KSÍ bíður nákvæmari upplýsinga en stutt í stóru ákvörðunina Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2020 15:01 Guðni Bergsson og hans fólk í höfuðstöðvum KSÍ hefur haft í nógu að snúast síðustu daga og vikur. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað verði í dag og um helgina um framtíð Íslandsmótsins í fótbolta. Lið á höfuðborgarsvæðinu mega ekki æfa það sem eftir er október. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, staðfesti við Vísi í dag að íþróttir með snertingu yrðu áfram bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, þegar nýjar reglur taki gildi. Ráðgert er að þær taki gildi næsta þriðjudag og gildi í tvær eða þrjár vikur. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við fréttirnar síðustu daga. Þetta er eitthvað sem að við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að takast á við. Að vísu kemur reglugerðin ekki út formlega fyrr en á morgun og við viljum bíða með ákvarðanir þar til að hún birtist í heild sinni,“ segir Guðni og bendir á að það geti til að mynda skipt máli hvort reglurnar gildi til tveggja eða þriggja vikna. Enn á eftir að ljúka örfáum umferðum í flestum deildum Íslandsmótsins, sem og Mjólkurbikarnum. Í reglugerð KSÍ frá því í júlí segir að ekki verði spilað fram yfir 1. desember. Guðni vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlegt væri að hnikað yrði frá fyrri ákvörðun um 1. desember. Formaðurinn vildi raunar ekkert sýna á spilin varðandi það hvort mótið yrði blásið af eða þess áfram freistað að ljúka síðustu leikjunum: „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um þetta núna. Við munum funda síðar í dag og um helgina, en tilkynnum um framvinduna eins fljótt og auðið er. Fyrsta skrefið er að fá þessar reglur formlega frá ráðuneytinu á morgun,“ segir Guðni, sem vonast til að ákvörðun liggi fyrir í síðasta lagi á mánudag: „Þetta er stór ákvörðun og við viljum vanda okkur. Við höfum verið mikið í samtölum við aðildarfélög okkar og Íslenskan toppfótbolta, en á endanum þarf að taka ákvörðun og við gerum það mjög fljótlega.“ KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað verði í dag og um helgina um framtíð Íslandsmótsins í fótbolta. Lið á höfuðborgarsvæðinu mega ekki æfa það sem eftir er október. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, staðfesti við Vísi í dag að íþróttir með snertingu yrðu áfram bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, þegar nýjar reglur taki gildi. Ráðgert er að þær taki gildi næsta þriðjudag og gildi í tvær eða þrjár vikur. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við fréttirnar síðustu daga. Þetta er eitthvað sem að við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að takast á við. Að vísu kemur reglugerðin ekki út formlega fyrr en á morgun og við viljum bíða með ákvarðanir þar til að hún birtist í heild sinni,“ segir Guðni og bendir á að það geti til að mynda skipt máli hvort reglurnar gildi til tveggja eða þriggja vikna. Enn á eftir að ljúka örfáum umferðum í flestum deildum Íslandsmótsins, sem og Mjólkurbikarnum. Í reglugerð KSÍ frá því í júlí segir að ekki verði spilað fram yfir 1. desember. Guðni vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlegt væri að hnikað yrði frá fyrri ákvörðun um 1. desember. Formaðurinn vildi raunar ekkert sýna á spilin varðandi það hvort mótið yrði blásið af eða þess áfram freistað að ljúka síðustu leikjunum: „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um þetta núna. Við munum funda síðar í dag og um helgina, en tilkynnum um framvinduna eins fljótt og auðið er. Fyrsta skrefið er að fá þessar reglur formlega frá ráðuneytinu á morgun,“ segir Guðni, sem vonast til að ákvörðun liggi fyrir í síðasta lagi á mánudag: „Þetta er stór ákvörðun og við viljum vanda okkur. Við höfum verið mikið í samtölum við aðildarfélög okkar og Íslenskan toppfótbolta, en á endanum þarf að taka ákvörðun og við gerum það mjög fljótlega.“
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Hitti Arnór á Anfield Hætti við að láta Endrick taka lokavítið eftir að hafa horft framan í hann Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Sjáðu ensku liðin fljúga inn í átta liða úrslitin Orri Steinn verður ekki yngsti fyrirliðinn en hann er nálægt því Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Carragher veiktist í beinni útsendingu Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Aston Villa og Arsenal fóru bæði örugglega áfram Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Hákon nálægt því að skora og leggja upp en úti er ævintýri Ronaldo dregur forsetaframboð sitt til baka Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Sjá meira
Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00