Samherji bætir aftur við sig í Eimskip og gerir yfirtökutilboð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. október 2020 12:11 Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja. Vísir/Egill Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja undirritar. Þar er greint frá því að Samherji Holding hafi bætt við sig 2,93 prósent hlut í Eimskipi og þar með farið úr 27,35 prósenta hlut í 30,28 prósenta hlut. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er Samherja Holding skylt að gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en slík skylda myndast þegar aðili eignast að minnsta kosti 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Óskuðu síðast eftir undanþágu Þetta er því í annað sinn á árinu sem Samherji Holding fer yfir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu en í mars var tilkynnt um að félagið hygðist gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins tilboð, á sama grundvelli og nú. Samherji óskaði hins vegar skömmu síðar eftir undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélagið, vegna aðstæðna á fjármálamarkaði í ljósi COVD-19, bæði hér á landi og erlendis. Fjármálaeftirlitið féllst á undanþáguna. Áður en undanþágan var veitt hafði Samherji Holding þó losað sig við tilboðsskylduna með því að fara undir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu. Félagið seldi þá 2,93 prósent hlut í Eimskipafélaginu og fór þá niður í 29,99 prósenta hlut. Vilja Eimskip áfram á hlutabréfamarkaði Í annarri tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Þorsteini Má að tilgangur kaupanna nú sé að ljúka tilboðsskyldunni sem undanþága fékkst fyrir í mars. Kaupin endurspegli þá trú sem stjórnendur Samherja Holding hafi á rekstri Eimskips. „Eimskip er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða sem saman fara með rúmlega helming hlutafjár. Samherji Holding telur Eimskip vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og stjórnendur Samherja Holding binda vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa Eimskips.“ Markaðir Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Samherji Holding ehf., annar helmingur Samherjasamstæðunnar, hefur á ný eignast meira en 30 prósenta hlut í Eimskipafélagi Íslands og mun félagið gera yfirtökutilboð til allra hluthafa Eimskipafélagsins. Ekki er stefnt að afskráningu félagsins úr kauphöllinni. Þetta kemur fram í tilkynningu til kauphallar sem Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja undirritar. Þar er greint frá því að Samherji Holding hafi bætt við sig 2,93 prósent hlut í Eimskipi og þar með farið úr 27,35 prósenta hlut í 30,28 prósenta hlut. Samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti er Samherja Holding skylt að gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins yfirtökutilboð innan fjögurra vikna, en slík skylda myndast þegar aðili eignast að minnsta kosti 30 prósent atkvæðisréttar í félagi. Óskuðu síðast eftir undanþágu Þetta er því í annað sinn á árinu sem Samherji Holding fer yfir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu en í mars var tilkynnt um að félagið hygðist gera öðrum hluthöfum Eimskipafélagsins tilboð, á sama grundvelli og nú. Samherji óskaði hins vegar skömmu síðar eftir undanþágu frá tilboðsskyldu í Eimskipafélagið, vegna aðstæðna á fjármálamarkaði í ljósi COVD-19, bæði hér á landi og erlendis. Fjármálaeftirlitið féllst á undanþáguna. Áður en undanþágan var veitt hafði Samherji Holding þó losað sig við tilboðsskylduna með því að fara undir 30 prósenta hlut í Eimskipafélaginu. Félagið seldi þá 2,93 prósent hlut í Eimskipafélaginu og fór þá niður í 29,99 prósenta hlut. Vilja Eimskip áfram á hlutabréfamarkaði Í annarri tilkynningu til Kauphallar er haft eftir Þorsteini Má að tilgangur kaupanna nú sé að ljúka tilboðsskyldunni sem undanþága fékkst fyrir í mars. Kaupin endurspegli þá trú sem stjórnendur Samherja Holding hafi á rekstri Eimskips. „Eimskip er í meirihlutaeigu íslenskra lífeyrissjóða sem saman fara með rúmlega helming hlutafjár. Samherji Holding telur Eimskip vel til þess fallið að vera áfram skráð á almennan hlutabréfamarkað og stjórnendur Samherja Holding binda vonir við að eiga áfram gott samstarf við aðra hluthafa Eimskips.“
Markaðir Sjávarútvegur Skipaflutningar Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira