Þreyttur eftir langt flug fjölskyldunnar morguninn fyrir banaslysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 15:32 Frá vettvangi slyssins laugardaginn 19. október. LHG Ökumaður bíls sem hafnaði út af við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október í fyrra, með þeim afleiðingum að einn lést, sofnaði sennilega undir stýri. Hann kom til landsins frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni morguninn fyrir slysið og tímamismunur því talinn hafa stuðlað að þreytu hans. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Bandarísk hjón og þrjú börn þeirra frá New York-ríki lentu í slysinu, sem varð skömmu eftir hádegi þann 19. október í fyrra. Fjölskyldan tók bílaleigubíl á leigu við komu sína hingað til lands og leið þeirra lá á Snæfellsnes umræddan laugardag í október. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður hafi ekki fylgt vinstri beygju á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Gröf heldur þess í stað farið út fyrir veginn í vegfláann. Þar fór bifreiðin um 60 metra áður en hún snerist og valt rúma 40 metra. Ummerki voru um að ökumaðurinn hefði reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn snerist. Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar köstuðust út úr bifreiðinni þegar hún valt. Annar farþeginn, 17 ára sonur hjónanna, lá um sautján metra frá bílnum þegar að var komið. Hann lést af völdum alvarlegra fjöláverka. Vegfarendur taldir hafa bjargað lífi stúlkunnar Hinn farþeginn, systir piltsins, varð undir bílnum og lá undir honum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bílnum ofan af henni og hófu endurlífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi hennar, að því er segir í skýrslunni. Þá telur nefndin að systkinin hafi ekki verið spennt í öryggisbelti þegar slysið varð. Slysið varð rétt eftir klukkan 13 umræddan dag. Haft er eftir ökumanninum í skýrslu rannsóknarnefndar að fjölskyldan hefði hvílst eitthvað eftir komu til landsins með flugi snemma um morguninn. Bæði farþegar og ökumaður hefðu þó verið þreyttir eftir langa flugferð og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin bendir á að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að farþegar séu margir þreyttir við komuna til landsins. Að mati nefndarinnar sé mikilvægt að fræða flugfarþega sem koma úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur ökumaður skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir öllum að nota ávallt bílbelti, hvort sem um styttri eða lengri ökuferðir er að ræða. Samgönguslys Snæfellsbær Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Ökumaður bíls sem hafnaði út af við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október í fyrra, með þeim afleiðingum að einn lést, sofnaði sennilega undir stýri. Hann kom til landsins frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni morguninn fyrir slysið og tímamismunur því talinn hafa stuðlað að þreytu hans. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Bandarísk hjón og þrjú börn þeirra frá New York-ríki lentu í slysinu, sem varð skömmu eftir hádegi þann 19. október í fyrra. Fjölskyldan tók bílaleigubíl á leigu við komu sína hingað til lands og leið þeirra lá á Snæfellsnes umræddan laugardag í október. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður hafi ekki fylgt vinstri beygju á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Gröf heldur þess í stað farið út fyrir veginn í vegfláann. Þar fór bifreiðin um 60 metra áður en hún snerist og valt rúma 40 metra. Ummerki voru um að ökumaðurinn hefði reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn snerist. Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar köstuðust út úr bifreiðinni þegar hún valt. Annar farþeginn, 17 ára sonur hjónanna, lá um sautján metra frá bílnum þegar að var komið. Hann lést af völdum alvarlegra fjöláverka. Vegfarendur taldir hafa bjargað lífi stúlkunnar Hinn farþeginn, systir piltsins, varð undir bílnum og lá undir honum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bílnum ofan af henni og hófu endurlífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi hennar, að því er segir í skýrslunni. Þá telur nefndin að systkinin hafi ekki verið spennt í öryggisbelti þegar slysið varð. Slysið varð rétt eftir klukkan 13 umræddan dag. Haft er eftir ökumanninum í skýrslu rannsóknarnefndar að fjölskyldan hefði hvílst eitthvað eftir komu til landsins með flugi snemma um morguninn. Bæði farþegar og ökumaður hefðu þó verið þreyttir eftir langa flugferð og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin bendir á að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að farþegar séu margir þreyttir við komuna til landsins. Að mati nefndarinnar sé mikilvægt að fræða flugfarþega sem koma úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur ökumaður skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir öllum að nota ávallt bílbelti, hvort sem um styttri eða lengri ökuferðir er að ræða.
Samgönguslys Snæfellsbær Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira