Biðja fólk að halda sig heima í vetrarfríinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 11:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Vetrarfrí eru fram undan í grunnskólum víða um land síðar í þessari viku og er venjan að margir leggi þá land undir fót. Í Reykjavík er vetrarfrí í grunnskólum frá fimmtudegi til og með mánudegi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Engin ástæða til að slaka á aðgerðum 42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það þó nokkuð lægri tala en sást til að mynda flesta daga í liðinni viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundinum í dag að taka þyrfti tölum helgarinnar með ákveðnum fyrirvara þar sem færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. Þá væri engin ástæða til að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar heldur væri mikilvægt að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi til að ná kúrvunni vel niður. Smit rata frekar inn í skólana Þórólfur sagði að síðustu daga hefðu smit einkum sést í fjölskyldum, innan fjölskyldna, vinahópum og á vinnustöðum. Þá hefðu smit sést í skólum en í þeim tilfellum væri um að ræða utanaðkomandi smit en ekki smit innan skólanna sjálfra. „Þetta segir okkur að nú ríður á að fjölskyldur, vinahópar og vinnustaðir passi sig sérstaklega á því að hópast ekki of mikið saman þannig að við förum ekki að fá bakslag í faraldurinn. Það er einnig ástæða til að hvetja alla til að forðast sem mest hópamyndanir, gæta sín á tveggja metra reglunni og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þetta væru þau atriði sem myndu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera það jafnframt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi aðgerðum sem gripið hefði verið til. Kjarninn í tillögum að fækka hópamyndunum „Varðandi reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun, þá koma þar fram nokkur misræmi í reglugerðinni og svo mínum tillögum og við erum að skoða það betur með ráðuneytinu. En ég vil minna alla á það að kjarninn í þessum tillögum er í fyrsta lagi að fækka sem mest hópamyndunum og gæta vel að fjarlægðarmörkum. Þess vegna vil ég hvetja alla til þess að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, vera ekki að reyna að koma sér undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni, því þannig munum við komast í gegnum þetta saman,“ sagði Þórólfur. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti í kvöld og þá tekur ný reglugerð gildi. Þar verður að óbreyttu meðal annars kveðið á um áframhaldandi tuttugu manna samkomubann um land allt og að tveggja metra reglan verði tekin upp alls staðar á landinu en hún hefur síðustu vikur bara verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar hefur eins metra reglan verið í gildi. Auglýsing heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð verður birt síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Vetrarfrí eru fram undan í grunnskólum víða um land síðar í þessari viku og er venjan að margir leggi þá land undir fót. Í Reykjavík er vetrarfrí í grunnskólum frá fimmtudegi til og með mánudegi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Engin ástæða til að slaka á aðgerðum 42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það þó nokkuð lægri tala en sást til að mynda flesta daga í liðinni viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundinum í dag að taka þyrfti tölum helgarinnar með ákveðnum fyrirvara þar sem færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. Þá væri engin ástæða til að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar heldur væri mikilvægt að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi til að ná kúrvunni vel niður. Smit rata frekar inn í skólana Þórólfur sagði að síðustu daga hefðu smit einkum sést í fjölskyldum, innan fjölskyldna, vinahópum og á vinnustöðum. Þá hefðu smit sést í skólum en í þeim tilfellum væri um að ræða utanaðkomandi smit en ekki smit innan skólanna sjálfra. „Þetta segir okkur að nú ríður á að fjölskyldur, vinahópar og vinnustaðir passi sig sérstaklega á því að hópast ekki of mikið saman þannig að við förum ekki að fá bakslag í faraldurinn. Það er einnig ástæða til að hvetja alla til að forðast sem mest hópamyndanir, gæta sín á tveggja metra reglunni og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þetta væru þau atriði sem myndu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera það jafnframt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi aðgerðum sem gripið hefði verið til. Kjarninn í tillögum að fækka hópamyndunum „Varðandi reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun, þá koma þar fram nokkur misræmi í reglugerðinni og svo mínum tillögum og við erum að skoða það betur með ráðuneytinu. En ég vil minna alla á það að kjarninn í þessum tillögum er í fyrsta lagi að fækka sem mest hópamyndunum og gæta vel að fjarlægðarmörkum. Þess vegna vil ég hvetja alla til þess að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, vera ekki að reyna að koma sér undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni, því þannig munum við komast í gegnum þetta saman,“ sagði Þórólfur. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti í kvöld og þá tekur ný reglugerð gildi. Þar verður að óbreyttu meðal annars kveðið á um áframhaldandi tuttugu manna samkomubann um land allt og að tveggja metra reglan verði tekin upp alls staðar á landinu en hún hefur síðustu vikur bara verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar hefur eins metra reglan verið í gildi. Auglýsing heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð verður birt síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira