Þreyttur eftir langt flug fjölskyldunnar morguninn fyrir banaslysið Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. október 2020 15:32 Frá vettvangi slyssins laugardaginn 19. október. LHG Ökumaður bíls sem hafnaði út af við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október í fyrra, með þeim afleiðingum að einn lést, sofnaði sennilega undir stýri. Hann kom til landsins frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni morguninn fyrir slysið og tímamismunur því talinn hafa stuðlað að þreytu hans. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Bandarísk hjón og þrjú börn þeirra frá New York-ríki lentu í slysinu, sem varð skömmu eftir hádegi þann 19. október í fyrra. Fjölskyldan tók bílaleigubíl á leigu við komu sína hingað til lands og leið þeirra lá á Snæfellsnes umræddan laugardag í október. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður hafi ekki fylgt vinstri beygju á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Gröf heldur þess í stað farið út fyrir veginn í vegfláann. Þar fór bifreiðin um 60 metra áður en hún snerist og valt rúma 40 metra. Ummerki voru um að ökumaðurinn hefði reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn snerist. Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar köstuðust út úr bifreiðinni þegar hún valt. Annar farþeginn, 17 ára sonur hjónanna, lá um sautján metra frá bílnum þegar að var komið. Hann lést af völdum alvarlegra fjöláverka. Vegfarendur taldir hafa bjargað lífi stúlkunnar Hinn farþeginn, systir piltsins, varð undir bílnum og lá undir honum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bílnum ofan af henni og hófu endurlífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi hennar, að því er segir í skýrslunni. Þá telur nefndin að systkinin hafi ekki verið spennt í öryggisbelti þegar slysið varð. Slysið varð rétt eftir klukkan 13 umræddan dag. Haft er eftir ökumanninum í skýrslu rannsóknarnefndar að fjölskyldan hefði hvílst eitthvað eftir komu til landsins með flugi snemma um morguninn. Bæði farþegar og ökumaður hefðu þó verið þreyttir eftir langa flugferð og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin bendir á að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að farþegar séu margir þreyttir við komuna til landsins. Að mati nefndarinnar sé mikilvægt að fræða flugfarþega sem koma úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur ökumaður skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir öllum að nota ávallt bílbelti, hvort sem um styttri eða lengri ökuferðir er að ræða. Samgönguslys Snæfellsbær Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira
Ökumaður bíls sem hafnaði út af við bæinn Gröf á Snæfellsnesi í október í fyrra, með þeim afleiðingum að einn lést, sofnaði sennilega undir stýri. Hann kom til landsins frá Bandaríkjunum ásamt fjölskyldu sinni morguninn fyrir slysið og tímamismunur því talinn hafa stuðlað að þreytu hans. Þetta kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa sem birt var á vef nefndarinnar í dag. Bandarísk hjón og þrjú börn þeirra frá New York-ríki lentu í slysinu, sem varð skömmu eftir hádegi þann 19. október í fyrra. Fjölskyldan tók bílaleigubíl á leigu við komu sína hingað til lands og leið þeirra lá á Snæfellsnes umræddan laugardag í október. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar að ökumaður hafi ekki fylgt vinstri beygju á Snæfellsnesvegi til móts við bæinn Gröf heldur þess í stað farið út fyrir veginn í vegfláann. Þar fór bifreiðin um 60 metra áður en hún snerist og valt rúma 40 metra. Ummerki voru um að ökumaðurinn hefði reynt að beygja aftur inn á veginn með þeim afleiðingum að bíllinn snerist. Tveir farþegar í aftursæti bifreiðarinnar köstuðust út úr bifreiðinni þegar hún valt. Annar farþeginn, 17 ára sonur hjónanna, lá um sautján metra frá bílnum þegar að var komið. Hann lést af völdum alvarlegra fjöláverka. Vegfarendur taldir hafa bjargað lífi stúlkunnar Hinn farþeginn, systir piltsins, varð undir bílnum og lá undir honum þegar vegfarendur komu að slysinu. Þeir náðu að velta bílnum ofan af henni og hófu endurlífgun í kjölfarið. Sennilegt er að þau viðbrögð hafi bjargað lífi hennar, að því er segir í skýrslunni. Þá telur nefndin að systkinin hafi ekki verið spennt í öryggisbelti þegar slysið varð. Slysið varð rétt eftir klukkan 13 umræddan dag. Haft er eftir ökumanninum í skýrslu rannsóknarnefndar að fjölskyldan hefði hvílst eitthvað eftir komu til landsins með flugi snemma um morguninn. Bæði farþegar og ökumaður hefðu þó verið þreyttir eftir langa flugferð og mikinn tímamismun milli landa. Rannsóknarnefndin bendir á að tímamismunur og næturflug geri það að verkum að farþegar séu margir þreyttir við komuna til landsins. Að mati nefndarinnar sé mikilvægt að fræða flugfarþega sem koma úr millilandaflugi um þá áhættu sem þreyttur ökumaður skapar sjálfum sér og öðrum í umferðinni. Þá brýnir nefndin fyrir öllum að nota ávallt bílbelti, hvort sem um styttri eða lengri ökuferðir er að ræða.
Samgönguslys Snæfellsbær Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Erlent Fleiri fréttir „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Sjá meira