Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum Kristján Már Unnarsson skrifar 14. október 2020 21:04 Nýi vegurinn milli Dýrafjarðarbrúar og Dýrafjarðarganga. Búið er að mála veglínur á akbrautina og vegrið er komið upp í vegkantinum. Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020 sem opnunardag og fyrr í haust var talað um miðjan október. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? „Það hefur verið stefnt á að opna göngin með borðaklippingu sunnudaginn 25. október. Þetta er hins vegar í óvissu vegna covid,“ svarar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, og vonast til að þetta skýrist betur á næstu dögum. Jarðgangamunninn Dýrafjarðarmegin. Verið er að setja jarðvegsfyllingar að vegskálum beggja vegna.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Pétur tekur fram að ef klippt verði á borðann 25. október, eða dagana þar í kring, gætu væntanlega að hámarki tuttugu manns verið viðstaddir, í samræmi við gildandi fjöldatakamarkanir vegna veirunnar. Þá er einnig í myndinni að beðið verði með opnunarathöfn fram á vorið þótt göngin verði opnuð fyrir umferð nú í haust, að sögn Péturs. Enda sé ekki mælt með því að menn séu að ferðast mikið úr borginni út á land þessa dagana. Dýrafjarðargöng að innan eru að mestu tilbúin. Lýsingin er komin og búið að mála veglínur.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í nýjasta stöðuyfirliti á fésbókarsíðu Dýrafjarðarganga, um framvindu verksins síðustu tvær vikur, kemur fram að vegmálun í göngum og utan ganga sé lokið. Þá hafi verið klárað að leggja seinna lag klæðingar á veginn í Dýrafirði. Inni í göngunum hafi verið unnið við uppsetningu á búnaði og tengingum, sem og við stjórnkerfi ganganna. Stoðir fyrir vegrið reknar niður við gatnamótin hjá Dýrafjarðarbrú. Leiðin til vinstri liggur til Þingeyrar en leiðin til hægri til Ísafjarðar.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í Dýrafirði hafi meirihluti vegriða verið settur upp. Vegtenging sem liggi inn eftir Dýrafirði sé því sem næst tilbúin. Malarklæðing sé komin á veginn en eftir að klára tengingu að gamla veginum. Haldið hafi verið áfram með fyllingar yfir vegskála beggja vegna, segir í yfirlitinu, sem Baldvin Jónbjarnarson ritar fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga. Hér má sjá gleðina sem ríkti þegar slegið var í gegn í apríl í fyrra: Hér má sjá hvað menn losna við með jarðgöngunum: Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020 sem opnunardag og fyrr í haust var talað um miðjan október. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? „Það hefur verið stefnt á að opna göngin með borðaklippingu sunnudaginn 25. október. Þetta er hins vegar í óvissu vegna covid,“ svarar upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, G. Pétur Matthíasson, og vonast til að þetta skýrist betur á næstu dögum. Jarðgangamunninn Dýrafjarðarmegin. Verið er að setja jarðvegsfyllingar að vegskálum beggja vegna.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Pétur tekur fram að ef klippt verði á borðann 25. október, eða dagana þar í kring, gætu væntanlega að hámarki tuttugu manns verið viðstaddir, í samræmi við gildandi fjöldatakamarkanir vegna veirunnar. Þá er einnig í myndinni að beðið verði með opnunarathöfn fram á vorið þótt göngin verði opnuð fyrir umferð nú í haust, að sögn Péturs. Enda sé ekki mælt með því að menn séu að ferðast mikið úr borginni út á land þessa dagana. Dýrafjarðargöng að innan eru að mestu tilbúin. Lýsingin er komin og búið að mála veglínur.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í nýjasta stöðuyfirliti á fésbókarsíðu Dýrafjarðarganga, um framvindu verksins síðustu tvær vikur, kemur fram að vegmálun í göngum og utan ganga sé lokið. Þá hafi verið klárað að leggja seinna lag klæðingar á veginn í Dýrafirði. Inni í göngunum hafi verið unnið við uppsetningu á búnaði og tengingum, sem og við stjórnkerfi ganganna. Stoðir fyrir vegrið reknar niður við gatnamótin hjá Dýrafjarðarbrú. Leiðin til vinstri liggur til Þingeyrar en leiðin til hægri til Ísafjarðar.Mynd/Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga. Í Dýrafirði hafi meirihluti vegriða verið settur upp. Vegtenging sem liggi inn eftir Dýrafirði sé því sem næst tilbúin. Malarklæðing sé komin á veginn en eftir að klára tengingu að gamla veginum. Haldið hafi verið áfram með fyllingar yfir vegskála beggja vegna, segir í yfirlitinu, sem Baldvin Jónbjarnarson ritar fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga. Hér má sjá gleðina sem ríkti þegar slegið var í gegn í apríl í fyrra: Hér má sjá hvað menn losna við með jarðgöngunum:
Dýrafjarðargöng Samgöngur Umferðaröryggi Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Fleiri fréttir „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Sjá meira
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Illviðrin og veiran seinka opnun Dýrafjarðarganga Óvenju erfiður illviðravetur og kórónuveiran valda því að verktakar Dýrafjarðarganga sjá núna fram á að ekki takist að standa við dagsetninguna sem samgönguráðherra hafði nefnt sem opnunardag næsta haust. 16. apríl 2020 12:43