KSÍ bíður nákvæmari upplýsinga en stutt í stóru ákvörðunina Sindri Sverrisson skrifar 16. október 2020 15:01 Guðni Bergsson og hans fólk í höfuðstöðvum KSÍ hefur haft í nógu að snúast síðustu daga og vikur. vísir/vilhelm Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað verði í dag og um helgina um framtíð Íslandsmótsins í fótbolta. Lið á höfuðborgarsvæðinu mega ekki æfa það sem eftir er október. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, staðfesti við Vísi í dag að íþróttir með snertingu yrðu áfram bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, þegar nýjar reglur taki gildi. Ráðgert er að þær taki gildi næsta þriðjudag og gildi í tvær eða þrjár vikur. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við fréttirnar síðustu daga. Þetta er eitthvað sem að við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að takast á við. Að vísu kemur reglugerðin ekki út formlega fyrr en á morgun og við viljum bíða með ákvarðanir þar til að hún birtist í heild sinni,“ segir Guðni og bendir á að það geti til að mynda skipt máli hvort reglurnar gildi til tveggja eða þriggja vikna. Enn á eftir að ljúka örfáum umferðum í flestum deildum Íslandsmótsins, sem og Mjólkurbikarnum. Í reglugerð KSÍ frá því í júlí segir að ekki verði spilað fram yfir 1. desember. Guðni vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlegt væri að hnikað yrði frá fyrri ákvörðun um 1. desember. Formaðurinn vildi raunar ekkert sýna á spilin varðandi það hvort mótið yrði blásið af eða þess áfram freistað að ljúka síðustu leikjunum: „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um þetta núna. Við munum funda síðar í dag og um helgina, en tilkynnum um framvinduna eins fljótt og auðið er. Fyrsta skrefið er að fá þessar reglur formlega frá ráðuneytinu á morgun,“ segir Guðni, sem vonast til að ákvörðun liggi fyrir í síðasta lagi á mánudag: „Þetta er stór ákvörðun og við viljum vanda okkur. Við höfum verið mikið í samtölum við aðildarfélög okkar og Íslenskan toppfótbolta, en á endanum þarf að taka ákvörðun og við gerum það mjög fljótlega.“ KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður KSÍ, segir að fundað verði í dag og um helgina um framtíð Íslandsmótsins í fótbolta. Lið á höfuðborgarsvæðinu mega ekki æfa það sem eftir er október. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi heilbrigðisráðherra, staðfesti við Vísi í dag að íþróttir með snertingu yrðu áfram bannaðar á höfuðborgarsvæðinu, þegar nýjar reglur taki gildi. Ráðgert er að þær taki gildi næsta þriðjudag og gildi í tvær eða þrjár vikur. „Þetta kemur svo sem ekki á óvart miðað við fréttirnar síðustu daga. Þetta er eitthvað sem að við í knattspyrnuhreyfingunni þurfum að takast á við. Að vísu kemur reglugerðin ekki út formlega fyrr en á morgun og við viljum bíða með ákvarðanir þar til að hún birtist í heild sinni,“ segir Guðni og bendir á að það geti til að mynda skipt máli hvort reglurnar gildi til tveggja eða þriggja vikna. Enn á eftir að ljúka örfáum umferðum í flestum deildum Íslandsmótsins, sem og Mjólkurbikarnum. Í reglugerð KSÍ frá því í júlí segir að ekki verði spilað fram yfir 1. desember. Guðni vildi ekki tjá sig um hvort hugsanlegt væri að hnikað yrði frá fyrri ákvörðun um 1. desember. Formaðurinn vildi raunar ekkert sýna á spilin varðandi það hvort mótið yrði blásið af eða þess áfram freistað að ljúka síðustu leikjunum: „Það er ekki tímabært fyrir mig að tjá mig um þetta núna. Við munum funda síðar í dag og um helgina, en tilkynnum um framvinduna eins fljótt og auðið er. Fyrsta skrefið er að fá þessar reglur formlega frá ráðuneytinu á morgun,“ segir Guðni, sem vonast til að ákvörðun liggi fyrir í síðasta lagi á mánudag: „Þetta er stór ákvörðun og við viljum vanda okkur. Við höfum verið mikið í samtölum við aðildarfélög okkar og Íslenskan toppfótbolta, en á endanum þarf að taka ákvörðun og við gerum það mjög fljótlega.“
KSÍ Íslenski boltinn Pepsi Max-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08 Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22 Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00 Mest lesið Sagt að hann spili ekki aftur meðan Craig er með liðið Körfubolti Kylfusveinninn græðir meiri pening en meðalkylfingurinn á PGA Golf Sjúkar kýr sveigja leiðina á Tour de France Sport Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Íslenski boltinn Ekki gild afsökun að hafa drukkið teið hennar mömmu sinnar Sport Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Fótbolti Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski boltinn Sænskur landsliðsmaður vill verða Rússi Sport Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Enski boltinn Fleiri fréttir Orri Steinn með tvennu í Japan Sádarnir spenntir fyrir Antony Sjáðu stoðsendingar Öglu, hetjudáðir Fanndísar og Birgittu refsa grimmt Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Sjáðu glatað skot breytast í skallamark og Tryggva tryggja jafntefli Chicharito biðst afsökunar á karlrembunni Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi „Okkur fannst þetta ekkert öðruvísi en aðrir leikir” Andrea Rán semur við FH Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Uppgjör: Breiðablik-Þróttur 3-1 | Blikakonur unnu toppslaginn Uppgjör: Valur-FHL 2-1 | Fanndís hetja Valskvenna Uppgjörið: Vllaznia - Víkingur 2-1 | Seig á ógæfuhliðina í seinni hálfleik hjá Víkingi Uppgjör: Tindastóll-Þór/KA 2-0 | Tindastóll byrjar vel eftir EM-frí Neymar reifst við áhorfenda eftir leik Hilmir Rafn fullkomnaði markaveislu Viking Uppgjörið: Kauno Zalgiris - Valur 1-1 | Ævintýralegt glópalán Valsmanna AC Milan kaupir leikmann frá Brighton Barcelona hættir við æfingaleik í Japan Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé „Það verða færi og bæði lið þurfa að vera klók“ Hallgrímur átti auðvelt með að lesa gamlan læriföður „Stærsta hindrunin er einræði Infantino“ Drukknaði í sundlaug og andlátið úrskurðað sem slys Isak fer ekki í æfingaferðina Sjá meira
Níu félög skora á KSÍ að klára Íslandsmótið Níu félög hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau hvetja KSÍ til að klára Íslandsmótið í fótbolta. 16. október 2020 14:08
Allar íþróttir með snertingu bannaðar á höfuðborgarsvæðinu Tilmæli sóttvarnalæknis um íþróttaiðkun verða nú að reglum. 16. október 2020 13:22
Fleiri vilja að KSÍ blási Íslandsmótið af Meirihluti leikmanna sem afstöðu tóku vill að KSÍ geri ekki frekar tilraunir til að halda Íslandsmótinu 2020 í fótbolta áfram. 12. október 2020 16:00