Snjóflóðasafni í Flateyrarhöfn myndi stafa hætta af snjóflóðum Atli Ísleifsson skrifar 23. október 2020 07:59 Starfshópurinn sæi fyrir sér safnið svona. Varðskipið Ægir myndi þá vera við bryggju í Flateyrarhöfn. Starfshópur um Snjóflóðasafn á Flateyri Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að Snjóflóðasafni um borð í varðskipinu Ægi, sem staðsett yrði í Flateyrarhöfn, myndi stafa hætta af snjóflóðum. Auk þess sé hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu þar fyrir. Þetta kemur fram í umsögn hafnarstjórnar og segir frá í fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Var þar verið að fjallað um hugmyndir starfshóps um uppbyggingu Snjóflóðasafns á Flateyri, undir forystu Eyþórs Jóvinssonar, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir Snjóflóðasafn. Starfshópurinn óskaði þar meðal annars eftir tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Eyþór Jóvinsson fer fyrir starfshópnum en hann rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri auk þess sem hann leiðir reglulegar snjóflóðagöngur um þorpið. Landhelgisgæslan tekið vel í hugmyndina Vísir fjallaði um hugmyndirnar um miðjan mánuðinn þar sem kom fram að hugmyndir starfshópsins gengju einnig út á að nýta plássið um borð í Ægi undir gisti- og veitingaþjónustu. Sagði að Landhelgisgæslan hefði tekið vel í hugmyndina enda hafi skipið ekki verið í notkun undanfarin ár og glæsilegu hlutverki þess innan Landhelgisgæslunnar lokið. Skipið er nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði beiðni starfshópsins sem hafnarstjórnar sem hefur nú skilað umsögn sinni. Þar segir að hafnarstjórn fagni „áhugaverðri hugmynd“, en telji að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar. „Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina. Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila,“ segir í umsögninni. Bæjarráð hefur þó falið Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að vinna málið áfram. Ísafjarðarbær Söfn Landhelgisgæslan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Hafnarstjórn Ísafjarðarbæjar telur að Snjóflóðasafni um borð í varðskipinu Ægi, sem staðsett yrði í Flateyrarhöfn, myndi stafa hætta af snjóflóðum. Auk þess sé hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu þar fyrir. Þetta kemur fram í umsögn hafnarstjórnar og segir frá í fundargerð bæjarráðs Ísafjarðarbæjar. Var þar verið að fjallað um hugmyndir starfshóps um uppbyggingu Snjóflóðasafns á Flateyri, undir forystu Eyþórs Jóvinssonar, þar sem óskað er samtals við sveitarfélagið um að finna varðskipinu Ægi staðsetningu á Flateyri fyrir Snjóflóðasafn. Starfshópurinn óskaði þar meðal annars eftir tímabundna eða varanlega eftirgjöf af hafnargjöldum og/eða öðrum kostnaði. Eyþór Jóvinsson fer fyrir starfshópnum en hann rekur Gömlu bókabúðina á Flateyri auk þess sem hann leiðir reglulegar snjóflóðagöngur um þorpið. Landhelgisgæslan tekið vel í hugmyndina Vísir fjallaði um hugmyndirnar um miðjan mánuðinn þar sem kom fram að hugmyndir starfshópsins gengju einnig út á að nýta plássið um borð í Ægi undir gisti- og veitingaþjónustu. Sagði að Landhelgisgæslan hefði tekið vel í hugmyndina enda hafi skipið ekki verið í notkun undanfarin ár og glæsilegu hlutverki þess innan Landhelgisgæslunnar lokið. Skipið er nú við bryggju í Reykjavíkurhöfn. Bæjarstjóra falið að vinna málið áfram Bæjarráð Ísafjarðarbæjar vísaði beiðni starfshópsins sem hafnarstjórnar sem hefur nú skilað umsögn sinni. Þar segir að hafnarstjórn fagni „áhugaverðri hugmynd“, en telji að hafnarpláss við bryggjuna á Flateyri sé of takmarkað til að hægt sé að koma varðskipinu fyrir þar. „Þá er höfnin enn óvarin fyrir snjóflóðum, vinna við nýtt hættumat stendur enn yfir og því ekki tímabært að taka ákvarðanir um framkvæmdir við höfnina. Auk þess telur hafnarstjórn að ekki sé hægt að fara í framkvæmdir sem til þyrfti til að koma varðskipinu fyrir án fjárhagslegrar aðkomu annarra opinberra aðila,“ segir í umsögninni. Bæjarráð hefur þó falið Birgi Gunnarssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar, að vinna málið áfram.
Ísafjarðarbær Söfn Landhelgisgæslan Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira