Lögreglan – okkar allra? Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 23. október 2020 15:30 Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu. Ég viðurkenni fúslega að áður en þessi umræða fór af stað þá hafði ég ekki séð þessa fána og hafði ekki hugmynd um tilvist þeirra. En hefði ég í fáfræði minni farið að líma einhverja fána, sem mér finnst bara flottir, á til dæmis jakkann minn og einhver benti mér á að ég væri að bera haturstákn gegn minnihlutahópum tel ég að ég hefði hreinlega fjarlægt fánann og beðist innilega afsökunar. Það er það sem ég vildi að umræddur lögregluþjónn hefði gert. Það sem umræddur lögregluþjónn og síðan margir aðrir lögregluþjónar hafa gert er að snúa umræðunni við og neita að fánarnir hafi nokkra neikvæða merkingu. Þeir hafna þeirri merkingu sem aðrir setja á fánana og halda því fram að þeir hafi allt aðra merkingu í þeirra augum. Það er ekki hægt að hafna upplifun annarra á hatursorðræðu. Það væri sambærilegt ef að ég færi að bera hakakrossinn um hálsinn og halda því fram að það sé annarra vandamál en ekki mitt ef fólk leggur neikvæða merkingu í þetta tákn. Mér finnst kannski bara hakakrossinn fallegur… Það eru hópar á Íslandi, ákveðnir minnihlutahópar sem þekkja þessi merki og hafa þann skilning á þeim að í þeim felist hatur í þeirra garð. Lögregluþjónar geta ekki bara hafnað þeirra upplifun og með því að reyna að hafna þeirra upplifun þá verður gjáin milli þessara hópa og lögreglunnar bara dýpri og dýpri. Persónuárásir? Ég get ekki annað en velt fyrir mér ýmsum atriðum út frá umræðunni sem hefur spunnist. Af hverju fara lögregluþjónar í vörn og taka gagnrýninni sem persónuárás? Sem upplýst fólk sem starfar í almannaþágu hefði ekki verið réttara að sjá að þarna var pottur brotinn og biðjast afsökunar? Það að lögregluþjónar fara í svona mikla vörn og neita að viðurkenna ”mistök” sín veldur því að ég velti fyrir mér hvort það sé í raun og veru rasísk menning sem á sér stað innan lögreglunnar. Eitthvað sem ég hafði aldrei velt fyrir mér áður. Það síðan að lögregluþjónar taka sig til og eru með Facebook gjörning og birta bláa línu á prófílmyndum sínum virkar á mig sem að lögregluþjónar séu að sýna hvorum öðrum samstöðu – mót almenningi. Ég er alveg sammála því að lögreglan hefur oft fengið á sig óvæga gagnrýni og að lögregluþjónar séu vanmetnir og fá allt of lág laun. En það breytir því ekki að lögreglan er, eða á að vera, til staðar fyrir almenning. Hún á ekki að setja sig upp á móti okkur! Lögreglan á að vera hlutlaus – okkar allra Lögreglan er okkar allra, eða á að vera það. Við viljum bera traust til lögreglunnar. Við viljum að minnihlutahópar viti að lögreglan sé alltaf til staðar fyrir þá, sama hvaða persónulegu skoðanir lögregluþjónar hafa. Persónulegar skoðanir lögregluþjónanna eiga ekki heima úti á feltinu heldur eiga að vera skildar eftir þegar farið er í lögreglubúninginn. Lögreglan á að vera hlutlaus og vernda ALLA borgara fyrir ofbeldi. Það er eitthvað sem við verðum að geta treyst. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni og allir hafa gott af reglulegri fræðslu um mál sem þeir ekki þekkja. Ég hef virkilegar áhyggjur eftir umræður undanfarinna daga að fólk hætti að treysta því að lögreglan sé í raun og veru hlutlaus. Ég vona innilega að lögreglan taki alvarlega á þessu máli innan sinna raða. Ekki allir lögregluþjónar kynþáttahatarar! Það er enginn að halda því fram að lögregluþjónar séu upp til hópa kynþáttahatarar, umræðan snýst alls ekki um það. En það verður kannski að athuga að slíkar skoðanir geta leynst innan raða lögreglunnar eins og annarsstaðar og þá þarf að taka á því. Ef fólk getur ekki verið fagmannlegt í sinni vinnu þá er það sennilega ekki á réttri hillu. Þá er lögregluþjónum að því er mér skilst óheimilt að bera önnur tákn en lögreglunnar á sínum búningum og því er þessi fána/merkjaskiptamenning klárlega eitthvað sem þarf að útrýma. Einnig hefur verið bent á að það geti varðað hegningarlög að bera tákn sem flokkist sem haturstjáning í opinberu rými. Ég vona að umræðan fari að snúast frá því að lögregluþjónar taki þessa réttmætu gagnrýni á fánanotkun sem persónuárásum. Að þeir taki til sín að þarna var pottur brotinn og að hugsanlega þurfi að fræðast betur um ýmis málefni. Og ef að menning er til staðar innan lögreglunnar sem að elur á kynþáttahatri þá þarf að uppræta hana og koma henni út og vinna að því að öðlast traust almennings aftur. Eins og ég sagði í upphafi þá þekkti ég þessi merki ekki áður, en ég geri það núna og fagna því að hafa fengið fræðslu um þau. Það finnst mér að lögregluþjónar ættu að gera líka. Ég vona að lögreglan haldi áfram að vera fagmannleg, vinni vinnuna sína og sé okkar ALLRA. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu. Ég viðurkenni fúslega að áður en þessi umræða fór af stað þá hafði ég ekki séð þessa fána og hafði ekki hugmynd um tilvist þeirra. En hefði ég í fáfræði minni farið að líma einhverja fána, sem mér finnst bara flottir, á til dæmis jakkann minn og einhver benti mér á að ég væri að bera haturstákn gegn minnihlutahópum tel ég að ég hefði hreinlega fjarlægt fánann og beðist innilega afsökunar. Það er það sem ég vildi að umræddur lögregluþjónn hefði gert. Það sem umræddur lögregluþjónn og síðan margir aðrir lögregluþjónar hafa gert er að snúa umræðunni við og neita að fánarnir hafi nokkra neikvæða merkingu. Þeir hafna þeirri merkingu sem aðrir setja á fánana og halda því fram að þeir hafi allt aðra merkingu í þeirra augum. Það er ekki hægt að hafna upplifun annarra á hatursorðræðu. Það væri sambærilegt ef að ég færi að bera hakakrossinn um hálsinn og halda því fram að það sé annarra vandamál en ekki mitt ef fólk leggur neikvæða merkingu í þetta tákn. Mér finnst kannski bara hakakrossinn fallegur… Það eru hópar á Íslandi, ákveðnir minnihlutahópar sem þekkja þessi merki og hafa þann skilning á þeim að í þeim felist hatur í þeirra garð. Lögregluþjónar geta ekki bara hafnað þeirra upplifun og með því að reyna að hafna þeirra upplifun þá verður gjáin milli þessara hópa og lögreglunnar bara dýpri og dýpri. Persónuárásir? Ég get ekki annað en velt fyrir mér ýmsum atriðum út frá umræðunni sem hefur spunnist. Af hverju fara lögregluþjónar í vörn og taka gagnrýninni sem persónuárás? Sem upplýst fólk sem starfar í almannaþágu hefði ekki verið réttara að sjá að þarna var pottur brotinn og biðjast afsökunar? Það að lögregluþjónar fara í svona mikla vörn og neita að viðurkenna ”mistök” sín veldur því að ég velti fyrir mér hvort það sé í raun og veru rasísk menning sem á sér stað innan lögreglunnar. Eitthvað sem ég hafði aldrei velt fyrir mér áður. Það síðan að lögregluþjónar taka sig til og eru með Facebook gjörning og birta bláa línu á prófílmyndum sínum virkar á mig sem að lögregluþjónar séu að sýna hvorum öðrum samstöðu – mót almenningi. Ég er alveg sammála því að lögreglan hefur oft fengið á sig óvæga gagnrýni og að lögregluþjónar séu vanmetnir og fá allt of lág laun. En það breytir því ekki að lögreglan er, eða á að vera, til staðar fyrir almenning. Hún á ekki að setja sig upp á móti okkur! Lögreglan á að vera hlutlaus – okkar allra Lögreglan er okkar allra, eða á að vera það. Við viljum bera traust til lögreglunnar. Við viljum að minnihlutahópar viti að lögreglan sé alltaf til staðar fyrir þá, sama hvaða persónulegu skoðanir lögregluþjónar hafa. Persónulegar skoðanir lögregluþjónanna eiga ekki heima úti á feltinu heldur eiga að vera skildar eftir þegar farið er í lögreglubúninginn. Lögreglan á að vera hlutlaus og vernda ALLA borgara fyrir ofbeldi. Það er eitthvað sem við verðum að geta treyst. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni og allir hafa gott af reglulegri fræðslu um mál sem þeir ekki þekkja. Ég hef virkilegar áhyggjur eftir umræður undanfarinna daga að fólk hætti að treysta því að lögreglan sé í raun og veru hlutlaus. Ég vona innilega að lögreglan taki alvarlega á þessu máli innan sinna raða. Ekki allir lögregluþjónar kynþáttahatarar! Það er enginn að halda því fram að lögregluþjónar séu upp til hópa kynþáttahatarar, umræðan snýst alls ekki um það. En það verður kannski að athuga að slíkar skoðanir geta leynst innan raða lögreglunnar eins og annarsstaðar og þá þarf að taka á því. Ef fólk getur ekki verið fagmannlegt í sinni vinnu þá er það sennilega ekki á réttri hillu. Þá er lögregluþjónum að því er mér skilst óheimilt að bera önnur tákn en lögreglunnar á sínum búningum og því er þessi fána/merkjaskiptamenning klárlega eitthvað sem þarf að útrýma. Einnig hefur verið bent á að það geti varðað hegningarlög að bera tákn sem flokkist sem haturstjáning í opinberu rými. Ég vona að umræðan fari að snúast frá því að lögregluþjónar taki þessa réttmætu gagnrýni á fánanotkun sem persónuárásum. Að þeir taki til sín að þarna var pottur brotinn og að hugsanlega þurfi að fræðast betur um ýmis málefni. Og ef að menning er til staðar innan lögreglunnar sem að elur á kynþáttahatri þá þarf að uppræta hana og koma henni út og vinna að því að öðlast traust almennings aftur. Eins og ég sagði í upphafi þá þekkti ég þessi merki ekki áður, en ég geri það núna og fagna því að hafa fengið fræðslu um þau. Það finnst mér að lögregluþjónar ættu að gera líka. Ég vona að lögreglan haldi áfram að vera fagmannleg, vinni vinnuna sína og sé okkar ALLRA. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun