Biðja fólk að halda sig heima í vetrarfríinu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. október 2020 11:44 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Vetrarfrí eru fram undan í grunnskólum víða um land síðar í þessari viku og er venjan að margir leggi þá land undir fót. Í Reykjavík er vetrarfrí í grunnskólum frá fimmtudegi til og með mánudegi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Engin ástæða til að slaka á aðgerðum 42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það þó nokkuð lægri tala en sást til að mynda flesta daga í liðinni viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundinum í dag að taka þyrfti tölum helgarinnar með ákveðnum fyrirvara þar sem færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. Þá væri engin ástæða til að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar heldur væri mikilvægt að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi til að ná kúrvunni vel niður. Smit rata frekar inn í skólana Þórólfur sagði að síðustu daga hefðu smit einkum sést í fjölskyldum, innan fjölskyldna, vinahópum og á vinnustöðum. Þá hefðu smit sést í skólum en í þeim tilfellum væri um að ræða utanaðkomandi smit en ekki smit innan skólanna sjálfra. „Þetta segir okkur að nú ríður á að fjölskyldur, vinahópar og vinnustaðir passi sig sérstaklega á því að hópast ekki of mikið saman þannig að við förum ekki að fá bakslag í faraldurinn. Það er einnig ástæða til að hvetja alla til að forðast sem mest hópamyndanir, gæta sín á tveggja metra reglunni og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þetta væru þau atriði sem myndu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera það jafnframt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi aðgerðum sem gripið hefði verið til. Kjarninn í tillögum að fækka hópamyndunum „Varðandi reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun, þá koma þar fram nokkur misræmi í reglugerðinni og svo mínum tillögum og við erum að skoða það betur með ráðuneytinu. En ég vil minna alla á það að kjarninn í þessum tillögum er í fyrsta lagi að fækka sem mest hópamyndunum og gæta vel að fjarlægðarmörkum. Þess vegna vil ég hvetja alla til þess að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, vera ekki að reyna að koma sér undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni, því þannig munum við komast í gegnum þetta saman,“ sagði Þórólfur. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti í kvöld og þá tekur ný reglugerð gildi. Þar verður að óbreyttu meðal annars kveðið á um áframhaldandi tuttugu manna samkomubann um land allt og að tveggja metra reglan verði tekin upp alls staðar á landinu en hún hefur síðustu vikur bara verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar hefur eins metra reglan verið í gildi. Auglýsing heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð verður birt síðar í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira
Vetrarfrí eru fram undan í grunnskólum víða um land síðar í þessari viku og er venjan að margir leggi þá land undir fót. Í Reykjavík er vetrarfrí í grunnskólum frá fimmtudegi til og með mánudegi. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og sóttvarnalæknir beina því til fólks að halda sig sem mest heima við, ferðast ekki að óþörfu og forðast hópamyndanir í heimahúsum vegna kórónuveirufaraldursins. Þetta kom fram í máli Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, við upphaf upplýsingafundar almannavarna og landlæknis í dag. Engin ástæða til að slaka á aðgerðum 42 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og er það þó nokkuð lægri tala en sást til að mynda flesta daga í liðinni viku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði á upplýsingafundinum í dag að taka þyrfti tölum helgarinnar með ákveðnum fyrirvara þar sem færri sýni væru tekin um helgar en á virkum dögum. Þá væri engin ástæða til að slaka á aðgerðum til að hefta útbreiðslu veirunnar heldur væri mikilvægt að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi til að ná kúrvunni vel niður. Smit rata frekar inn í skólana Þórólfur sagði að síðustu daga hefðu smit einkum sést í fjölskyldum, innan fjölskyldna, vinahópum og á vinnustöðum. Þá hefðu smit sést í skólum en í þeim tilfellum væri um að ræða utanaðkomandi smit en ekki smit innan skólanna sjálfra. „Þetta segir okkur að nú ríður á að fjölskyldur, vinahópar og vinnustaðir passi sig sérstaklega á því að hópast ekki of mikið saman þannig að við förum ekki að fá bakslag í faraldurinn. Það er einnig ástæða til að hvetja alla til að forðast sem mest hópamyndanir, gæta sín á tveggja metra reglunni og huga vel að einstaklingsbundnum sóttvörnum,“ sagði Þórólfur. Þetta væru þau atriði sem myndu koma okkur í gegnum þessa bylgju og gera það jafnframt kleift að slaka sem fyrst á þeim hamlandi aðgerðum sem gripið hefði verið til. Kjarninn í tillögum að fækka hópamyndunum „Varðandi reglugerð ráðuneytisins sem tekur gildi á morgun, þá koma þar fram nokkur misræmi í reglugerðinni og svo mínum tillögum og við erum að skoða það betur með ráðuneytinu. En ég vil minna alla á það að kjarninn í þessum tillögum er í fyrsta lagi að fækka sem mest hópamyndunum og gæta vel að fjarlægðarmörkum. Þess vegna vil ég hvetja alla til þess að halda áfram þeim takmörkunum sem hafa verið í gangi, vera ekki að reyna að koma sér undan þeim tilmælum sem hafa verið í gangi eða skilgreina sig frá reglugerðinni, því þannig munum við komast í gegnum þetta saman,“ sagði Þórólfur. Núgildandi reglugerð rennur út á miðnætti í kvöld og þá tekur ný reglugerð gildi. Þar verður að óbreyttu meðal annars kveðið á um áframhaldandi tuttugu manna samkomubann um land allt og að tveggja metra reglan verði tekin upp alls staðar á landinu en hún hefur síðustu vikur bara verið í gildi á höfuðborgarsvæðinu. Annars staðar hefur eins metra reglan verið í gildi. Auglýsing heilbrigðisráðherra um nýja reglugerð verður birt síðar í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Innlent Tugir dróna á sveimi og læti í loftinu yfir Kænugarði Erlent Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Innlent Norskt vélmenni sem á að auðvelda fólki heimilisstörfin Erlent „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Innlent Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu Innlent Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Innlent Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Innlent Rafmagnið sló út víða um land Innlent Handtóku einn til viðbótar Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði út frá inntaki í álverinu „Ef við búum til alvöruvalkost sem virkar þá mun fólk nota hann“ Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður „Ég vissi það þó að innkoman yrði að vera meiri en útgjöldin“ Borgarstjóri á borgarstjóralaunum Rafmagnið sló út víða um land Aðeins eitt þungt ökutæki má vera á Ölfusárbrú í einu Handtóku einn til viðbótar Bæjarstjórnin vilji hefja uppbyggingu en ríkisstjórnin doka við Skiptar skoðanir um endurreisn í Grindavík, Úkraína heimsótt og nýr borgarstjóri Taldi mann kominn til landsins til að vinna henni mein Tveir bílar og hestakerra skullu saman við Selfoss Fólk á góðum launum ráði ekki við erfið verkefni Sérsveitinni flogið til Bolungarvíkur Vilja leita að olíu ef stjórnvöldum er ekki alvara með orkuskiptum Taka þurfi fastar á börnum sem beita ofbeldi Þingmanni blöskrar svör Rósu Breyta stuðningi við Grindvíkinga Má bera eiganda Gríska hússins út Heilbrigðisráðherra kom sjúklingi til bjargar í flugi Grindvíkingum sem standa illa tryggður frekari stuðningur Gæti hætt en ekki viss: „Ég vinn bara mjög langa vinnudaga“ Ríkisstjórnin láti í sér heyra eftir mannskæðar árásir Brynjólfur Bjarnason er látinn Þau þurfi að finna hvar þau eigi heima í veröldinni Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur Sjá meira