Biðlistar enn og aftur - hvernig endar þetta? Elín H. Hinriksdóttir og Sólveig Ásgrímsdóttir skrifa 20. október 2020 11:00 Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn. Þessi börn eru á biðlista eftir sérhæfðri þverfaglegri greiningu og yfirleitt tengist vandi þeirra fleiru en einu sviði. Þarna eru börn með ADHD í miklum meirihluta. Landsbyggðin er langt í frá undanskilin en þar bíða fjölmörg börn eftir þjónustu á Heilbrigðisstofnunum annað hvort eftir greiningu eða sálfræðiþjónustu. Á heildina litið eru um það bil 1200 börn á biðlista eftir greiningum og meðferð á geð-og þroskaröskunum á hinum ýmsu stofnunum. Þessar tölur sýna að biðlistar eru sífellt að lengjast. Biðtími fer mismunandi illa með fólk en er sérstaklega alvarlegur þegar börn eiga í hlut. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bið eftir þjónustu getur valdið óafturkræfum skaða sem mjög erfitt er að bæta nema með sértækum aðgerðum. Að greina og meðhöndla börn á unga aldri sparar meira fjármagn þegar til lengri tíma er litið. Þessu eru allir sammála en þrátt fyrir það hafa biðlistar viðgengist árum og jafnvel áratugum saman. Börn eru ekki í sama tímaramma og fullorðnir. Þau eru í þroskaferli og móðir náttúra gengur út frá því að á hverju aldursstigi öðlist þau tiltekna færni. Þegar einu aldursstigi er lokið tekur það næsta við og samfara því ný þroskaverkefni. Sá sem ekki hefur náð að ljúka sínu þroskaverkefni mun eiga í erfiðleikum með það næsta og nær síður þeirri færni sem nauðsynleg er. Uppeldi barna með ADHD er kapphlaup við tímann. Að tapa í einum áfanga þýðir að keppandinn á minni möguleika á að ná þeim næsta og vaxandi líkur er á að hann komist aldrei í mark. Sú aðstoð sem BUGL, Þroska- og hegðunarstöð og fleiri greiningar- og meðferðaraðilar veita eru ætlaðar til að hjálpa keppandanum að ljúka hverjum áfanga á sem bestan hátt og gera honum kleift að ná settu marki að lokum. Að komast til fullorðinsára og geta nýtt hæfileika sína, hverjir svo sem þeir eru, veitir einstaklingnum innihaldsríkara líf og er til hagsbóta fyrir hann sjálfan sem og aðra. Greining er forsenda fyrir því að meðferð verði markvissari og hægt sé að sníða hana eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Markviss meðferð á réttum tíma, þýðir eftir atvikum að hægt er að létta á aðgerðum eftir því sem árangur næst. Dráttur á greiningu þýðir dráttur á meðferð, vandinn vindur upp á sig og getur á stuttum tíma orðið óviðráðanlegur nema með flókum og kostnaðarsömum aðgerðum. Börn á biðlistum vegna geð- og þroskaraskana hafa öll sýnt með óyggjandi hætti að þau þurfa aðstoð við að takst á við þau þroskaverkefni sem þau standa frammi fyrir. Tíminn sem móðir náttúra úthlutar þeim til að ljúka þessum verkefnum er takmarkaður en hver mánuður í lífi barns skiptir máli og ef ekkert er að gert eykst vandinn til muna. Það er því hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fjármagn og mannafli sé til staðar svo hægt verði að veita börnum viðeigandi þjónustu. Börn geta ekki beðið! Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna Sólveig Ásgrímsdóttir stjórnarmaður ADHD samtakanna Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Réttindi barna Mest lesið Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýlegri fyrirspurn á Alþingi um úrræði fyrir börn með geðheilbrigðisvanda skýrir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra frá að biðlisti á Þroska-og hegðunarstöð einni sér telji nú 584 börn. Þessi börn eru á biðlista eftir sérhæfðri þverfaglegri greiningu og yfirleitt tengist vandi þeirra fleiru en einu sviði. Þarna eru börn með ADHD í miklum meirihluta. Landsbyggðin er langt í frá undanskilin en þar bíða fjölmörg börn eftir þjónustu á Heilbrigðisstofnunum annað hvort eftir greiningu eða sálfræðiþjónustu. Á heildina litið eru um það bil 1200 börn á biðlista eftir greiningum og meðferð á geð-og þroskaröskunum á hinum ýmsu stofnunum. Þessar tölur sýna að biðlistar eru sífellt að lengjast. Biðtími fer mismunandi illa með fólk en er sérstaklega alvarlegur þegar börn eiga í hlut. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að bið eftir þjónustu getur valdið óafturkræfum skaða sem mjög erfitt er að bæta nema með sértækum aðgerðum. Að greina og meðhöndla börn á unga aldri sparar meira fjármagn þegar til lengri tíma er litið. Þessu eru allir sammála en þrátt fyrir það hafa biðlistar viðgengist árum og jafnvel áratugum saman. Börn eru ekki í sama tímaramma og fullorðnir. Þau eru í þroskaferli og móðir náttúra gengur út frá því að á hverju aldursstigi öðlist þau tiltekna færni. Þegar einu aldursstigi er lokið tekur það næsta við og samfara því ný þroskaverkefni. Sá sem ekki hefur náð að ljúka sínu þroskaverkefni mun eiga í erfiðleikum með það næsta og nær síður þeirri færni sem nauðsynleg er. Uppeldi barna með ADHD er kapphlaup við tímann. Að tapa í einum áfanga þýðir að keppandinn á minni möguleika á að ná þeim næsta og vaxandi líkur er á að hann komist aldrei í mark. Sú aðstoð sem BUGL, Þroska- og hegðunarstöð og fleiri greiningar- og meðferðaraðilar veita eru ætlaðar til að hjálpa keppandanum að ljúka hverjum áfanga á sem bestan hátt og gera honum kleift að ná settu marki að lokum. Að komast til fullorðinsára og geta nýtt hæfileika sína, hverjir svo sem þeir eru, veitir einstaklingnum innihaldsríkara líf og er til hagsbóta fyrir hann sjálfan sem og aðra. Greining er forsenda fyrir því að meðferð verði markvissari og hægt sé að sníða hana eftir þörfum barns og fjölskyldu þess. Markviss meðferð á réttum tíma, þýðir eftir atvikum að hægt er að létta á aðgerðum eftir því sem árangur næst. Dráttur á greiningu þýðir dráttur á meðferð, vandinn vindur upp á sig og getur á stuttum tíma orðið óviðráðanlegur nema með flókum og kostnaðarsömum aðgerðum. Börn á biðlistum vegna geð- og þroskaraskana hafa öll sýnt með óyggjandi hætti að þau þurfa aðstoð við að takst á við þau þroskaverkefni sem þau standa frammi fyrir. Tíminn sem móðir náttúra úthlutar þeim til að ljúka þessum verkefnum er takmarkaður en hver mánuður í lífi barns skiptir máli og ef ekkert er að gert eykst vandinn til muna. Það er því hlutverk stjórnvalda að sjá til þess að nægilegt fjármagn og mannafli sé til staðar svo hægt verði að veita börnum viðeigandi þjónustu. Börn geta ekki beðið! Elín H. Hinriksdóttir formaður ADHD samtakanna Sólveig Ásgrímsdóttir stjórnarmaður ADHD samtakanna
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun