Óvissa um fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 15:31 KA/Þór náði góðum árangri á síðustu leiktíð og vann sér inn sæti í Evrópukeppni sem óvíst er að liðið nái að nýta. vísir/bára KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. KA/Þór komst í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í handbolta á síðustu leiktíð og það skilaði liðinu á endanum sæti í 3. umferð Evópubikarkeppni EHF. Í dag drógust Akureyringar svo gegn Jomi Salerno og á fyrri leikurinn að fara fram á Ítalíu 14. eða 15. nóvember, og sá seinni viku síðar á Akureyri. Siguróli M. Sigurðsson, íþróttafulltrúi KA, segir KA nú þegar hafa sóst eftir því að báðir leikirnir fari fram á Akureyri. Erfitt sé að sjá fyrir sér að einvígið farið á annað borð fram náist ekki samkomulag um að báðir leikirnir verði á sama stað, í ljósi þess hve flókið og erfitt sé að ferðast á þessum tímum. Mættu ekki fljúga til Akureyrar Ef Ítalarnir fallast á tilboðið um að spila báða leiki á Akureyri þyrfti leyfi stjórnvalda til að þeir færu í svokallaða vinnusóttkví, eins og erlend knattspyrnulið hafa gert við komuna til landsins. Þeir mættu þá að sögn Siguróla ekki fljúga til Akureyrar heldur þyrftu að leigja rútu og aka norður eftir komuna til Keflavíkur, og halda sig annars í sóttkví á hóteli nema á æfingum og í leikjunum. Að sama skapi yrði ferðalagið flókið fyrir Akureyringa ef ákveðið yrði að leikirnir færu báðir fram á Ítalíu. Þá er ljóst að leikmenn þyrftu að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Fundað verður um málið í kvöld og samráð haft við leikmenn um hvort þeir hafi yfirhöfuð áhuga á að fara til Ítalíu til að spila fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs á þessum óvissutímum. Áður hafa kvennalið Vals og karlalið Vals og Aftureldingar dregið sig úr Evrópukeppnum í haust vegna faraldursins. Handbolti KA Þór Akureyri Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira
KA/Þór gæti leikið sína fyrstu Evrópuleiki frá upphafi í nóvember þegar liðið á að mæta ítalska liðinu Jomi Salerno. Kórónuveirufaraldurinn flækir þó málið. KA/Þór komst í úrslitaleik Coca Cola bikars kvenna í handbolta á síðustu leiktíð og það skilaði liðinu á endanum sæti í 3. umferð Evópubikarkeppni EHF. Í dag drógust Akureyringar svo gegn Jomi Salerno og á fyrri leikurinn að fara fram á Ítalíu 14. eða 15. nóvember, og sá seinni viku síðar á Akureyri. Siguróli M. Sigurðsson, íþróttafulltrúi KA, segir KA nú þegar hafa sóst eftir því að báðir leikirnir fari fram á Akureyri. Erfitt sé að sjá fyrir sér að einvígið farið á annað borð fram náist ekki samkomulag um að báðir leikirnir verði á sama stað, í ljósi þess hve flókið og erfitt sé að ferðast á þessum tímum. Mættu ekki fljúga til Akureyrar Ef Ítalarnir fallast á tilboðið um að spila báða leiki á Akureyri þyrfti leyfi stjórnvalda til að þeir færu í svokallaða vinnusóttkví, eins og erlend knattspyrnulið hafa gert við komuna til landsins. Þeir mættu þá að sögn Siguróla ekki fljúga til Akureyrar heldur þyrftu að leigja rútu og aka norður eftir komuna til Keflavíkur, og halda sig annars í sóttkví á hóteli nema á æfingum og í leikjunum. Að sama skapi yrði ferðalagið flókið fyrir Akureyringa ef ákveðið yrði að leikirnir færu báðir fram á Ítalíu. Þá er ljóst að leikmenn þyrftu að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. Fundað verður um málið í kvöld og samráð haft við leikmenn um hvort þeir hafi yfirhöfuð áhuga á að fara til Ítalíu til að spila fyrstu Evrópuleiki KA/Þórs á þessum óvissutímum. Áður hafa kvennalið Vals og karlalið Vals og Aftureldingar dregið sig úr Evrópukeppnum í haust vegna faraldursins.
Handbolti KA Þór Akureyri Mest lesið Sjáðu lætin í lokin: „Þetta var algjörlega til skammar“ Enski boltinn „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Handbolti Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Körfubolti Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Handbolti Svona var stórleikurinn: Átti Liverpool að fá víti? Enski boltinn Hafa bara rifist á vellinum en ætla að búa saman Fótbolti Skilur stress þjóðarinnar betur Handbolti „Gabi vildi ekki gera honum neitt slæmt“ Enski boltinn Fékk gjöf frá Karólínu Leu um leið og hún kom úr erfiðri geislameðferð Fótbolti Rúnar Ingi: „Kæfðu okkar stemningu og völtuðu yfir okkur“ Sport Fleiri fréttir Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Sjá meira