Braggamál í Borgarbyggð Davíð Sigurðsson skrifar 20. október 2020 10:31 Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri-grænna í Borgarbyggð er farinn að minna um margt á borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík. Stjórnun og ábyrgð í stjórnsýslunni er aukaatriði nema þegar um að er ræða mál sem henta meirihlutanum. Það fer mikill tími í að móta stefnur, búa til ferla, halda fundi og gera úttektir á hinu og þessu. Þessar úttektir og innri skoðun ásamt ferlum og stefnum virðast hins vegar ekki pappírsins virði. Mál enda út og suður og svo norður og niður eins og dæmið sem farið er yfir hér á eftir sýnir. Ryki er kastað í augu íbúa með því að vitna í stefnur og ferla en staðreyndin er sú að það stendur ekki steinn yfir steini. Jón og séra Jón er orðatiltæki sem á vel við hjá þessum meirihluta. 27 milljóna lóðahönnunarbíó Eitt nærtækasta dæmið er hönnun leiksvæða við skólahúsnæði sveitarfélagsins. Þar má sjá framúrkeyrslur á framúrkeyrslur ofan. Hönnunarkostnaður við útisvæði grunnskólans í Borgarnesi er kominn í rúmlega 15,3 milljónir króna. Já, þið lásuð rétt; 15,3 milljónir króna. Þetta er bara kostnaður við hönnun útisvæðis. Inn í þessari tölu er hvorki efni, vinna eða tæki. Bara teikningar á blaði og ekki nóg með það heldur afhenti meirihlutinn þetta allt til hönnunaraðila án útboðs eða verðkönnunar þrátt fyrir að byggingarnefnd skólans hafi ákveðið og bókað að slíkt ferli yrði viðhaft. Sem er líka lögbrot þar sem samkvæmt innkaupareglum sveitarfélagsins á að bjóða öll þjónustukaup út sem fara yfir 10 milljónir króna. Til vara er hægt að gera formlegar verðkannanir með forvali. Þetta er ekki allt og bíóið heldur áfram. Á Kleppjárnsreykjum er verið að byggja 30 barna leikskóla sem þörf var á fyrir okkur íbúa uppsveitanna. En þar eins og í Borgarnesi þarf leiksvæði fyrir börnin og það þarf að sjálfsögðu að vera vandað. En er það virkilega þess virði að hanna leiksvæði þar sem kostnaðurinn við einungis hönnunina er kominn í 11,8 milljónir króna? Aftur eins og í Borgarnesi er ekki neitt efni, vinna eða tæki inn í þessari tölu. En eins og þetta sé ekki nóg þá átti nú heldur betur að vanda til verka uppi á Kleppjárnsreykjum og sleppa við framúrkeyrslu eins og áttu sér stað í kringum alla framkvæmd Grunnskólans í Borgarnesi og samið var við arkitekt um alla hönnunarvinnu leiksvæðisins. Samningurinn var undirritaður í nóvember 2018 og hljóðaði uppá 2 milljónir króna! Hvað gerðist? Þetta er bara hönnun, nú má ekki misskilja mig á þann veg að mér finnist ekki mikilvægt að hafa fallega hönnuð svæði við menntastofnanir sveitarfélagsins en fyrr má nú vera. Til að setja málið í samhengi við eitthvað sem að við öll þekkjum þá var kostnaður per. íbúa (1. jan. 2020) í Reykjavík vegna Braggamálsins 3.164 kr. en lóðahönnunarfíaskóið í Borgarbyggð er nú þegar búið að kosta hvern íbúa sveitarfélagsins (1. jan. 2020) 7.009 kr. og er þeirri hönnun ekki allri lokið enn. Braggamálið í Reykjavík var gott dæmi um stórkostlega óstjórn, en það er nú sennilega barnaleikur miðað við framúrkeyrsluna í þeim verkefnum sem meirihlutinn hefur farið af stað með í Borgarbyggð. Hönnun leiksvæðis á Kleppjárnsreykjum er komin 490% fram úr áætlun og í Borgarnesi 337% fram úr áætlun. En Bragginn frægi í Reykjavík fór einungis um 160% fram úr áætlun. Slönguspil í boði meirihlutans Erfiðir tímar eru framundan í rekstri Borgarbyggðar og er meirhlutinn eins og vant er á hröðu undanhaldi frá raunveruleikanum og staðreyndum um rekstur. Ekki á að skera niður í rekstri eða staldra við í framkvæmdagleðinni og draga andann djúpt og átta sig betur á hvaða afleiðingar þessi tekjumissir sem hefur orðið af völdum Covid-19 muni hafa á fjárfestingagetu sveitarfélagsins, heldur á að taka lán ofan á lán til þess að borga óráðsíuna. Hvernig á svo að borga af þeim lánum? Á kannski bara að setja okkur í þá stöðu að neyðast til þess að hækka álögur á íbúa enn frekar? Loksins þegar búið var að ná tökum á rekstri Borgarbyggðar sem hófst með vegferðinni „Brúin til framtíðar“ árið 2014 og búið var að greiða niður mikið af skuldum þá er eins og setja eigi fólk aftur á byrjunarreit. Þetta er eins og að vera að koma í mark í slönguspili en lenda á næstsíðasta reit á slöngunni og fljúga aftur niður á upphafsreit. Það er allavega morgunljóst að það er íbúum Borgarbyggðar fyrir bestu að núverandi meirihluti láti það bara vera að framkvæma meira. Meirihlutinn virðist bara ekki hafa yfirsýn yfir verkefnin sem hann fer í og kostnaðurinn fer ekki bara út og suður heldur líka norður og niður, eins og sést glögglega á þessum hönnunarkostnaði og það væri óskandi að þetta væri það versta en því fer fjarri, yfirferð á öðrum framkvæmdum sveitarfélagsins bíður betri tíma. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Borgarbyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarbyggð Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Samfylkingar og Vinstri-grænna í Borgarbyggð er farinn að minna um margt á borgarstjórnarmeirihlutann í Reykjavík. Stjórnun og ábyrgð í stjórnsýslunni er aukaatriði nema þegar um að er ræða mál sem henta meirihlutanum. Það fer mikill tími í að móta stefnur, búa til ferla, halda fundi og gera úttektir á hinu og þessu. Þessar úttektir og innri skoðun ásamt ferlum og stefnum virðast hins vegar ekki pappírsins virði. Mál enda út og suður og svo norður og niður eins og dæmið sem farið er yfir hér á eftir sýnir. Ryki er kastað í augu íbúa með því að vitna í stefnur og ferla en staðreyndin er sú að það stendur ekki steinn yfir steini. Jón og séra Jón er orðatiltæki sem á vel við hjá þessum meirihluta. 27 milljóna lóðahönnunarbíó Eitt nærtækasta dæmið er hönnun leiksvæða við skólahúsnæði sveitarfélagsins. Þar má sjá framúrkeyrslur á framúrkeyrslur ofan. Hönnunarkostnaður við útisvæði grunnskólans í Borgarnesi er kominn í rúmlega 15,3 milljónir króna. Já, þið lásuð rétt; 15,3 milljónir króna. Þetta er bara kostnaður við hönnun útisvæðis. Inn í þessari tölu er hvorki efni, vinna eða tæki. Bara teikningar á blaði og ekki nóg með það heldur afhenti meirihlutinn þetta allt til hönnunaraðila án útboðs eða verðkönnunar þrátt fyrir að byggingarnefnd skólans hafi ákveðið og bókað að slíkt ferli yrði viðhaft. Sem er líka lögbrot þar sem samkvæmt innkaupareglum sveitarfélagsins á að bjóða öll þjónustukaup út sem fara yfir 10 milljónir króna. Til vara er hægt að gera formlegar verðkannanir með forvali. Þetta er ekki allt og bíóið heldur áfram. Á Kleppjárnsreykjum er verið að byggja 30 barna leikskóla sem þörf var á fyrir okkur íbúa uppsveitanna. En þar eins og í Borgarnesi þarf leiksvæði fyrir börnin og það þarf að sjálfsögðu að vera vandað. En er það virkilega þess virði að hanna leiksvæði þar sem kostnaðurinn við einungis hönnunina er kominn í 11,8 milljónir króna? Aftur eins og í Borgarnesi er ekki neitt efni, vinna eða tæki inn í þessari tölu. En eins og þetta sé ekki nóg þá átti nú heldur betur að vanda til verka uppi á Kleppjárnsreykjum og sleppa við framúrkeyrslu eins og áttu sér stað í kringum alla framkvæmd Grunnskólans í Borgarnesi og samið var við arkitekt um alla hönnunarvinnu leiksvæðisins. Samningurinn var undirritaður í nóvember 2018 og hljóðaði uppá 2 milljónir króna! Hvað gerðist? Þetta er bara hönnun, nú má ekki misskilja mig á þann veg að mér finnist ekki mikilvægt að hafa fallega hönnuð svæði við menntastofnanir sveitarfélagsins en fyrr má nú vera. Til að setja málið í samhengi við eitthvað sem að við öll þekkjum þá var kostnaður per. íbúa (1. jan. 2020) í Reykjavík vegna Braggamálsins 3.164 kr. en lóðahönnunarfíaskóið í Borgarbyggð er nú þegar búið að kosta hvern íbúa sveitarfélagsins (1. jan. 2020) 7.009 kr. og er þeirri hönnun ekki allri lokið enn. Braggamálið í Reykjavík var gott dæmi um stórkostlega óstjórn, en það er nú sennilega barnaleikur miðað við framúrkeyrsluna í þeim verkefnum sem meirihlutinn hefur farið af stað með í Borgarbyggð. Hönnun leiksvæðis á Kleppjárnsreykjum er komin 490% fram úr áætlun og í Borgarnesi 337% fram úr áætlun. En Bragginn frægi í Reykjavík fór einungis um 160% fram úr áætlun. Slönguspil í boði meirihlutans Erfiðir tímar eru framundan í rekstri Borgarbyggðar og er meirhlutinn eins og vant er á hröðu undanhaldi frá raunveruleikanum og staðreyndum um rekstur. Ekki á að skera niður í rekstri eða staldra við í framkvæmdagleðinni og draga andann djúpt og átta sig betur á hvaða afleiðingar þessi tekjumissir sem hefur orðið af völdum Covid-19 muni hafa á fjárfestingagetu sveitarfélagsins, heldur á að taka lán ofan á lán til þess að borga óráðsíuna. Hvernig á svo að borga af þeim lánum? Á kannski bara að setja okkur í þá stöðu að neyðast til þess að hækka álögur á íbúa enn frekar? Loksins þegar búið var að ná tökum á rekstri Borgarbyggðar sem hófst með vegferðinni „Brúin til framtíðar“ árið 2014 og búið var að greiða niður mikið af skuldum þá er eins og setja eigi fólk aftur á byrjunarreit. Þetta er eins og að vera að koma í mark í slönguspili en lenda á næstsíðasta reit á slöngunni og fljúga aftur niður á upphafsreit. Það er allavega morgunljóst að það er íbúum Borgarbyggðar fyrir bestu að núverandi meirihluti láti það bara vera að framkvæma meira. Meirihlutinn virðist bara ekki hafa yfirsýn yfir verkefnin sem hann fer í og kostnaðurinn fer ekki bara út og suður heldur líka norður og niður, eins og sést glögglega á þessum hönnunarkostnaði og það væri óskandi að þetta væri það versta en því fer fjarri, yfirferð á öðrum framkvæmdum sveitarfélagsins bíður betri tíma. Höfundur er sveitarstjórnarfulltrúi Framsóknarflokksins í Borgarbyggð.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar