Fótbolti

Ákvörðunin um Íslandsmótin tilkynnt á morgun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guðni Bergsson.
Guðni Bergsson. vísir/vilhelm

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, staðfesti í samtali við Fótbolti.net að ákvörðun um Íslandsmótin í knattspyrnu verði tekin á morgun.

Íþróttir með snertingu eru bannað næsta hálfa mánuðinn á höfuðborgarsvæðinu og því ljóst að Íslandsmótin í knattspyrnu gætu í fyrsta lagi hafist í upphafi nóvember.

Svo kemur landsleikjahlé í nóvember mánuði en KSÍ hefur sagt það að ekki verður leikið eftir 1. desember. Guðni segir að ákvörðun muni liggja fyrir á morgun.

„Það er verður framhaldsfundur í hádeginu á morgun og við klárum málið þá," sagði Guðni Bergsson, formaður KSÍ, við Fótbolta.net, eftir fund stjórnar KSÍ.

„Við fórum vel yfir málið. Það þarf að fara yfir margt og við þurfum aðeins lengri tíma en við klárum þetta á morgun," sagði Guðni og bætti við að fundurinn fari fram í hádeginu á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×