Efling nefnir fyrirtæki á svörtum lista sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. október 2020 11:39 Sólveig Anna Jónsdóttir er formaður Eflingar. Hún átti í töluverðum útistöðum við Árna Val Sólonsson hótelstjóra þegar á verkfalli félagsmanna Eflingar stóð í fyrra. Árni Valur segir fyrirtæki sitt komið í gjaldþrot en að fólk fái launin sín á endanum. Vísir/Vilhelm 23 starfsmenn Bryggjunnar brugghúss eiga inni laun hjá fyrirtækinu sem farið er í þrot. Sömu sögu er að segja um ellefu starfsmenn City Park Hotels og þrettán starfsmenn Messans en fyrirtækin eru einnig farin í þrot. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Eflingar sem stéttarfélagið birtir á vef sínum. Eigandi City Park Hotels segir að fólkið fái launin sín þótt það taki tíma. Til þess greiði fyrirtæki í tryggingarsjóð launa. Rektrarfélag Bryggjunnar brugghús var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Um var að ræða veitingastað á Grandanum í vesturbæ Reykjavíkur sem sérhæfði sig í bjór. Engar eignir fundust í þrotabúinu en gjaldþrotaskiptum lauk í júlí. Sólveig Anna Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Árni Valur Sólonsson, sem rak City Park Hotel í Ármúla og Capital-Inn í Suðurhlíð, segir rekstrarfélagið hafa farið í þrot vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit ekki til hvers er verið að birta þetta,“ segir Árni Valur. Launakröfurnar hafi komið í kjölfar gjaldþrotsins en fólkið fái launin sín greidd. „Til þess er tryggingarsjóður launa. Fólk fær þetta greitt,“ segir Árni Valur. Það taki bara smá tíma. 42 milljóna króna kröfur á þrjú fyrirtæki Samkvæmt gögnum Eflingar nema launakröfur 23 starfsmenna Bryggjunar rúmlega 27 milljónum króna. Ellefu starfsmenn City Park og Capital inn eru með tæplega tíu milljóna króna kröfu samanlagt. Þá eru þrettán launakröfur á veitingastaðinn Messann upp á rúmlega fimm milljónir króna. Stundin hefur fjallað um erfiða stöðu starfsfólks Messans sem barðist fyrir launum sínum. Efling vekur athygli á því að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki,“ segir á vef Eflingar. Eru veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 og þrifafyrirtækið Topp þrif nefnd til sögunnar. „Dæmi um þetta er veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hefur verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu (Harrow house ehf. kt. 600511-0840 og Ítalskt ehf. kt. 520912-1260). Í dag er veitingastaðurinn í rekstri sömu aðila en á á nýrri kennitölu (Garda ehf. kt. 490720-1460). Annað dæmi er þrifafyrirtækið Topp þrif sem hefur verið skráð undir nöfnunum Tipp Topp þrif ehf. (kt. 430518-1270) og N 32 þrif ehf. (kt. 560519-0600).Í dag er það í rekstri undir heitinu Topp Þrif ehf. (kt. 491219-0840),“ segir á vef Eflingar. Segist ekkert tengjast fyrri rekstraraðilum Vísir hafði samband við Kristján Nóa Sæmundssson sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Primo í Þingholtsstræti 1 á þeirri kennitölu sem Efling nefnir á heimasíðu sinni. Kristján Nói segir nýja rekstur sinn ekkert tengjast fyrri aðilum sem hafi verið með veitingarekstur á staðnum, undir sama nafni. Aðspurður segir hann annað starfsfólk vera hjá sér en hafi verið hjá fyrri eigendum. „Við komum inn í þetta í júlí, eftir lokun í vor. Þá var þessu lokið. Við komum inn, höldum merki Primo en þetta eru allt aðrir aðilar og ekkert tengdir okkur.“ Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
23 starfsmenn Bryggjunnar brugghúss eiga inni laun hjá fyrirtækinu sem farið er í þrot. Sömu sögu er að segja um ellefu starfsmenn City Park Hotels og þrettán starfsmenn Messans en fyrirtækin eru einnig farin í þrot. Þetta kemur fram í nýrri ársfjórðungsskýrslu Eflingar sem stéttarfélagið birtir á vef sínum. Eigandi City Park Hotels segir að fólkið fái launin sín þótt það taki tíma. Til þess greiði fyrirtæki í tryggingarsjóð launa. Rektrarfélag Bryggjunnar brugghús var úrskurðað gjaldþrota í apríl. Um var að ræða veitingastað á Grandanum í vesturbæ Reykjavíkur sem sérhæfði sig í bjór. Engar eignir fundust í þrotabúinu en gjaldþrotaskiptum lauk í júlí. Sólveig Anna Jónsdóttir.Vísir/Vilhelm Árni Valur Sólonsson, sem rak City Park Hotel í Ármúla og Capital-Inn í Suðurhlíð, segir rekstrarfélagið hafa farið í þrot vegna kórónuveirufaraldursins. „Ég veit ekki til hvers er verið að birta þetta,“ segir Árni Valur. Launakröfurnar hafi komið í kjölfar gjaldþrotsins en fólkið fái launin sín greidd. „Til þess er tryggingarsjóður launa. Fólk fær þetta greitt,“ segir Árni Valur. Það taki bara smá tíma. 42 milljóna króna kröfur á þrjú fyrirtæki Samkvæmt gögnum Eflingar nema launakröfur 23 starfsmenna Bryggjunar rúmlega 27 milljónum króna. Ellefu starfsmenn City Park og Capital inn eru með tæplega tíu milljóna króna kröfu samanlagt. Þá eru þrettán launakröfur á veitingastaðinn Messann upp á rúmlega fimm milljónir króna. Stundin hefur fjallað um erfiða stöðu starfsfólks Messans sem barðist fyrir launum sínum. Efling vekur athygli á því að kjaramálasvið Eflingar hafi fengið vitneskju um nokkra rekstraraðila sem hafi farið í gjaldþrot með vangoldin laun en hafið sams konar starfsemi á nýrri kennitölu. „Algengt er að þessir rekstraraðilar ráði aftur til sín starfsmenn úr gjaldþrota fyrirtækjum sínum án þess að hafa gert upp við þá eldri launakröfur. Oft falla launakröfur á Ábyrgðarsjóð launa sem þýðir að langan tíma getur tekið fyrir starfsmenn að innheimta vangoldin laun fyrir störf sín í fyrra fyrirtæki,“ segir á vef Eflingar. Eru veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 og þrifafyrirtækið Topp þrif nefnd til sögunnar. „Dæmi um þetta er veitingastaðurinn Primo í Þingholtsstræti 1 sem hefur verið skráður hjá fyrirtækjaskrá undir tveimur heitum sem í dag eru gjaldþrota og með útistandandi launakröfur frá Eflingu (Harrow house ehf. kt. 600511-0840 og Ítalskt ehf. kt. 520912-1260). Í dag er veitingastaðurinn í rekstri sömu aðila en á á nýrri kennitölu (Garda ehf. kt. 490720-1460). Annað dæmi er þrifafyrirtækið Topp þrif sem hefur verið skráð undir nöfnunum Tipp Topp þrif ehf. (kt. 430518-1270) og N 32 þrif ehf. (kt. 560519-0600).Í dag er það í rekstri undir heitinu Topp Þrif ehf. (kt. 491219-0840),“ segir á vef Eflingar. Segist ekkert tengjast fyrri rekstraraðilum Vísir hafði samband við Kristján Nóa Sæmundssson sem opnaði á dögunum veitingastaðinn Primo í Þingholtsstræti 1 á þeirri kennitölu sem Efling nefnir á heimasíðu sinni. Kristján Nói segir nýja rekstur sinn ekkert tengjast fyrri aðilum sem hafi verið með veitingarekstur á staðnum, undir sama nafni. Aðspurður segir hann annað starfsfólk vera hjá sér en hafi verið hjá fyrri eigendum. „Við komum inn í þetta í júlí, eftir lokun í vor. Þá var þessu lokið. Við komum inn, höldum merki Primo en þetta eru allt aðrir aðilar og ekkert tengdir okkur.“
Vinnumarkaður Kjaramál Veitingastaðir Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira