Helgi og RÚV sýknuð í meiðyrðamáli Atli Ísleifsson skrifar 22. október 2020 12:43 Helgi Seljan var umsjónarmaður umrædds Kastljósþáttar sem sýndur var í ágúst 2015. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Í þættinum ræddi konan um reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Kærði fjórum árum eftir sýningu þáttarins Maðurinn kærði Helga og RÚV á síðasta ári, fjórum árum eftir sýningu þáttarins, þar sem hann krafðist þess ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Fór hann jafnframt fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur og að RÚV myndi birta og fjalla um forsendur og niðurstöðu dómsins í fréttatíma RÚV og á heimasíðu sinni, bæði á íslensku og pólsku. Sagði í stefnu að í þættinum hafi Helgi dregið upp „afar [svarta og neikvæða mynd]“ af stefnanda sem byggði nánast eingöngu á einhliða frásögn konunnar. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Í stefnunni voru jafnframt tiltekin einhver ummæli lögmanns konunnar. Héraðsdómur ReykjavíkurVísir/Vilhelm Ummælin réttlætanleg Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að dómurinn telji að sú tjáning sem fólst í þeim ummælum sem tiltekin voru í kæru, falli innan 73. greinar stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og falli því ekki undir grein almennra hegningarlaga. „Dómurinn telur að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Þá verður ekki talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda [í skilningi stjórnarskrár], en óhjákvæmilegt var í ljósi umfjöllunarefnisins sem í eðli sínu var viðkvæmt. Verða ummælin ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru […] sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu.“ Fagleg blaðamennska og vandaður undirbúningur Ennfremur segir að ekki sé unnt að fallast á að Helgi Seljan hafi borið úr ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. „Er ekkert komið fram annað en að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú, í samræmi við faglega blaðamennsku að loknum vönduðum undirbúningi. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað fjölmiðlamanninn Helga Seljan og Ríkisútvarpið í meiðyrðamáli sem karlmaður höfðaði gegn þeim vegna ummæla fyrrverandi eiginkonu sinnar í Kastljósþætti í ágúst 2015. Í þættinum ræddi konan um reynslu sína sem brotaþoli í nálgunarbannsmálum og hvernig lögregla hafi tekið á hennar málum. Lýsti hún hvernig hún lifði í stöðum ótta eftir að hafa sætt ónæði og hótunum frá fyrrverandi maka og hvernig hann hafi brotið nálgunarbann. Kærði fjórum árum eftir sýningu þáttarins Maðurinn kærði Helga og RÚV á síðasta ári, fjórum árum eftir sýningu þáttarins, þar sem hann krafðist þess ómerkingar á tíu ummælum Helga í þættinum. Fór hann jafnframt fram á greiðslu fjögurra milljóna króna í miskabætur og að RÚV myndi birta og fjalla um forsendur og niðurstöðu dómsins í fréttatíma RÚV og á heimasíðu sinni, bæði á íslensku og pólsku. Sagði í stefnu að í þættinum hafi Helgi dregið upp „afar [svarta og neikvæða mynd]“ af stefnanda sem byggði nánast eingöngu á einhliða frásögn konunnar. Meðal ummæla Helga sem krafist var að yrðu dæmd dauð og ómerk voru: „að sögn hennar fór hann fljótlega að beita hana ofbeldi, bæði andlegu og líkamlegu, eitt sinn var [konan] svo bólgin og marin í andliti eftir ofbeldi mannsins, að hún var frá vinnu í heila viku og neyddist til að leita til læknis.“ Í stefnunni voru jafnframt tiltekin einhver ummæli lögmanns konunnar. Héraðsdómur ReykjavíkurVísir/Vilhelm Ummælin réttlætanleg Í dómnum, sem Vísir hefur undir höndum, segir að dómurinn telji að sú tjáning sem fólst í þeim ummælum sem tiltekin voru í kæru, falli innan 73. greinar stjórnarskrár um tjáningarfrelsi og ákvæða mannréttindasáttmála Evrópu og falli því ekki undir grein almennra hegningarlaga. „Dómurinn telur að ummælin hafi verið réttlætanleg vegna samfélagslegrar skírskotunar þeirra og framlags umfjöllunarefnisins til mikilvægrar þjóðfélagsumræðu. Þá verður ekki talið að gengið hafi verið nær einkalífi stefnanda [í skilningi stjórnarskrár], en óhjákvæmilegt var í ljósi umfjöllunarefnisins sem í eðli sínu var viðkvæmt. Verða ummælin ekki talin hafa falið í sér ólögmæta meingerð gegn persónu hans og æru […] sem veiti honum rétt til miskabóta úr hendi stefndu.“ Fagleg blaðamennska og vandaður undirbúningur Ennfremur segir að ekki sé unnt að fallast á að Helgi Seljan hafi borið úr ósannar og meiðandi staðhæfingar gegn betri vitund. „Er ekkert komið fram annað en að ummælin hafi verið sett fram í góðri trú, í samræmi við faglega blaðamennsku að loknum vönduðum undirbúningi. Ber því að sýkna stefndu af öllum kröfum stefnanda í málinu,“ segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur.
Dómsmál Ríkisútvarpið Fjölmiðlar Heimilisofbeldi Tjáningarfrelsi Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Sjá meira