Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2020 21:04 Nýi vegurinn milli Dýrafjarðarbrúar og Dýrafjarðarganga. Búið er að mála veglínur á akbrautina og vegrið er komið upp í vegkantinum. Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020 sem opnunardag og fyrr í haust var talað um miðjan október. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? „Það hefur verið stefnt á að opna göngin með borðaklippingu sunnudaginn 25. október. Þetta er hins vegar í óvissu vegna covid,“ svarar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, og vonast til að þetta skýrist betur á næstu dögum. Jarðgangamunninn Dýrafjarðarmegin. Verið er að setja jarðvegsfyllingar að vegskálum beggja vegna.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Pétur tekur fram að ef klippt verði á borðann 25. október, eða dagana þar í kring, gætu væntanlega að hámarki tuttugu manns verið viðstaddir, í samræmi við gildandi fjöldatakamarkanir vegna veirunnar. Þá er einnig í myndinni að beðið verði með opnunarathöfn fram á vorið þótt göngin verði opnuð fyrir umferð nú í haust, að sögn Péturs. Enda sé ekki mælt með því að menn séu að ferðast mikið úr borginni út á land þessa dagana. Dýrafjarðargöng að innan eru að mestu tilbúin. Lýsingin er komin og búið að mála veglínur.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í nýjasta stöðuyfirliti á fésbókarsíðu Dýrafjarðarganga, um framvindu verksins síðustu tvær vikur, kemur fram að vegmálun í göngum og utan ganga sé lokið. Þá hafi verið klárað að leggja seinna lag klæðingar á veginn í Dýrafirði. Inni í göngunum hafi verið unnið við uppsetningu á búnaði og tengingum, sem og við stjórnkerfi ganganna. Stoðir fyrir vegrið reknar niður við gatnamótin hjá Dýrafjarðarbrú. Leiðin til vinstri liggur til Þingeyrar en leiðin til hægri til Ísafjarðar.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í Dýrafirði hafi meirihluti vegriða verið settur upp. Vegtenging sem liggi inn eftir Dýrafirði sé því sem næst tilbúin. Malarklæðing sé komin á veginn en eftir að klára tengingu að gamla veginum. Haldið hafi verið áfram með fyllingar yfir vegskála beggja vegna, segir í yfirlitinu, sem Baldvin Jónbjarnarson ritar fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga. Hér má sjá gleðina sem ríkti þegar slegið var í gegn í apríl í fyrra: Hér má sjá hvað menn losna við með jarðgöngunum: Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020 sem opnunardag og fyrr í haust var talað um miðjan október. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? „Það hefur verið stefnt á að opna göngin með borðaklippingu sunnudaginn 25. október. Þetta er hins vegar í óvissu vegna covid,“ svarar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, og vonast til að þetta skýrist betur á næstu dögum. Jarðgangamunninn Dýrafjarðarmegin. Verið er að setja jarðvegsfyllingar að vegskálum beggja vegna.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Pétur tekur fram að ef klippt verði á borðann 25. október, eða dagana þar í kring, gætu væntanlega að hámarki tuttugu manns verið viðstaddir, í samræmi við gildandi fjöldatakamarkanir vegna veirunnar. Þá er einnig í myndinni að beðið verði með opnunarathöfn fram á vorið þótt göngin verði opnuð fyrir umferð nú í haust, að sögn Péturs. Enda sé ekki mælt með því að menn séu að ferðast mikið úr borginni út á land þessa dagana. Dýrafjarðargöng að innan eru að mestu tilbúin. Lýsingin er komin og búið að mála veglínur.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í nýjasta stöðuyfirliti á fésbókarsíðu Dýrafjarðarganga, um framvindu verksins síðustu tvær vikur, kemur fram að vegmálun í göngum og utan ganga sé lokið. Þá hafi verið klárað að leggja seinna lag klæðingar á veginn í Dýrafirði. Inni í göngunum hafi verið unnið við uppsetningu á búnaði og tengingum, sem og við stjórnkerfi ganganna. Stoðir fyrir vegrið reknar niður við gatnamótin hjá Dýrafjarðarbrú. Leiðin til vinstri liggur til Þingeyrar en leiðin til hægri til Ísafjarðar.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í Dýrafirði hafi meirihluti vegriða verið settur upp. Vegtenging sem liggi inn eftir Dýrafirði sé því sem næst tilbúin. Malarklæðing sé komin á veginn en eftir að klára tengingu að gamla veginum. Haldið hafi verið áfram með fyllingar yfir vegskála beggja vegna, segir í yfirlitinu, sem Baldvin Jónbjarnarson ritar fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga. Hér má sjá gleðina sem ríkti þegar slegið var í gegn í apríl í fyrra: Hér má sjá hvað menn losna við með jarðgöngunum:
Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Erlent Fleiri fréttir Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Sjá meira
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43