Innlent

Oddný býður sig aftur fram

Sylvía Hall skrifar
Oddný Harðardóttir.
Oddný Harðardóttir. Vísir/Vilhelm

Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt kjördæmisráði í Suðurkjördæmi að hún muni bjóða sig aftur fram fyrir Samfylkinguna. Oddný greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni í kvöld.

Oddný hefur setið á þingi fyrir Samfylkinguna frá árinu 2009. Hún var fjármálaráðherra frá árinu 2011 til 2012, iðnaðarráðherra árið 2012 og fjármála- og efnahagsráðherra 2012. Þá hefur hún verið formaður þingflokks Samfylkingarinnar 2011 til 2012, 2012 til 2013, 2016 og síðan 2017.

Þá var hún kjörin formaður flokksins árið 2016 hætti nokkrum mánuðum síðar og tók Logi Einarsson, núverandi formaður, þá við formennsku. 

„Jennifer vinkona mín brást vel við þegar ég sagði henni að ég hefði tilkynnt kjördæmisráðinu í Suðurkjördæmi að ég ætlaði að bjóða mig fram að nýju fyrir Samfylkinguna. Takk Jennifer. Kveðja OH,“ skrifar Oddný á Twitter og lætur mynd af leikkonunni Jennifer Aniston í bol merktum Samfylkingunni fylgja með.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×