Fékk aldrei sendinguna þrátt fyrir 78 tölvupósta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. október 2020 10:48 Maðurinn fékk gjöfina ekki afhenta. Getty/Pramote Polyamate Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar. Tollyfirvöld vildu ekki ákvarða tollverð sendingarinnar, þar sem sönnunargögn um verðmæti hennar lágu ekki fyrir. Maðurinn sagðist aðeins vilja fá gjöfina, sem að lokum var send aftur til Bretlands, afhenta, hann gæti tekist á við um tollyfirvöld um verðmæti sendingarinnar síðar. RÚV.is greindi frá í gær. Maðurinn kærði afgreiðslu tollyfirvalda á sendingunni en ef eitthvað er að marka úrskurð nefndarinnar virðist maðurinn hafa staðið í miklu stappi við tollyfirvöld um að fá sendinguna afhenta. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi sent tollyfirvöldum 78 pósta um málið þar sem hann kom fram sínum sjónarmiðum „að vísu vafið í aðfinnslur um störf tollyfirvalda,“ líkt og það er orðað í úrskurðinum. Engar upplýsingar um verðmæti Í máli þessu var deilt um ákvörðun aðflutningsgjalda af sendingu til kæranda sem kom til landsins með pósti. Kærandi hélt því fram að um tollfrjálsa gjöf væri að ræða og krafðist þess að fá sendinguna afhenta, en tollyfirvöld litu svo á að þar sem kærandi hefði ekki lagt fram gögn um verðmæti sendingarinnar yrði að fara fram verðmat á henni. Gjöfin var á endanum sent aftur til Bretlands. Pósturinn neyddist til þess að senda gjöfina aftur til Bretlands þar sem tollyfirvöld vildu ekki afgreiða hana.Vísir/Vilhelm Vildu tollyfirvöld meina að maðurinn hafi aldrei farið fram á formlegt verðmat á gjöfinni af hálfu tollgæslunnar, en maðurinn benti sjálfur á að hvergi í tollalögum kæmi fram að hann sjálfur þyrfti að óska eftir verðmati ef ekki væri til staðar reikningur. Albúinn til þess að takast á við yfirvöld síðar Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að álykta megi af tölvupóstum mannsins að hann teldi rétt eða væri því að minnsta kosti ekki andsnúinn að verðmat yrði framkvæmt. Kom meðal annars fram að kærandi vildi fá sendinguna tollafgreidda, það er að ákvörðun yrði tekin um aðflutningsgjöld, og að hann væri þess albúinn að takast á við yfirvöldin um ákvarðanir þeirra að tollafgreiðslu lokinni. Mat nefndin því málið svo að rétt hefði verið að af hálfu tollyfirvalda af ákvarða tollverð sendingarinnar. Sem fyrr segir var sendingin endursend til Bretlands og segir í úrskurðinum að því geti nefndin ekki skikkað tollyfirvöld til þess að afhenda manninum umrædda sendingu. Því er þó beint til tollyfirvalda að gæta að sjónarmiðunum sem fram koma í úrskurðunum komi til þess að sendingin skili sér aftur til Íslands. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið. Tollgæslan Pósturinn Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Mikil vandræði manns við að fá gjöf sem hann fékk senda frá Bretlandi afhenta eru rakin í nýjum úrskurði Yfirskattanefndar. Tollyfirvöld vildu ekki ákvarða tollverð sendingarinnar, þar sem sönnunargögn um verðmæti hennar lágu ekki fyrir. Maðurinn sagðist aðeins vilja fá gjöfina, sem að lokum var send aftur til Bretlands, afhenta, hann gæti tekist á við um tollyfirvöld um verðmæti sendingarinnar síðar. RÚV.is greindi frá í gær. Maðurinn kærði afgreiðslu tollyfirvalda á sendingunni en ef eitthvað er að marka úrskurð nefndarinnar virðist maðurinn hafa staðið í miklu stappi við tollyfirvöld um að fá sendinguna afhenta. Þar kemur meðal annars fram að hann hafi sent tollyfirvöldum 78 pósta um málið þar sem hann kom fram sínum sjónarmiðum „að vísu vafið í aðfinnslur um störf tollyfirvalda,“ líkt og það er orðað í úrskurðinum. Engar upplýsingar um verðmæti Í máli þessu var deilt um ákvörðun aðflutningsgjalda af sendingu til kæranda sem kom til landsins með pósti. Kærandi hélt því fram að um tollfrjálsa gjöf væri að ræða og krafðist þess að fá sendinguna afhenta, en tollyfirvöld litu svo á að þar sem kærandi hefði ekki lagt fram gögn um verðmæti sendingarinnar yrði að fara fram verðmat á henni. Gjöfin var á endanum sent aftur til Bretlands. Pósturinn neyddist til þess að senda gjöfina aftur til Bretlands þar sem tollyfirvöld vildu ekki afgreiða hana.Vísir/Vilhelm Vildu tollyfirvöld meina að maðurinn hafi aldrei farið fram á formlegt verðmat á gjöfinni af hálfu tollgæslunnar, en maðurinn benti sjálfur á að hvergi í tollalögum kæmi fram að hann sjálfur þyrfti að óska eftir verðmati ef ekki væri til staðar reikningur. Albúinn til þess að takast á við yfirvöld síðar Í úrskurði Yfirskattanefndar segir að álykta megi af tölvupóstum mannsins að hann teldi rétt eða væri því að minnsta kosti ekki andsnúinn að verðmat yrði framkvæmt. Kom meðal annars fram að kærandi vildi fá sendinguna tollafgreidda, það er að ákvörðun yrði tekin um aðflutningsgjöld, og að hann væri þess albúinn að takast á við yfirvöldin um ákvarðanir þeirra að tollafgreiðslu lokinni. Mat nefndin því málið svo að rétt hefði verið að af hálfu tollyfirvalda af ákvarða tollverð sendingarinnar. Sem fyrr segir var sendingin endursend til Bretlands og segir í úrskurðinum að því geti nefndin ekki skikkað tollyfirvöld til þess að afhenda manninum umrædda sendingu. Því er þó beint til tollyfirvalda að gæta að sjónarmiðunum sem fram koma í úrskurðunum komi til þess að sendingin skili sér aftur til Íslands. Úrskurðinn má lesa í heild sinni hér. Veistu meira um málið? Vísir tekur við ábendingum á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Tollgæslan Pósturinn Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira