Lögreglan – okkar allra? Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 23. október 2020 15:30 Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu. Ég viðurkenni fúslega að áður en þessi umræða fór af stað þá hafði ég ekki séð þessa fána og hafði ekki hugmynd um tilvist þeirra. En hefði ég í fáfræði minni farið að líma einhverja fána, sem mér finnst bara flottir, á til dæmis jakkann minn og einhver benti mér á að ég væri að bera haturstákn gegn minnihlutahópum tel ég að ég hefði hreinlega fjarlægt fánann og beðist innilega afsökunar. Það er það sem ég vildi að umræddur lögregluþjónn hefði gert. Það sem umræddur lögregluþjónn og síðan margir aðrir lögregluþjónar hafa gert er að snúa umræðunni við og neita að fánarnir hafi nokkra neikvæða merkingu. Þeir hafna þeirri merkingu sem aðrir setja á fánana og halda því fram að þeir hafi allt aðra merkingu í þeirra augum. Það er ekki hægt að hafna upplifun annarra á hatursorðræðu. Það væri sambærilegt ef að ég færi að bera hakakrossinn um hálsinn og halda því fram að það sé annarra vandamál en ekki mitt ef fólk leggur neikvæða merkingu í þetta tákn. Mér finnst kannski bara hakakrossinn fallegur… Það eru hópar á Íslandi, ákveðnir minnihlutahópar sem þekkja þessi merki og hafa þann skilning á þeim að í þeim felist hatur í þeirra garð. Lögregluþjónar geta ekki bara hafnað þeirra upplifun og með því að reyna að hafna þeirra upplifun þá verður gjáin milli þessara hópa og lögreglunnar bara dýpri og dýpri. Persónuárásir? Ég get ekki annað en velt fyrir mér ýmsum atriðum út frá umræðunni sem hefur spunnist. Af hverju fara lögregluþjónar í vörn og taka gagnrýninni sem persónuárás? Sem upplýst fólk sem starfar í almannaþágu hefði ekki verið réttara að sjá að þarna var pottur brotinn og biðjast afsökunar? Það að lögregluþjónar fara í svona mikla vörn og neita að viðurkenna ”mistök” sín veldur því að ég velti fyrir mér hvort það sé í raun og veru rasísk menning sem á sér stað innan lögreglunnar. Eitthvað sem ég hafði aldrei velt fyrir mér áður. Það síðan að lögregluþjónar taka sig til og eru með Facebook gjörning og birta bláa línu á prófílmyndum sínum virkar á mig sem að lögregluþjónar séu að sýna hvorum öðrum samstöðu – mót almenningi. Ég er alveg sammála því að lögreglan hefur oft fengið á sig óvæga gagnrýni og að lögregluþjónar séu vanmetnir og fá allt of lág laun. En það breytir því ekki að lögreglan er, eða á að vera, til staðar fyrir almenning. Hún á ekki að setja sig upp á móti okkur! Lögreglan á að vera hlutlaus – okkar allra Lögreglan er okkar allra, eða á að vera það. Við viljum bera traust til lögreglunnar. Við viljum að minnihlutahópar viti að lögreglan sé alltaf til staðar fyrir þá, sama hvaða persónulegu skoðanir lögregluþjónar hafa. Persónulegar skoðanir lögregluþjónanna eiga ekki heima úti á feltinu heldur eiga að vera skildar eftir þegar farið er í lögreglubúninginn. Lögreglan á að vera hlutlaus og vernda ALLA borgara fyrir ofbeldi. Það er eitthvað sem við verðum að geta treyst. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni og allir hafa gott af reglulegri fræðslu um mál sem þeir ekki þekkja. Ég hef virkilegar áhyggjur eftir umræður undanfarinna daga að fólk hætti að treysta því að lögreglan sé í raun og veru hlutlaus. Ég vona innilega að lögreglan taki alvarlega á þessu máli innan sinna raða. Ekki allir lögregluþjónar kynþáttahatarar! Það er enginn að halda því fram að lögregluþjónar séu upp til hópa kynþáttahatarar, umræðan snýst alls ekki um það. En það verður kannski að athuga að slíkar skoðanir geta leynst innan raða lögreglunnar eins og annarsstaðar og þá þarf að taka á því. Ef fólk getur ekki verið fagmannlegt í sinni vinnu þá er það sennilega ekki á réttri hillu. Þá er lögregluþjónum að því er mér skilst óheimilt að bera önnur tákn en lögreglunnar á sínum búningum og því er þessi fána/merkjaskiptamenning klárlega eitthvað sem þarf að útrýma. Einnig hefur verið bent á að það geti varðað hegningarlög að bera tákn sem flokkist sem haturstjáning í opinberu rými. Ég vona að umræðan fari að snúast frá því að lögregluþjónar taki þessa réttmætu gagnrýni á fánanotkun sem persónuárásum. Að þeir taki til sín að þarna var pottur brotinn og að hugsanlega þurfi að fræðast betur um ýmis málefni. Og ef að menning er til staðar innan lögreglunnar sem að elur á kynþáttahatri þá þarf að uppræta hana og koma henni út og vinna að því að öðlast traust almennings aftur. Eins og ég sagði í upphafi þá þekkti ég þessi merki ekki áður, en ég geri það núna og fagna því að hafa fengið fræðslu um þau. Það finnst mér að lögregluþjónar ættu að gera líka. Ég vona að lögreglan haldi áfram að vera fagmannleg, vinni vinnuna sína og sé okkar ALLRA. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu. Ég viðurkenni fúslega að áður en þessi umræða fór af stað þá hafði ég ekki séð þessa fána og hafði ekki hugmynd um tilvist þeirra. En hefði ég í fáfræði minni farið að líma einhverja fána, sem mér finnst bara flottir, á til dæmis jakkann minn og einhver benti mér á að ég væri að bera haturstákn gegn minnihlutahópum tel ég að ég hefði hreinlega fjarlægt fánann og beðist innilega afsökunar. Það er það sem ég vildi að umræddur lögregluþjónn hefði gert. Það sem umræddur lögregluþjónn og síðan margir aðrir lögregluþjónar hafa gert er að snúa umræðunni við og neita að fánarnir hafi nokkra neikvæða merkingu. Þeir hafna þeirri merkingu sem aðrir setja á fánana og halda því fram að þeir hafi allt aðra merkingu í þeirra augum. Það er ekki hægt að hafna upplifun annarra á hatursorðræðu. Það væri sambærilegt ef að ég færi að bera hakakrossinn um hálsinn og halda því fram að það sé annarra vandamál en ekki mitt ef fólk leggur neikvæða merkingu í þetta tákn. Mér finnst kannski bara hakakrossinn fallegur… Það eru hópar á Íslandi, ákveðnir minnihlutahópar sem þekkja þessi merki og hafa þann skilning á þeim að í þeim felist hatur í þeirra garð. Lögregluþjónar geta ekki bara hafnað þeirra upplifun og með því að reyna að hafna þeirra upplifun þá verður gjáin milli þessara hópa og lögreglunnar bara dýpri og dýpri. Persónuárásir? Ég get ekki annað en velt fyrir mér ýmsum atriðum út frá umræðunni sem hefur spunnist. Af hverju fara lögregluþjónar í vörn og taka gagnrýninni sem persónuárás? Sem upplýst fólk sem starfar í almannaþágu hefði ekki verið réttara að sjá að þarna var pottur brotinn og biðjast afsökunar? Það að lögregluþjónar fara í svona mikla vörn og neita að viðurkenna ”mistök” sín veldur því að ég velti fyrir mér hvort það sé í raun og veru rasísk menning sem á sér stað innan lögreglunnar. Eitthvað sem ég hafði aldrei velt fyrir mér áður. Það síðan að lögregluþjónar taka sig til og eru með Facebook gjörning og birta bláa línu á prófílmyndum sínum virkar á mig sem að lögregluþjónar séu að sýna hvorum öðrum samstöðu – mót almenningi. Ég er alveg sammála því að lögreglan hefur oft fengið á sig óvæga gagnrýni og að lögregluþjónar séu vanmetnir og fá allt of lág laun. En það breytir því ekki að lögreglan er, eða á að vera, til staðar fyrir almenning. Hún á ekki að setja sig upp á móti okkur! Lögreglan á að vera hlutlaus – okkar allra Lögreglan er okkar allra, eða á að vera það. Við viljum bera traust til lögreglunnar. Við viljum að minnihlutahópar viti að lögreglan sé alltaf til staðar fyrir þá, sama hvaða persónulegu skoðanir lögregluþjónar hafa. Persónulegar skoðanir lögregluþjónanna eiga ekki heima úti á feltinu heldur eiga að vera skildar eftir þegar farið er í lögreglubúninginn. Lögreglan á að vera hlutlaus og vernda ALLA borgara fyrir ofbeldi. Það er eitthvað sem við verðum að geta treyst. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni og allir hafa gott af reglulegri fræðslu um mál sem þeir ekki þekkja. Ég hef virkilegar áhyggjur eftir umræður undanfarinna daga að fólk hætti að treysta því að lögreglan sé í raun og veru hlutlaus. Ég vona innilega að lögreglan taki alvarlega á þessu máli innan sinna raða. Ekki allir lögregluþjónar kynþáttahatarar! Það er enginn að halda því fram að lögregluþjónar séu upp til hópa kynþáttahatarar, umræðan snýst alls ekki um það. En það verður kannski að athuga að slíkar skoðanir geta leynst innan raða lögreglunnar eins og annarsstaðar og þá þarf að taka á því. Ef fólk getur ekki verið fagmannlegt í sinni vinnu þá er það sennilega ekki á réttri hillu. Þá er lögregluþjónum að því er mér skilst óheimilt að bera önnur tákn en lögreglunnar á sínum búningum og því er þessi fána/merkjaskiptamenning klárlega eitthvað sem þarf að útrýma. Einnig hefur verið bent á að það geti varðað hegningarlög að bera tákn sem flokkist sem haturstjáning í opinberu rými. Ég vona að umræðan fari að snúast frá því að lögregluþjónar taki þessa réttmætu gagnrýni á fánanotkun sem persónuárásum. Að þeir taki til sín að þarna var pottur brotinn og að hugsanlega þurfi að fræðast betur um ýmis málefni. Og ef að menning er til staðar innan lögreglunnar sem að elur á kynþáttahatri þá þarf að uppræta hana og koma henni út og vinna að því að öðlast traust almennings aftur. Eins og ég sagði í upphafi þá þekkti ég þessi merki ekki áður, en ég geri það núna og fagna því að hafa fengið fræðslu um þau. Það finnst mér að lögregluþjónar ættu að gera líka. Ég vona að lögreglan haldi áfram að vera fagmannleg, vinni vinnuna sína og sé okkar ALLRA. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun