Útflutingur fiskiafurða til Bandaríkjanna í hættu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 25. október 2020 17:59 Sjávarútvegur er nú sem fyrr, undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Mæti Ísland ekki kröfum Bandaríkjanna fyrir þann 1. mars næstkomandi lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna í byrjun árs 2022. Þetta kemur fram í frétt Fiskifrétta þar sem haft er eftir Þorláki Halldórssyni, formanni Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi sambandsins sem fram fór í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að snemma á áttunda áratugnum voru sett lög í Bandaríkjunum til verndar sjávarspendýrum. Í lögunum felst bann við því að stunda fiskveiðar sem stofnað geta sjávarspendýrum í hættu. Árið 2016 var innflutningsákvæði bætt við í lögin sem setur öðrum ríkjum það skilyrði að þau setji sér sambærilegar reglur og Bandaríkin gera. Veiðist sjávarspendýr sem meðafli í veiðarfæri hjá öðrum þjóðum í nokkru magni eiga þær á hættu á að missa leyfi til að flytja sjávarafurðir til Bandaríkjanna. Engar undanþágur í boði „Að öllu óbreyttu þá mun lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna 1. Janúar 2022. Það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Þorlákur. Að sögn Þorláks verði ekki unnt að skila inn gögnum eftir þann 1. mars næstkomandi þar sem ekki sé hægt að fá úrskurðinum hnekkt enda engar undanþágur í boði. „Næsti gluggi opnast ekki fyrir okkur fyrr en eftir fjögur ár. Þannig að ef það verður lokað á okkur þá verður lokað á okkur í þessu fjögur ár,“ segir Þorlákur í samtali við Fiskifréttir. Málið sagt óleysanlegt Hann segir að fulltrúar Landssambands smábáteigenda hafi sótt marga fundi með ráðuneytinu en niðurstaðan sé alltaf sú að málið sé óleysanlegt. Þá hafi heyrst raddir þess efnis að banna eigi grásleppuveiðar á Íslandi til þess að bjarga þessum hagsmunum. „Landssamband smábátaeigenda og stjórnarmenn þess eru alfarið á móti þeim vinnubrögðum að við skulum fórna heilum veiðibúskap okkar félagsmanna fyrir þessa hagsmuni,“ sagði Þorlákur. Við grásleppuveiðar. Ekki komið til umræðu að banna grásleppuveiðar Í skriflegu svari frá Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins staðfestir hún að síðasti skiladagur á upplýsingum um meðafla og aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka hann og uppfylla viðeigandi kröfur um vernd sjávarspendýra, veiðar og fiskeldi sé 28. febrúar 2021. „Í ársbyrjun 2022 taka reglurnar gildi, þ.e. frá og með þeim degi munu sjávarafurðir úr veiðum eða eldi sem ekki dæmast hafa sömu eða sambærilega vernd sjávarspendýra og Bandaríski iðnaðurinn, ekki fá innflutningsleyfi til Bandaríkjanna,“ segir Ásta Sigrún í samtali við Fiskifréttir. Samráðshópur vinnur að mótun viðbragða við aðgerðum Bandaríkjanna. Hópnum er ætlað að vera til ráðgjafar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin vegna málsins. Ásta segir að ekki hafi komið til umræðu að banna grásleppuveiðar. Ísland er ekki eina landið sem glímir við kröfur Bandaríkjamanna. Noregur, Færeyjar, Grænland og Kanada stunda einnig grásleppuveiðar og þeim fylgir meðafli sem getur komið sér illa hvað varðar útflutning til Bandaríkjanna. Sjávarútvegur Bandaríkin Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira
Mæti Ísland ekki kröfum Bandaríkjanna fyrir þann 1. mars næstkomandi lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna í byrjun árs 2022. Þetta kemur fram í frétt Fiskifrétta þar sem haft er eftir Þorláki Halldórssyni, formanni Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi sambandsins sem fram fór í síðustu viku. Forsaga málsins er sú að snemma á áttunda áratugnum voru sett lög í Bandaríkjunum til verndar sjávarspendýrum. Í lögunum felst bann við því að stunda fiskveiðar sem stofnað geta sjávarspendýrum í hættu. Árið 2016 var innflutningsákvæði bætt við í lögin sem setur öðrum ríkjum það skilyrði að þau setji sér sambærilegar reglur og Bandaríkin gera. Veiðist sjávarspendýr sem meðafli í veiðarfæri hjá öðrum þjóðum í nokkru magni eiga þær á hættu á að missa leyfi til að flytja sjávarafurðir til Bandaríkjanna. Engar undanþágur í boði „Að öllu óbreyttu þá mun lokast á útflutning flestra íslenskra fiskiafurða til Bandaríkjanna 1. Janúar 2022. Það er mjög alvarlegt mál,“ sagði Þorlákur. Að sögn Þorláks verði ekki unnt að skila inn gögnum eftir þann 1. mars næstkomandi þar sem ekki sé hægt að fá úrskurðinum hnekkt enda engar undanþágur í boði. „Næsti gluggi opnast ekki fyrir okkur fyrr en eftir fjögur ár. Þannig að ef það verður lokað á okkur þá verður lokað á okkur í þessu fjögur ár,“ segir Þorlákur í samtali við Fiskifréttir. Málið sagt óleysanlegt Hann segir að fulltrúar Landssambands smábáteigenda hafi sótt marga fundi með ráðuneytinu en niðurstaðan sé alltaf sú að málið sé óleysanlegt. Þá hafi heyrst raddir þess efnis að banna eigi grásleppuveiðar á Íslandi til þess að bjarga þessum hagsmunum. „Landssamband smábátaeigenda og stjórnarmenn þess eru alfarið á móti þeim vinnubrögðum að við skulum fórna heilum veiðibúskap okkar félagsmanna fyrir þessa hagsmuni,“ sagði Þorlákur. Við grásleppuveiðar. Ekki komið til umræðu að banna grásleppuveiðar Í skriflegu svari frá Ástu Sigrúnu Magnúsdóttur, upplýsingafulltrúa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins staðfestir hún að síðasti skiladagur á upplýsingum um meðafla og aðgerðir stjórnvalda til að lágmarka hann og uppfylla viðeigandi kröfur um vernd sjávarspendýra, veiðar og fiskeldi sé 28. febrúar 2021. „Í ársbyrjun 2022 taka reglurnar gildi, þ.e. frá og með þeim degi munu sjávarafurðir úr veiðum eða eldi sem ekki dæmast hafa sömu eða sambærilega vernd sjávarspendýra og Bandaríski iðnaðurinn, ekki fá innflutningsleyfi til Bandaríkjanna,“ segir Ásta Sigrún í samtali við Fiskifréttir. Samráðshópur vinnur að mótun viðbragða við aðgerðum Bandaríkjanna. Hópnum er ætlað að vera til ráðgjafar um samskipti íslenskra stjórnvalda við Bandaríkin vegna málsins. Ásta segir að ekki hafi komið til umræðu að banna grásleppuveiðar. Ísland er ekki eina landið sem glímir við kröfur Bandaríkjamanna. Noregur, Færeyjar, Grænland og Kanada stunda einnig grásleppuveiðar og þeim fylgir meðafli sem getur komið sér illa hvað varðar útflutning til Bandaríkjanna.
Sjávarútvegur Bandaríkin Mest lesið Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Erlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Fleiri fréttir Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sjá meira