Verslun víða blómleg í draugalegum miðbæ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 14. október 2020 18:31 Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmenn í miðbænum segja skýringuna á þessum mun vera að margar ferðamannaverslanir hafi lokað. Guðrún Jóhannesdóttir einn af eigendum Kokku segir söluna hafa aukist mikið síðustu mánuði.Vísir/Egill „Þær verslanir sem hafa átt erfitt uppdráttar eru lundabúðirnar og það má kannski alveg leiða að því líkum að það hafi verið orðin ofmetun á þeim markaði áður en kófið hófst,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir enn af eigendum Kokku á Laugavegi. Kaupmenn finna breytingar á kauphegðun fólks. „Kúnninn er búinn að stúdera okkur á netinu til að athuga hvað skal kaupa, og kemur því inn í ákveðnum erindagjörðum og fer svo beint út,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum í Bankastræti. Guðrún eigandi Kokku er á sama máli. Hún segir að sala bæði í verslun og á vefnum hafi aukist mikið. Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum segir netsöluna hafa aukist mikið.Vísir „Það hefur orðið tuga prósenta aukning á sölu í versluninni okkar það sem af er ári. Þá var sexföldun í mars á netsölu og tíföldun í apríl. Við höfum selt meira á netinu nú en allt árið í fyrra og söluhæstu mánuðirnir eru eftir,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið samdráttur í búðinni en salan á vefnum hefur margfaldast,“ segir Karl Jóhann í Aurum. Rammagerðin hefur verið afar vinsæl meðal ferðamanna og hefur verslunarfólk þar fundið vel fyrir samdrætti. „Við erum ekki einu sinni að skoða þær tölur lengur út af ástandinu. Við erum bara einblína á hvernig við getum siglt í gegnum þetta tímabil og hvað er hægt að gera til að halda starfseminni gangandi,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg. Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar segir áherslu lagða á að sigla gegnum kófið.Vísir/Egill En hvað skyldi seljast best? „Við erum öll heima og höfum það kósý og þá viljum við eiga ullarteppi og þau hafa selst vel,“ segir Fjalar í Rammagerðinni. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í giftingahringjum og greinilegt að fólk er ekki að láta ástandið stoppa sig, segir Jóhann í Aurum. . Hér hefur verið ótrúlegur vöxtur í öllu sem tengist súrdeigsbakstri,“ segir Guðrún í Kokku. Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira
Samkvæmt könnun Rannsóknarseturs verslunarinnar voru 57 laus rými í miðbænum í júní og 43 á sama tíma fyrir ári. Samkvæmt upplýsingum frá Kringlunni og Smáralind eru afar fá laus rými þar og verslun hefur gengið vel síðustu mánuði. Kaupmenn í miðbænum segja skýringuna á þessum mun vera að margar ferðamannaverslanir hafi lokað. Guðrún Jóhannesdóttir einn af eigendum Kokku segir söluna hafa aukist mikið síðustu mánuði.Vísir/Egill „Þær verslanir sem hafa átt erfitt uppdráttar eru lundabúðirnar og það má kannski alveg leiða að því líkum að það hafi verið orðin ofmetun á þeim markaði áður en kófið hófst,“ segir Guðrún Jóhannesdóttir enn af eigendum Kokku á Laugavegi. Kaupmenn finna breytingar á kauphegðun fólks. „Kúnninn er búinn að stúdera okkur á netinu til að athuga hvað skal kaupa, og kemur því inn í ákveðnum erindagjörðum og fer svo beint út,“ segir Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum í Bankastræti. Guðrún eigandi Kokku er á sama máli. Hún segir að sala bæði í verslun og á vefnum hafi aukist mikið. Karl Jóhann Jóhannsson einn af eigendum Aurum segir netsöluna hafa aukist mikið.Vísir „Það hefur orðið tuga prósenta aukning á sölu í versluninni okkar það sem af er ári. Þá var sexföldun í mars á netsölu og tíföldun í apríl. Við höfum selt meira á netinu nú en allt árið í fyrra og söluhæstu mánuðirnir eru eftir,“ segir Guðrún. „Það hefur orðið samdráttur í búðinni en salan á vefnum hefur margfaldast,“ segir Karl Jóhann í Aurum. Rammagerðin hefur verið afar vinsæl meðal ferðamanna og hefur verslunarfólk þar fundið vel fyrir samdrætti. „Við erum ekki einu sinni að skoða þær tölur lengur út af ástandinu. Við erum bara einblína á hvernig við getum siglt í gegnum þetta tímabil og hvað er hægt að gera til að halda starfseminni gangandi,“ segir Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar á Skólavörðustíg. Fjalar Ólafsson innkaupastjóri Rammagerðarinnar segir áherslu lagða á að sigla gegnum kófið.Vísir/Egill En hvað skyldi seljast best? „Við erum öll heima og höfum það kósý og þá viljum við eiga ullarteppi og þau hafa selst vel,“ segir Fjalar í Rammagerðinni. Það hefur verið mjög mikið að gera hjá okkur í giftingahringjum og greinilegt að fólk er ekki að láta ástandið stoppa sig, segir Jóhann í Aurum. . Hér hefur verið ótrúlegur vöxtur í öllu sem tengist súrdeigsbakstri,“ segir Guðrún í Kokku.
Verslun Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Mest lesið „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Viðskipti erlent Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Sjá meira