Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. október 2020 18:31 Margrét og Þórir þegar allt lék í lyndi. Vísir Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. Við sögðum í gær frá Margréti tveggja barna móður með taugasjúkdóminn MS . Eftir að hún þurfti að leggjast inná spítala í janúar sagði Kópavogsbær upp heimaþjónustu við hana og ákveðið var án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún er nú níu mánuðum síðar ennþá heimilislaus og dvelur í bráðabirgðavistun á Droplaugastöðum sem lýkur eftir mánuð. Þórir Ingi Friðriksson fyrrverandi eiginmaður hennar segir baráttuna við kerfið skelfilega. „Þetta er skelfilegt að leggja á fólk þetta er rosa löng barátta og kerfið er ekki að hjálpa. Hún hélt t.d.í maí að hún hefði fengið inná nýtt hjúkrunarheimili hjá Hrafnistu en svo kom í ljós að Hrafnista vildi fá meira fyrir umönnunina því hún þarf meira en eitt stöðugildi með sér. Það var því farið fram á að fá meiri pening frá ríkinu. Heilbrigðisráðherra setti þetta í nefnd og það var ákveðið að fá Sjúkratryggingar í málið og það ferli er enn í gangi nú þremur mánuðum síðar,“ segir Þórir. Hann segir að erfiðleikarnir hafi farið með hjónabandið. „Þetta er búið að vera mjög erfitt ár fyrir okkur, það lék allt í lyndi í fyrra og þar til hún fór inná spítalann. Þetta er bara búið að klára okkar samband af því við höfum ekki fengið nógu mikla þjónustu. Þá frá Kópavogsbæ en við kölluðum eftir meiri þjónustu þaðan eftir því sem hún hefur veikst meira en fengum ekki og það hefur bitnað á mér að þjónusta hana. Kópavogsbær kom aðeins inní þetta en alls ekki nóg. Það er ekkert auðvelt að vera í fullri vinnu og vera í hjúkrunarstörfum líka.Það þolir enginn svona ástand í mörg ár. Ég gafst bara upp, ég hef ekki endalaust þol. Þetta er alveg búið að klára okkar hjónaband,“ segir Þórir. Í lögum kemur fram að þjónusta við fatlað fólk skuli miða að því að fólkið fái nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ og í tilkynningu í dag þaðan kemur fram að bærinn muni í samvinnu við ríkið reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. Við sögðum í gær frá Margréti tveggja barna móður með taugasjúkdóminn MS . Eftir að hún þurfti að leggjast inná spítala í janúar sagði Kópavogsbær upp heimaþjónustu við hana og ákveðið var án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. Hún er nú níu mánuðum síðar ennþá heimilislaus og dvelur í bráðabirgðavistun á Droplaugastöðum sem lýkur eftir mánuð. Þórir Ingi Friðriksson fyrrverandi eiginmaður hennar segir baráttuna við kerfið skelfilega. „Þetta er skelfilegt að leggja á fólk þetta er rosa löng barátta og kerfið er ekki að hjálpa. Hún hélt t.d.í maí að hún hefði fengið inná nýtt hjúkrunarheimili hjá Hrafnistu en svo kom í ljós að Hrafnista vildi fá meira fyrir umönnunina því hún þarf meira en eitt stöðugildi með sér. Það var því farið fram á að fá meiri pening frá ríkinu. Heilbrigðisráðherra setti þetta í nefnd og það var ákveðið að fá Sjúkratryggingar í málið og það ferli er enn í gangi nú þremur mánuðum síðar,“ segir Þórir. Hann segir að erfiðleikarnir hafi farið með hjónabandið. „Þetta er búið að vera mjög erfitt ár fyrir okkur, það lék allt í lyndi í fyrra og þar til hún fór inná spítalann. Þetta er bara búið að klára okkar samband af því við höfum ekki fengið nógu mikla þjónustu. Þá frá Kópavogsbæ en við kölluðum eftir meiri þjónustu þaðan eftir því sem hún hefur veikst meira en fengum ekki og það hefur bitnað á mér að þjónusta hana. Kópavogsbær kom aðeins inní þetta en alls ekki nóg. Það er ekkert auðvelt að vera í fullri vinnu og vera í hjúkrunarstörfum líka.Það þolir enginn svona ástand í mörg ár. Ég gafst bara upp, ég hef ekki endalaust þol. Þetta er alveg búið að klára okkar hjónaband,“ segir Þórir. Í lögum kemur fram að þjónusta við fatlað fólk skuli miða að því að fólkið fái nauðsynlegan stuðning til að geta notið fullra mannréttinda til jafns við aðra og skapa því skilyrði til sjálfstæðs lífs á eigin forsendum. Fréttastofa óskaði eftir viðbrögðum frá Kópavogsbæ og í tilkynningu í dag þaðan kemur fram að bærinn muni í samvinnu við ríkið reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kópavogur Tengdar fréttir Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Sjá meira
Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11
„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26
„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00