Handbolti

Ólafur Andrés og Teitur Örn marka­hæstir í enn einum sigri Kristian­stad

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ólafur Andrés (sjá mynd) og Teitur Örn eru á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar.
Ólafur Andrés (sjá mynd) og Teitur Örn eru á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar. Christoffer Borg Mattisson/BILDBYRÅN

Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson áttu báðir stórleik í liði Kristianstad sem vann stórsigur á Lugi með 14 marka mun á heimavelli í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld, lokatölur 38-24.

Þá lék Daníel Freyr Andrésson í stóru tapi Eskilstuna Guif er liðið tapaði gegn Malmö á heimavelli. Lokatölur 30-21 Malmö í vil.

Frábært gengi Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta hélt áfram í kvöld er liðið fékk Lugi í heimsókn. Skemmst er frá því að segja að Kristianstad vann öruggan sigur eftir að hafa verið átta mörkum yfir í hálfleik, staðan þá 18-10. Heimamenn bættu við í síðari hálfleik og unnu á endanum 14 marka sigur. Lokatölur 38-24 eins og áður sagði.

Ólafur Andrés Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson áttu enn einn stórleikinn í liði heimamanna sem tróna á toppi deildarinnar með fullt hús stiga eftir sjö umferðir. Voru þeir báðir markahæstir með sjö mörk hvor.

Kristianstad er nú þremur stigum á undan Ystad og á einnig leik til góða. Var þetta aðeins annað tap Lugi á tímabilinu en gestirnir eru í 4. sæti deildarinnar.

Markvörðurinn Daníel Freyr Andrésson átti líkt og allir samherjar sínir í Eskilstuna Guif ekki góðan dag er liðið fékk Malmö í heimsókn. Fór það svo að Malmö vann einkar þægilegan níu marka sigur, lokatölur 21-30.

Daníel Freyr og félagar í GUIF sitja sem stendur í 9. sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×