Fótboltastelpur fái meiri athygli því þær séu hvítar, litlar og sætar Sindri Sverrisson skrifar 19. október 2020 08:00 Megan Rapinoe og Sue Bird í fagnaðarlátunume ftir að Bird og stöllur hennar í Seattle Storm urðu WNBA-meistarar. Getty/Julio Aguilar Sue Bird segir körfubolta kvenna ekki njóta sömu fjölmiðlaathygli og vinsælda í Bandaríkjunum eins og fótboltann vegna þess hvaða samfélagshópar spili íþróttirnar. Bird hefur fjórum sinnum orðið ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og fjórum sinnum heimsmeistari. Hún vann svo WNBA-meistaratitilinn í fjórða sinn á dögunum með Seattle Storm. Bird er kærasta Megan Rapinoe sem verið hefur í stóru hlutverki innan sem utan vallar sem leikmaður bandaríska fótboltalandsliðsins. Rapinoe tók í sama streng og Bird í grein sem hún skrifaði varðandi þann mismun sem verið hefur á milli íþróttagreinanna, hvað athygli og vinsældir í Bandaríkjunum snertir. „Jafnvel þó að við séum báðar íþróttakonur að keppa á hæsta stigi þá eru okkar heimar, fótbolta- og körfuboltaheimurinn, gjörólíkir,“ sagði Bird við CNN. Rapinoe: Land með langa sögu kynþáttaníðs og haturs í garð samkynhneigðra „Og til að tala hreint út þá er það vegna þess hvaða samfélagshópar eru að spila. Knattspyrnukonur eru vanalega sætar, litlar, hvítar stelpur á meðan að við WNBA-leikmenn erum af öllum stærðum og gerðum… mikið af svörtum, samkynhneigðum og hávöxnum konum. Í því felst kannski einhver ógnunarþáttur og fólk er fljótt að dæma og hætta við þetta,“ sagði Bird. Megan Rapinoe og fótboltalandsliðið nutu sviðsljóssins í fyrra og Rapinoe spyr hvers vegna körfuboltalandsliðið fái ekki sömu athygli.Getty/Ira L. Black Í pistli sínum talaði Rapinoe einnig að vanda tæpitungulaust. „Þetta land er með langa sögu kynþáttaníðs og fordóma í garð samkynhneigðra. Og ef að maður skoðar hverjar spila í WNBA þá eru þær flestar svartar og margar þeirra eru samkynhneigðar,“ segir Rapinoe. Rapinoe vonar að hlutirnir breytist og að Bird og aðrar körfuboltakonur njóti sams konar stuðnings og athygli og fótboltalandsliðið fékk í kringum HM í fyrra, þar sem Bandaríkin unnu heimsmeistaratitilinn eins og körfuboltalandsliðið er svo vant að gera: „Hvar er þessi sama orka fyrir bestu körfuboltakonur jarðarinnar? Hvar er þessi orka fyrir íþrótt sem í stað þess að vera full af sætum, hvítum og gagnkynhneigðum er með hávaxna, svarta og samkynhneigða??“ Fótbolti Körfubolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Sue Bird segir körfubolta kvenna ekki njóta sömu fjölmiðlaathygli og vinsælda í Bandaríkjunum eins og fótboltann vegna þess hvaða samfélagshópar spili íþróttirnar. Bird hefur fjórum sinnum orðið ólympíumeistari með bandaríska landsliðinu og fjórum sinnum heimsmeistari. Hún vann svo WNBA-meistaratitilinn í fjórða sinn á dögunum með Seattle Storm. Bird er kærasta Megan Rapinoe sem verið hefur í stóru hlutverki innan sem utan vallar sem leikmaður bandaríska fótboltalandsliðsins. Rapinoe tók í sama streng og Bird í grein sem hún skrifaði varðandi þann mismun sem verið hefur á milli íþróttagreinanna, hvað athygli og vinsældir í Bandaríkjunum snertir. „Jafnvel þó að við séum báðar íþróttakonur að keppa á hæsta stigi þá eru okkar heimar, fótbolta- og körfuboltaheimurinn, gjörólíkir,“ sagði Bird við CNN. Rapinoe: Land með langa sögu kynþáttaníðs og haturs í garð samkynhneigðra „Og til að tala hreint út þá er það vegna þess hvaða samfélagshópar eru að spila. Knattspyrnukonur eru vanalega sætar, litlar, hvítar stelpur á meðan að við WNBA-leikmenn erum af öllum stærðum og gerðum… mikið af svörtum, samkynhneigðum og hávöxnum konum. Í því felst kannski einhver ógnunarþáttur og fólk er fljótt að dæma og hætta við þetta,“ sagði Bird. Megan Rapinoe og fótboltalandsliðið nutu sviðsljóssins í fyrra og Rapinoe spyr hvers vegna körfuboltalandsliðið fái ekki sömu athygli.Getty/Ira L. Black Í pistli sínum talaði Rapinoe einnig að vanda tæpitungulaust. „Þetta land er með langa sögu kynþáttaníðs og fordóma í garð samkynhneigðra. Og ef að maður skoðar hverjar spila í WNBA þá eru þær flestar svartar og margar þeirra eru samkynhneigðar,“ segir Rapinoe. Rapinoe vonar að hlutirnir breytist og að Bird og aðrar körfuboltakonur njóti sams konar stuðnings og athygli og fótboltalandsliðið fékk í kringum HM í fyrra, þar sem Bandaríkin unnu heimsmeistaratitilinn eins og körfuboltalandsliðið er svo vant að gera: „Hvar er þessi sama orka fyrir bestu körfuboltakonur jarðarinnar? Hvar er þessi orka fyrir íþrótt sem í stað þess að vera full af sætum, hvítum og gagnkynhneigðum er með hávaxna, svarta og samkynhneigða??“
Fótbolti Körfubolti Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira