Íslenski boltinn

Rúnar: Ofboðslega mikilvægt að reyna klára mótið

Anton Ingi Leifsson skrifar
Rúnar Kristinsson á æfingu KR liðsins í dag.
Rúnar Kristinsson á æfingu KR liðsins í dag. STÖÐ 2

Rúnar Kristinsson, þjálfari, KR segir það mikilvægt fyrir allan íslenskan fótbolta að deildirnar geti klárast á sem eðlilegastan hátt.

Samkvæmt nýrri leikjaniðurröðun KSÍ mun Pepsi Max deild karla ljúka 30. nóvember og Rúnar sagði í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins að hann hafi verið ánægður með ákvörðunina.

„Það er gaman að geta sent boltann á milli og æft eins og menn. Það er tveggja metra reglan áfram og við munum virða hana eins og alltaf,“ sagði Rúnar eftir æfingu KR-liðsins í dag og sagði að Valsmenn fagni líklega nýjustu tíðindum.

„Ég hugsa að það hefði ekki verið gaman fyrir Val að vera krýndir meistarar og fá ekki að fagna og að vera með stjörnu fyrir aftan titilinn þar sem mótið kláraðist ekki.“

Hann segir þó að FH-ingar eigi enn möguleika á að vinna Pepsi Max deildina og það sé ekki bara í Pepsi Max deildunum sem er mikilvægt að klára leikina sem eftir eru.

„FH á enn séns á að vinna mótið. Það er hörkubarátta í fyrstu deildinni að fara upp og það er barátta í 3. deildinni þar sem enn sjö lið geta fallið. Það er ofboðslega mikilvægt að reyna að klára mótið svo það sé á engan hallað í þessu.“

„Við verðum að vona það besta og að þetta gangi allt saman upp; að þjóðin verði dugleg að spritta sig, passa upp á sig og fari eftir settum reglum,“ sagði Rúnar.

Klippa: Rúnar Kristinsson - Sportpakkinn

Tengdar fréttir

KSÍ ætlar að klára Íslandsmótið

Svo lengi sem takmarkanir á æfingum og keppni verði afnumdar eigi síðar en 3. nóvember ætlar KSÍ að klára Íslandsmótið í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×