TBR opnar dyrnar með ströngum reglum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2020 15:52 Frá verðlaunaafhendingu í stóra salnum hjá TBR. TBR Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Fjölmargir eru með fasta tíma í badminton en vegna samkomutakmarkana mega ekki vera fleiri en tuttugu í salnum á sama tíma. Því þurfa þeir sem eiga fasta tíma að bóka sig sérstaklega í tölvupósti eða símtali. „Ekki er samt víst að pláss sé fyrir alla aðila sem panta tíma. Breytt tímasetning er í sölunum til að fólk hittist sem minnst á leiðinni út eða inn. Ekki er reiknað með notkun bað- eða búningsherbergja. Badmintonspaðar eru ekki leigðir út. Ekki er heldur hægt að panta staka tíma þessa vikuna.“ Tólf vellir eru í stærri salnum og því ljóst að að hámarki er hægt að nýta tíu velli á sama tíma. Í efri salnum eru fimm vellir sem hægt er að nýta á sama tíma. Lögð er áhersla á að unglinatímar séu ekki heimilaðir þessa vikuna. Í tilkynningu til iðkenda á Facebook-síðu TBR koma eftirfarandi reglur fram: Einungis mega tveir leikmenn vera á hverjum badmintonvelli hverju sinni (einliðaleikur) komi þeir frá mismunandi heimilum, svo framarlega sem 2 metrar séu ávallt á milli þeirra og enginn sameiginlegur snertiflötur sé. Þar af leiðandi þurfa leikmenn ávallt að hafa hver sína kúlu (gott að lita kúlurnar til merkinga eða skrifa upphafsstafi). Er því einungis einliðaleikur sem getur farið fram eða æfingar á einliðaleiksvelli. Undantekning frá þessu : Ef tveir leikmenn frá sama heimili eru þá gildir ekki tveggja metra reglan. • Mælst er til þess að leikmenn takmarki samskipti sín við alla þá sem ekki eru innan þeirra hóps (t.d æfingahóps). • Þar sem leikmenn koma ekki frá sama heimili skal fylgja almennum sóttvarnarlögum : -Halda skal amk 2 metrum á milli leikmanna í leik eða við æfingu öllum stundum, bæði innan og utan vallar. -Ekki vera í snertingu við aðra leikmenn ( eins og að takast í hendur eða gefa „high five“ -Forðast á að elta kúluna fari hún yfir á annan völl ef þar eru leikmenn inn á vellinum. Leikmenn skulu ávallt þvo hendur eða spritta í upphafi æfingar og einnig að æfingu lokinni áður en heim er haldið. Ávallt skal tryggja amk 2 metra á milli allra iðkenda utan badmintonvallarins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Badminton Reykjavík Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira
Tennis- og badmintonfélag Reykjavíkur í Gnoðarvogi hefur opnað dyr sínar fyrir einliðaleik í fullorðinsflokki að ströngum skilyrðum. Til dæmis má aðeins nota tvo bolta í leik og eru iðkendur hvattir til að merkja bolta sína með lit. Fjölmargir eru með fasta tíma í badminton en vegna samkomutakmarkana mega ekki vera fleiri en tuttugu í salnum á sama tíma. Því þurfa þeir sem eiga fasta tíma að bóka sig sérstaklega í tölvupósti eða símtali. „Ekki er samt víst að pláss sé fyrir alla aðila sem panta tíma. Breytt tímasetning er í sölunum til að fólk hittist sem minnst á leiðinni út eða inn. Ekki er reiknað með notkun bað- eða búningsherbergja. Badmintonspaðar eru ekki leigðir út. Ekki er heldur hægt að panta staka tíma þessa vikuna.“ Tólf vellir eru í stærri salnum og því ljóst að að hámarki er hægt að nýta tíu velli á sama tíma. Í efri salnum eru fimm vellir sem hægt er að nýta á sama tíma. Lögð er áhersla á að unglinatímar séu ekki heimilaðir þessa vikuna. Í tilkynningu til iðkenda á Facebook-síðu TBR koma eftirfarandi reglur fram: Einungis mega tveir leikmenn vera á hverjum badmintonvelli hverju sinni (einliðaleikur) komi þeir frá mismunandi heimilum, svo framarlega sem 2 metrar séu ávallt á milli þeirra og enginn sameiginlegur snertiflötur sé. Þar af leiðandi þurfa leikmenn ávallt að hafa hver sína kúlu (gott að lita kúlurnar til merkinga eða skrifa upphafsstafi). Er því einungis einliðaleikur sem getur farið fram eða æfingar á einliðaleiksvelli. Undantekning frá þessu : Ef tveir leikmenn frá sama heimili eru þá gildir ekki tveggja metra reglan. • Mælst er til þess að leikmenn takmarki samskipti sín við alla þá sem ekki eru innan þeirra hóps (t.d æfingahóps). • Þar sem leikmenn koma ekki frá sama heimili skal fylgja almennum sóttvarnarlögum : -Halda skal amk 2 metrum á milli leikmanna í leik eða við æfingu öllum stundum, bæði innan og utan vallar. -Ekki vera í snertingu við aðra leikmenn ( eins og að takast í hendur eða gefa „high five“ -Forðast á að elta kúluna fari hún yfir á annan völl ef þar eru leikmenn inn á vellinum. Leikmenn skulu ávallt þvo hendur eða spritta í upphafi æfingar og einnig að æfingu lokinni áður en heim er haldið. Ávallt skal tryggja amk 2 metra á milli allra iðkenda utan badmintonvallarins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilsa Badminton Reykjavík Mest lesið Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Innlent Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Innlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Fleiri fréttir „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg hjá ríkislögreglustjóra Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Sjá meira