Lögreglan, traust minnihlutahópa og tjáning Eyrún Eyþórsdóttir skrifar 22. október 2020 18:00 Óhjákvæmilega breytist margt í samfélaginu þegar fjölbreytileiki verður meiri. Fleiri innflytjendur og fólk með erlendan bakgrunn, sterkari staða ýmissa minnihlutahópa og fólk með alls kyns sýnileg trúartákn eru hluti af því að búa í fjölbreyttu samfélagi. Almennt er fólki orðið ljóst að það eru ekki aðeins innflytjendur sem þurfa að aðlagast nýjum heimahögum, eins og stefnur yfirvalda fyrr á tíðum gáfu til kynna, heldur tekur allt samfélagið breytingum. Þessi staðreynd er orðin almennt samþykkt þó enn kunni einhverjir að berjast gegn henni. Hluti af þessu er að stofnanir þurfa að aðlaga sig breyttu samfélagi með ýmsum hætti. Lögreglan er ekki undanskilin hér. Lögreglan er sýnilegasti hluti réttarvörslukerfisins. Hérlendis nýtur hún mikils traust og er sú stofnun sem nýtur hvað mesta trausts almennings, og á það sameiginlegt með lögreglu annarra Norðurlanda. Fyrir lögregluna er traust mikilvægasta tækið því það helst í hendur við öryggi í samfélaginu. Samfélagið verður nefnilega öruggara þegar fólk leitar til lögreglu óháð bakgrunni, hvoru tveggja til að tilkynna brot gegn sér eða segja frá sem vitni. Þegar fólk úr öllum kimum samfélagsins ber traust til lögreglunnar verður samfélagið okkar öruggara. En traust er áunnið og það er vandmeðfarið. Hlutleysi lögreglu er annar mikilvægur póll í störfum hennar. Eitt af því sem undirstrikar hlutleysið er búningur lögreglumanna og er sérstök fatareglugerð til staðar sem útlistar nákvæmlega hvernig búningurinn lítur út. Hugmyndin að baki því er að lögreglumaðurinn er ekki persóna þegar hann klæðist búningnum heldur er hann hluti réttarvörslukerfisins. Hann er ekki Jón og Gunna með sínar persónulegu skoðanir, hverjar sem þær kunna að vera, heldur er búningurinn tákn þess að lögreglan er hlutlaus og hver sem er, sama hvaða bakgrunn viðkomandi hefur, getur leitað til hennar í skjóli trausts og vænst þess að fá sömu þjónustu og aðrir. Þannig skapast traust og eru því traust og hlutleysi tengt sterkum böndum hvað varða störf lögreglu. Samtímis er samstaða mikilvæg meðal lögreglumanna. Hún er ekki síst mikilvæg til að gæta öryggis lögreglumannanna sjálfra, sem oft á tíðum finna sig í erfiðum og hættulegum aðstæðum. Lögreglumenn eru þeir sem stökkva til og vaða inn í aðstæður sem aðrir hlaupa frá. Þeir spyrja til dæmis ekki um aldur og fyrri störf þegar þeir hefja endurlífgun á manneskju. Til að lögreglumenn geti upplifað öryggistilfinningu í starfi þurfa þeir að treysta félögum sínum fullkomlega. Það er til margar leiðir til að auka samstöðu og er hin lokaða lögreglumenning sá vettvangur þar sem sú samstaðar fær vaxið. Eitt af því sem lögreglumenn hafa notað sem tákn til að sýna samstöðu er „Thin blue line“ merkið. Tákn sem í upphafi táknaði, og táknar enn fyrir marga, samstöðu lögreglumanna. Tákn eru hinsvegar vandmeðfarin því merking þeirra getur tekið breytingum. Tákn geta líka haft ólíka þýðingu fyrir ólíka hópa. Fjölmörg tákn sem í upphafi áttu ekki að þýða eitthvað hatursfullt þýða það í dag, allavega fyrir hluta samfélagsins. Á Íslandi er um 15% landsmanna fólk með erlendan bakgrunn, hlutfallið er mun stærra þegar tekið er inn í myndina fólk með annan erlendan bakgrunn, svo sem einstaklingar sem eiga annað foreldri sitt erlent. Þá hefur líka staða ýmissa minnihlutahópa styrkst verulega á undanförnum áratugum. Lögreglan endurspeglar þó alls ekki samfélag sitt. Fólk sem tilheyrir minnihlutahópum eru örfá innan lögreglunnar. Til mikillar einföldunar má segja að almennt búi lögreglumenn við ákveðna forréttindastöðu í samfélaginu, til dæmis eru þeir að langstærstum hluta með hvítan hörundslit. Fólk í forréttindastöðu ber oft illa kennsl á upplifun þeirra sem búa ekki við slíka stöðu. Það er að mörgu leyti afar eðlilegt. Það er hinsvegar sérstaklega brýnt, vegna eðli lögreglustarfsins, að lögreglumenn fái fræðslu um fjölbreytileika og lögð sé áherslu á að lögreglumenn skilji sjónarhorn minnihlutahópa og valdakerfi samfélagsins. Þess vegna er mikilvægt fyrir lögreglumenn að skoða alla tjáningu sína, hvort sem er í orði, mynd eða verki, og spyrja sig hvort hún sé meiðandi í garð einhverja þeirra hópa samfélagsins sem lögreglumenn þjónusta. Sé einhver vafi til staðar ber lögreglumönnum að horfa til þessa og tjá sig þá ekki með þeim hætti. Einfaldlega vegna þess að slík tjáning af lögreglumönnum getur leitt til ótta og vantrausts gagnvart lögreglu sem síðan getur rýrt öryggi almennings. Allt hangir þetta saman. Allir lögreglunemar fá fræðslu í dag um löggæslustörf í fjölbreyttu samfélagi og á árunum 2017-2018 fengu um 10% starfandi lögreglumanna á landsvísu slíka fræðslu, á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. En betur má ef duga skal og er brýnt, meðal annars vegna þess að lögreglan endurspeglar illa samfélag sitt, að viðhalda reglulega fræðslu á þessu sviði. Það er ekki síður brýnt að stjórnendur innan lögreglunnar þekki vel til þessa sjónarmiða, og taki föstum tökum á tjáningu sem getur verið meiðandi í garð hluta samfélagsins. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um traust og öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess og því mikilvæga hlutverki sem lögreglan gegnir í því tilliti. Innan þess rúmast enginn vafi um neikvæð viðhorf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Óhjákvæmilega breytist margt í samfélaginu þegar fjölbreytileiki verður meiri. Fleiri innflytjendur og fólk með erlendan bakgrunn, sterkari staða ýmissa minnihlutahópa og fólk með alls kyns sýnileg trúartákn eru hluti af því að búa í fjölbreyttu samfélagi. Almennt er fólki orðið ljóst að það eru ekki aðeins innflytjendur sem þurfa að aðlagast nýjum heimahögum, eins og stefnur yfirvalda fyrr á tíðum gáfu til kynna, heldur tekur allt samfélagið breytingum. Þessi staðreynd er orðin almennt samþykkt þó enn kunni einhverjir að berjast gegn henni. Hluti af þessu er að stofnanir þurfa að aðlaga sig breyttu samfélagi með ýmsum hætti. Lögreglan er ekki undanskilin hér. Lögreglan er sýnilegasti hluti réttarvörslukerfisins. Hérlendis nýtur hún mikils traust og er sú stofnun sem nýtur hvað mesta trausts almennings, og á það sameiginlegt með lögreglu annarra Norðurlanda. Fyrir lögregluna er traust mikilvægasta tækið því það helst í hendur við öryggi í samfélaginu. Samfélagið verður nefnilega öruggara þegar fólk leitar til lögreglu óháð bakgrunni, hvoru tveggja til að tilkynna brot gegn sér eða segja frá sem vitni. Þegar fólk úr öllum kimum samfélagsins ber traust til lögreglunnar verður samfélagið okkar öruggara. En traust er áunnið og það er vandmeðfarið. Hlutleysi lögreglu er annar mikilvægur póll í störfum hennar. Eitt af því sem undirstrikar hlutleysið er búningur lögreglumanna og er sérstök fatareglugerð til staðar sem útlistar nákvæmlega hvernig búningurinn lítur út. Hugmyndin að baki því er að lögreglumaðurinn er ekki persóna þegar hann klæðist búningnum heldur er hann hluti réttarvörslukerfisins. Hann er ekki Jón og Gunna með sínar persónulegu skoðanir, hverjar sem þær kunna að vera, heldur er búningurinn tákn þess að lögreglan er hlutlaus og hver sem er, sama hvaða bakgrunn viðkomandi hefur, getur leitað til hennar í skjóli trausts og vænst þess að fá sömu þjónustu og aðrir. Þannig skapast traust og eru því traust og hlutleysi tengt sterkum böndum hvað varða störf lögreglu. Samtímis er samstaða mikilvæg meðal lögreglumanna. Hún er ekki síst mikilvæg til að gæta öryggis lögreglumannanna sjálfra, sem oft á tíðum finna sig í erfiðum og hættulegum aðstæðum. Lögreglumenn eru þeir sem stökkva til og vaða inn í aðstæður sem aðrir hlaupa frá. Þeir spyrja til dæmis ekki um aldur og fyrri störf þegar þeir hefja endurlífgun á manneskju. Til að lögreglumenn geti upplifað öryggistilfinningu í starfi þurfa þeir að treysta félögum sínum fullkomlega. Það er til margar leiðir til að auka samstöðu og er hin lokaða lögreglumenning sá vettvangur þar sem sú samstaðar fær vaxið. Eitt af því sem lögreglumenn hafa notað sem tákn til að sýna samstöðu er „Thin blue line“ merkið. Tákn sem í upphafi táknaði, og táknar enn fyrir marga, samstöðu lögreglumanna. Tákn eru hinsvegar vandmeðfarin því merking þeirra getur tekið breytingum. Tákn geta líka haft ólíka þýðingu fyrir ólíka hópa. Fjölmörg tákn sem í upphafi áttu ekki að þýða eitthvað hatursfullt þýða það í dag, allavega fyrir hluta samfélagsins. Á Íslandi er um 15% landsmanna fólk með erlendan bakgrunn, hlutfallið er mun stærra þegar tekið er inn í myndina fólk með annan erlendan bakgrunn, svo sem einstaklingar sem eiga annað foreldri sitt erlent. Þá hefur líka staða ýmissa minnihlutahópa styrkst verulega á undanförnum áratugum. Lögreglan endurspeglar þó alls ekki samfélag sitt. Fólk sem tilheyrir minnihlutahópum eru örfá innan lögreglunnar. Til mikillar einföldunar má segja að almennt búi lögreglumenn við ákveðna forréttindastöðu í samfélaginu, til dæmis eru þeir að langstærstum hluta með hvítan hörundslit. Fólk í forréttindastöðu ber oft illa kennsl á upplifun þeirra sem búa ekki við slíka stöðu. Það er að mörgu leyti afar eðlilegt. Það er hinsvegar sérstaklega brýnt, vegna eðli lögreglustarfsins, að lögreglumenn fái fræðslu um fjölbreytileika og lögð sé áherslu á að lögreglumenn skilji sjónarhorn minnihlutahópa og valdakerfi samfélagsins. Þess vegna er mikilvægt fyrir lögreglumenn að skoða alla tjáningu sína, hvort sem er í orði, mynd eða verki, og spyrja sig hvort hún sé meiðandi í garð einhverja þeirra hópa samfélagsins sem lögreglumenn þjónusta. Sé einhver vafi til staðar ber lögreglumönnum að horfa til þessa og tjá sig þá ekki með þeim hætti. Einfaldlega vegna þess að slík tjáning af lögreglumönnum getur leitt til ótta og vantrausts gagnvart lögreglu sem síðan getur rýrt öryggi almennings. Allt hangir þetta saman. Allir lögreglunemar fá fræðslu í dag um löggæslustörf í fjölbreyttu samfélagi og á árunum 2017-2018 fengu um 10% starfandi lögreglumanna á landsvísu slíka fræðslu, á vegum Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar. En betur má ef duga skal og er brýnt, meðal annars vegna þess að lögreglan endurspeglar illa samfélag sitt, að viðhalda reglulega fræðslu á þessu sviði. Það er ekki síður brýnt að stjórnendur innan lögreglunnar þekki vel til þessa sjónarmiða, og taki föstum tökum á tjáningu sem getur verið meiðandi í garð hluta samfélagsins. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um traust og öryggi í samfélaginu fyrir alla þegna þess og því mikilvæga hlutverki sem lögreglan gegnir í því tilliti. Innan þess rúmast enginn vafi um neikvæð viðhorf.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun