Lögreglan – okkar allra? Arna Þórdís Árnadóttir skrifar 23. október 2020 15:30 Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu. Ég viðurkenni fúslega að áður en þessi umræða fór af stað þá hafði ég ekki séð þessa fána og hafði ekki hugmynd um tilvist þeirra. En hefði ég í fáfræði minni farið að líma einhverja fána, sem mér finnst bara flottir, á til dæmis jakkann minn og einhver benti mér á að ég væri að bera haturstákn gegn minnihlutahópum tel ég að ég hefði hreinlega fjarlægt fánann og beðist innilega afsökunar. Það er það sem ég vildi að umræddur lögregluþjónn hefði gert. Það sem umræddur lögregluþjónn og síðan margir aðrir lögregluþjónar hafa gert er að snúa umræðunni við og neita að fánarnir hafi nokkra neikvæða merkingu. Þeir hafna þeirri merkingu sem aðrir setja á fánana og halda því fram að þeir hafi allt aðra merkingu í þeirra augum. Það er ekki hægt að hafna upplifun annarra á hatursorðræðu. Það væri sambærilegt ef að ég færi að bera hakakrossinn um hálsinn og halda því fram að það sé annarra vandamál en ekki mitt ef fólk leggur neikvæða merkingu í þetta tákn. Mér finnst kannski bara hakakrossinn fallegur… Það eru hópar á Íslandi, ákveðnir minnihlutahópar sem þekkja þessi merki og hafa þann skilning á þeim að í þeim felist hatur í þeirra garð. Lögregluþjónar geta ekki bara hafnað þeirra upplifun og með því að reyna að hafna þeirra upplifun þá verður gjáin milli þessara hópa og lögreglunnar bara dýpri og dýpri. Persónuárásir? Ég get ekki annað en velt fyrir mér ýmsum atriðum út frá umræðunni sem hefur spunnist. Af hverju fara lögregluþjónar í vörn og taka gagnrýninni sem persónuárás? Sem upplýst fólk sem starfar í almannaþágu hefði ekki verið réttara að sjá að þarna var pottur brotinn og biðjast afsökunar? Það að lögregluþjónar fara í svona mikla vörn og neita að viðurkenna ”mistök” sín veldur því að ég velti fyrir mér hvort það sé í raun og veru rasísk menning sem á sér stað innan lögreglunnar. Eitthvað sem ég hafði aldrei velt fyrir mér áður. Það síðan að lögregluþjónar taka sig til og eru með Facebook gjörning og birta bláa línu á prófílmyndum sínum virkar á mig sem að lögregluþjónar séu að sýna hvorum öðrum samstöðu – mót almenningi. Ég er alveg sammála því að lögreglan hefur oft fengið á sig óvæga gagnrýni og að lögregluþjónar séu vanmetnir og fá allt of lág laun. En það breytir því ekki að lögreglan er, eða á að vera, til staðar fyrir almenning. Hún á ekki að setja sig upp á móti okkur! Lögreglan á að vera hlutlaus – okkar allra Lögreglan er okkar allra, eða á að vera það. Við viljum bera traust til lögreglunnar. Við viljum að minnihlutahópar viti að lögreglan sé alltaf til staðar fyrir þá, sama hvaða persónulegu skoðanir lögregluþjónar hafa. Persónulegar skoðanir lögregluþjónanna eiga ekki heima úti á feltinu heldur eiga að vera skildar eftir þegar farið er í lögreglubúninginn. Lögreglan á að vera hlutlaus og vernda ALLA borgara fyrir ofbeldi. Það er eitthvað sem við verðum að geta treyst. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni og allir hafa gott af reglulegri fræðslu um mál sem þeir ekki þekkja. Ég hef virkilegar áhyggjur eftir umræður undanfarinna daga að fólk hætti að treysta því að lögreglan sé í raun og veru hlutlaus. Ég vona innilega að lögreglan taki alvarlega á þessu máli innan sinna raða. Ekki allir lögregluþjónar kynþáttahatarar! Það er enginn að halda því fram að lögregluþjónar séu upp til hópa kynþáttahatarar, umræðan snýst alls ekki um það. En það verður kannski að athuga að slíkar skoðanir geta leynst innan raða lögreglunnar eins og annarsstaðar og þá þarf að taka á því. Ef fólk getur ekki verið fagmannlegt í sinni vinnu þá er það sennilega ekki á réttri hillu. Þá er lögregluþjónum að því er mér skilst óheimilt að bera önnur tákn en lögreglunnar á sínum búningum og því er þessi fána/merkjaskiptamenning klárlega eitthvað sem þarf að útrýma. Einnig hefur verið bent á að það geti varðað hegningarlög að bera tákn sem flokkist sem haturstjáning í opinberu rými. Ég vona að umræðan fari að snúast frá því að lögregluþjónar taki þessa réttmætu gagnrýni á fánanotkun sem persónuárásum. Að þeir taki til sín að þarna var pottur brotinn og að hugsanlega þurfi að fræðast betur um ýmis málefni. Og ef að menning er til staðar innan lögreglunnar sem að elur á kynþáttahatri þá þarf að uppræta hana og koma henni út og vinna að því að öðlast traust almennings aftur. Eins og ég sagði í upphafi þá þekkti ég þessi merki ekki áður, en ég geri það núna og fagna því að hafa fengið fræðslu um þau. Það finnst mér að lögregluþjónar ættu að gera líka. Ég vona að lögreglan haldi áfram að vera fagmannleg, vinni vinnuna sína og sé okkar ALLRA. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég er hugsi eftir umræður undanfarinna daga um lögregluþjóninn sem varð uppvís að notkun fána á búningi sínum sem vægast sagt hafa neikvæða merkingu. Ég viðurkenni fúslega að áður en þessi umræða fór af stað þá hafði ég ekki séð þessa fána og hafði ekki hugmynd um tilvist þeirra. En hefði ég í fáfræði minni farið að líma einhverja fána, sem mér finnst bara flottir, á til dæmis jakkann minn og einhver benti mér á að ég væri að bera haturstákn gegn minnihlutahópum tel ég að ég hefði hreinlega fjarlægt fánann og beðist innilega afsökunar. Það er það sem ég vildi að umræddur lögregluþjónn hefði gert. Það sem umræddur lögregluþjónn og síðan margir aðrir lögregluþjónar hafa gert er að snúa umræðunni við og neita að fánarnir hafi nokkra neikvæða merkingu. Þeir hafna þeirri merkingu sem aðrir setja á fánana og halda því fram að þeir hafi allt aðra merkingu í þeirra augum. Það er ekki hægt að hafna upplifun annarra á hatursorðræðu. Það væri sambærilegt ef að ég færi að bera hakakrossinn um hálsinn og halda því fram að það sé annarra vandamál en ekki mitt ef fólk leggur neikvæða merkingu í þetta tákn. Mér finnst kannski bara hakakrossinn fallegur… Það eru hópar á Íslandi, ákveðnir minnihlutahópar sem þekkja þessi merki og hafa þann skilning á þeim að í þeim felist hatur í þeirra garð. Lögregluþjónar geta ekki bara hafnað þeirra upplifun og með því að reyna að hafna þeirra upplifun þá verður gjáin milli þessara hópa og lögreglunnar bara dýpri og dýpri. Persónuárásir? Ég get ekki annað en velt fyrir mér ýmsum atriðum út frá umræðunni sem hefur spunnist. Af hverju fara lögregluþjónar í vörn og taka gagnrýninni sem persónuárás? Sem upplýst fólk sem starfar í almannaþágu hefði ekki verið réttara að sjá að þarna var pottur brotinn og biðjast afsökunar? Það að lögregluþjónar fara í svona mikla vörn og neita að viðurkenna ”mistök” sín veldur því að ég velti fyrir mér hvort það sé í raun og veru rasísk menning sem á sér stað innan lögreglunnar. Eitthvað sem ég hafði aldrei velt fyrir mér áður. Það síðan að lögregluþjónar taka sig til og eru með Facebook gjörning og birta bláa línu á prófílmyndum sínum virkar á mig sem að lögregluþjónar séu að sýna hvorum öðrum samstöðu – mót almenningi. Ég er alveg sammála því að lögreglan hefur oft fengið á sig óvæga gagnrýni og að lögregluþjónar séu vanmetnir og fá allt of lág laun. En það breytir því ekki að lögreglan er, eða á að vera, til staðar fyrir almenning. Hún á ekki að setja sig upp á móti okkur! Lögreglan á að vera hlutlaus – okkar allra Lögreglan er okkar allra, eða á að vera það. Við viljum bera traust til lögreglunnar. Við viljum að minnihlutahópar viti að lögreglan sé alltaf til staðar fyrir þá, sama hvaða persónulegu skoðanir lögregluþjónar hafa. Persónulegar skoðanir lögregluþjónanna eiga ekki heima úti á feltinu heldur eiga að vera skildar eftir þegar farið er í lögreglubúninginn. Lögreglan á að vera hlutlaus og vernda ALLA borgara fyrir ofbeldi. Það er eitthvað sem við verðum að geta treyst. Það er enginn hafinn yfir gagnrýni og allir hafa gott af reglulegri fræðslu um mál sem þeir ekki þekkja. Ég hef virkilegar áhyggjur eftir umræður undanfarinna daga að fólk hætti að treysta því að lögreglan sé í raun og veru hlutlaus. Ég vona innilega að lögreglan taki alvarlega á þessu máli innan sinna raða. Ekki allir lögregluþjónar kynþáttahatarar! Það er enginn að halda því fram að lögregluþjónar séu upp til hópa kynþáttahatarar, umræðan snýst alls ekki um það. En það verður kannski að athuga að slíkar skoðanir geta leynst innan raða lögreglunnar eins og annarsstaðar og þá þarf að taka á því. Ef fólk getur ekki verið fagmannlegt í sinni vinnu þá er það sennilega ekki á réttri hillu. Þá er lögregluþjónum að því er mér skilst óheimilt að bera önnur tákn en lögreglunnar á sínum búningum og því er þessi fána/merkjaskiptamenning klárlega eitthvað sem þarf að útrýma. Einnig hefur verið bent á að það geti varðað hegningarlög að bera tákn sem flokkist sem haturstjáning í opinberu rými. Ég vona að umræðan fari að snúast frá því að lögregluþjónar taki þessa réttmætu gagnrýni á fánanotkun sem persónuárásum. Að þeir taki til sín að þarna var pottur brotinn og að hugsanlega þurfi að fræðast betur um ýmis málefni. Og ef að menning er til staðar innan lögreglunnar sem að elur á kynþáttahatri þá þarf að uppræta hana og koma henni út og vinna að því að öðlast traust almennings aftur. Eins og ég sagði í upphafi þá þekkti ég þessi merki ekki áður, en ég geri það núna og fagna því að hafa fengið fræðslu um þau. Það finnst mér að lögregluþjónar ættu að gera líka. Ég vona að lögreglan haldi áfram að vera fagmannleg, vinni vinnuna sína og sé okkar ALLRA. Höfundur er félagi í Sósíalistaflokki Íslands.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun