Kaninn lofar að gera svona aldrei aftur yfir Akureyri Kristján Már Unnarsson skrifar 17. október 2020 22:32 Bandarísk F-15 orustuþota á fleygiferð í lágflugi yfir Akureyrarflugvelli í vikunni með afturbrennarann á rétt áður en hún fór í lóðrétt klifur upp í loftið yfir Pollinum. Skjáskot/Njáll Trausti Friðbertsson. Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. Myndir af fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjórtán bandarískar F-15 orustuþotur eru núna staðsettar á Keflavíkurflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hófst formlega um síðustu helgi. 267 liðsmenn flughersins fylgja herþotunum en einnig sex stórar herflutningavélar. Hér má sjá myndband frá flugæfingum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli: Fyrirfram var búið að gefa út að herflugmennirnir myndu æfa aðflug að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og það er óhætt að segja að þeir hafi birst með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar bera með sér. Eldsúlan aftan úr þotunum sýnir að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða. Meðan ákafir flugáhugamenn fögnuðu því að verða vitni að þessum flugæfingum voru aðrir nærstaddir miður hrifnir: „Ærandi þungar hljóðbylgjurnar skullu á okkur," var ein lýsingin á hávaðanum þegar Eyjafjörður nötraði. Hér má sjá myndband af fluginu yfir Akureyrarflugvelli: „Varðandi atvikið á Akureyri í vikunni virðast fyrirmæli hafa misskilist. Athugasemdum var komið á framfæri við Bandaríkjamenn og farið yfir atvikið með þeim,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort eftirmál yrðu vegna flugsins yfir Akureyri. „Flugsveitin ætlar að gæta þess að flug sem þetta endurtaki sig ekki. Einnig verða leiðbeiningar fyrir flugmenn uppfærðar til að tryggja að fyrirmælin misskiljist ekki. Málinu er því lokið,“ sagði Ásgeir. Aðflugsæfingarnar halda áfram fram í næstu viku. Auk flugæfinga sinnir flugsveitin hefðbundinni loftrýmisgæslu á eftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins við landið. Gert er ráð fyrir að flugsveitin haldi til Bretlands undir lok mánaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: NATO Bandaríkin Fréttir af flugi Akureyri Keflavíkurflugvöllur Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Landhelgisgæslan hefur komið athugasemdum á framfæri við bandaríska flugherinn eftir að herþotur í aðflugsæfingum á Akureyrarflugvelli settu afturbrennarann á þannig að Eyjafjörður nötraði undan hávaðanum. Myndir af fluginu voru sýndar í fréttum Stöðvar 2. Fjórtán bandarískar F-15 orustuþotur eru núna staðsettar á Keflavíkurflugvelli vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hófst formlega um síðustu helgi. 267 liðsmenn flughersins fylgja herþotunum en einnig sex stórar herflutningavélar. Hér má sjá myndband frá flugæfingum sveitarinnar á Keflavíkurflugvelli: Fyrirfram var búið að gefa út að herflugmennirnir myndu æfa aðflug að varaflugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum og það er óhætt að segja að þeir hafi birst með látum yfir Eyjafirði í vikunni, eins og myndskeið alþingismannsins Njáls Trausta Friðbertssonar bera með sér. Eldsúlan aftan úr þotunum sýnir að flugmennirnir ræstu svokallaðan afturbrennara sem gefur þeim hámarksafl og færi á að klifra lóðrétt upp í loftið á miklum hraða. Meðan ákafir flugáhugamenn fögnuðu því að verða vitni að þessum flugæfingum voru aðrir nærstaddir miður hrifnir: „Ærandi þungar hljóðbylgjurnar skullu á okkur," var ein lýsingin á hávaðanum þegar Eyjafjörður nötraði. Hér má sjá myndband af fluginu yfir Akureyrarflugvelli: „Varðandi atvikið á Akureyri í vikunni virðast fyrirmæli hafa misskilist. Athugasemdum var komið á framfæri við Bandaríkjamenn og farið yfir atvikið með þeim,“ sagði Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í svari við fyrirspurn fréttastofu um hvort eftirmál yrðu vegna flugsins yfir Akureyri. „Flugsveitin ætlar að gæta þess að flug sem þetta endurtaki sig ekki. Einnig verða leiðbeiningar fyrir flugmenn uppfærðar til að tryggja að fyrirmælin misskiljist ekki. Málinu er því lokið,“ sagði Ásgeir. Aðflugsæfingarnar halda áfram fram í næstu viku. Auk flugæfinga sinnir flugsveitin hefðbundinni loftrýmisgæslu á eftirlitssvæði Atlantshafsbandalagsins við landið. Gert er ráð fyrir að flugsveitin haldi til Bretlands undir lok mánaðarins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
NATO Bandaríkin Fréttir af flugi Akureyri Keflavíkurflugvöllur Eyjafjarðarsveit Akureyrarflugvöllur Tengdar fréttir Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26 Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04 Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30 Mest lesið „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Fleiri fréttir Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Sjá meira
Þingmaður gerir athugasemd við orrustuþotuflug yfir Akureyri Bandarískar orrustuþotur ollu töluverðum skarkala þegar þær flugu yfir Akureyri í gær. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins gerði athugasemd við að þoturnar hefðu verið með afturbrennara í gangi við Landhelgisgæsluna og telur að misskilningur hafi átt sér stað um hvað væri leyfilegt. 15. október 2020 22:26
Fimm Globemaster og júmbó fylgja orustuþotum til Íslands Fimm C-17 Globemaster herflutningavélar auk Boeing 747 flugvélar flughersins fylgja bandarísku F-15 Eagle orustuþotunum vegna loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst hérlendis á morgun. Orustuþoturnar fjórtán eru allar komnar til Keflavíkurflugvallar. 9. október 2020 16:04
Um 250 bandarískir hermenn fara í skimun og tveggja vikna vinnusóttkví við komuna til Íslands Allt að 250 hermenn taka þátt í loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst á næstu dögum. Að þessu sinni er von á flugsveit bandaríska flughersins. 5. október 2020 18:30