„Ef KR fer ekki í Evrópukeppni geta þeir ekki haldið þessum leikmönnum“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 23. október 2020 15:30 Þeir sex leikmenn KR sem eru með lausan samning. stöð 2 sport Í Pepsi Max stúkunni í gær fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Þorkell Máni Pétursson yfir samningslausa leikmenn hjá liðunum í Pepsi Max-deild karla. Máni spáir því að miklar breytingar verði hjá KR en Hjörvar segir að það velti á því hvort liðið kemst í Evrópukeppni. Sex leikmenn KR eru með lausan samning: Pablo Punyed, Kristinn Jónsson, Beitir Ólafsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Finnur Orri Margeirsson og Kennie Chopart. „Ég held að það verði miklar mannabreytingar. Það eru ekki allir af þessum leikmönnum sem fá nýjan samning þótt þeir hafi spilað vel og spilað mikið fyrir félagið,“ sagði Máni. „Ef KR fer ekki í Evrópukeppni geta þeir ekki haldið þessum leikmönnum. Þetta skiptir mjög miklu máli. Það er engin spurning. Sumarið hefur verið peningaleg eyðimörk fyrir félögin. Leikdagur gefur engar svakalegar upphæðir en samt peninga sem skipta máli. Ef KR fer ekki í Evrópukeppni kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu minnka leikmannahópinn,“ sagði Hjörvar. Guðmundur segir að það breyti engu hvernig leikmannahópur KR sé skipaður, kröfurnar þar á bæ séu alltaf þær sömu. Það sé því afar ólíklegt að KR sé að fara í einhvers konar uppbyggingarferli. „Að byggja upp lið, það er aldrei að fara að gerast. Það engin hætta á því að KR fari í mótið og segist ætla að byggja upp til næstu ára. Þeir geta ekki leyft sér þann munað. Þeir eru KR og það ætlast allir til að þeir vinni,“ sagði Máni. KR er í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 28 stig. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um leikmannamál KR Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira
Í Pepsi Max stúkunni í gær fóru þeir Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Þorkell Máni Pétursson yfir samningslausa leikmenn hjá liðunum í Pepsi Max-deild karla. Máni spáir því að miklar breytingar verði hjá KR en Hjörvar segir að það velti á því hvort liðið kemst í Evrópukeppni. Sex leikmenn KR eru með lausan samning: Pablo Punyed, Kristinn Jónsson, Beitir Ólafsson, Gunnar Þór Gunnarsson, Finnur Orri Margeirsson og Kennie Chopart. „Ég held að það verði miklar mannabreytingar. Það eru ekki allir af þessum leikmönnum sem fá nýjan samning þótt þeir hafi spilað vel og spilað mikið fyrir félagið,“ sagði Máni. „Ef KR fer ekki í Evrópukeppni geta þeir ekki haldið þessum leikmönnum. Þetta skiptir mjög miklu máli. Það er engin spurning. Sumarið hefur verið peningaleg eyðimörk fyrir félögin. Leikdagur gefur engar svakalegar upphæðir en samt peninga sem skipta máli. Ef KR fer ekki í Evrópukeppni kæmi mér ekkert á óvart að þeir myndu minnka leikmannahópinn,“ sagði Hjörvar. Guðmundur segir að það breyti engu hvernig leikmannahópur KR sé skipaður, kröfurnar þar á bæ séu alltaf þær sömu. Það sé því afar ólíklegt að KR sé að fara í einhvers konar uppbyggingarferli. „Að byggja upp lið, það er aldrei að fara að gerast. Það engin hætta á því að KR fari í mótið og segist ætla að byggja upp til næstu ára. Þeir geta ekki leyft sér þann munað. Þeir eru KR og það ætlast allir til að þeir vinni,“ sagði Máni. KR er í 5. sæti Pepsi Max-deildarinnar með 28 stig. Þá er liðið komið í undanúrslit Mjólkurbikarsins. Klippa: Pepsi Max stúkan - Umræða um leikmannamál KR
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan KR Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Sjá meira