimili skal fylgja almennum sóttvarnarlögum : -Halda skal amk 2 metrum á milli leikmanna í leik eða við æfingu öllum stundum, bæði innan og utan vallar. -Ekki vera í snertingu við aðra leikmenn ( eins og að takast í hendur eða gefa „high five“ -Forðast á að elta kúluna fari hún yfir á annan völl ef þar eru leikmenn inn á vellinum. Leikmenn skulu ávallt þvo hendur eða spritta í upphafi æfingar og einnig að æfingu lokinni áður en heim er haldið. Ávallt skal tryggja amk 2 metra á milli allra iðkenda utan badmintonvallarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Badminton Reykjavík Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Eldingar víða um land: Litlar sem engar skemmdir í Hallgrímskirkju Veður Fleiri fréttir Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Sjá meira