Nafn mannsins sem lést í húsbílabruna í Grafningi Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. október 2020 14:37 Einar Jónsson var fæddur árið 1982. Hann var ókvæntur og barnlaus. Lögreglan Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur með rannsókn sinni staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í Grafningi síðasta föstudag séu af Einari Jónssyni, fæddum 21. ágúst 1982. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Einar var með lögheimili að Akraseli 5 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Þá segir í tilkynningu lögreglu að krufning hafi farið fram í gær. Af bráðabirgðaniðurstöðum hennar megi ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts vegna brunans í bílnum. Endanlegrar niðurstöðu þeirra rannsókna sem fylgja krufningunni, sem og niðurstöðu rannsóknar tæknideildar um eldsupptök, er nú beðið. „Sú vinna er tímafrek og fyrir liggur að hún muni taka einhverjar vikur. Ekki er að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um rannsóknina að sinni,“ segir í tilkynningu. Fram hefur komið að þrír hundar Einars brunnu inni með honum þegar eldur kom upp í húsbílnum í landi Torfastaða í Grafningi á föstudag. Þá var einnig greint frá því í kjölfar brunans að enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hefði svarað áframsendu símtali vegna brunans frá Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Innhringjandi gafst upp eftir 57 sekúndur. Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem sagður var hafa valdið því að símtalið skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður á mánudag. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01 Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Kennslanefnd ríkislögreglustjóra hefur með rannsókn sinni staðfest að líkamsleifar manns sem lést í bruna í húsbíl í Grafningi síðasta föstudag séu af Einari Jónssyni, fæddum 21. ágúst 1982. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi. Einar var með lögheimili að Akraseli 5 í Reykjavík. Hann var ókvæntur og barnlaus. Þá segir í tilkynningu lögreglu að krufning hafi farið fram í gær. Af bráðabirgðaniðurstöðum hennar megi ráða að Einar hafi látist af völdum súrefnisskorts vegna brunans í bílnum. Endanlegrar niðurstöðu þeirra rannsókna sem fylgja krufningunni, sem og niðurstöðu rannsóknar tæknideildar um eldsupptök, er nú beðið. „Sú vinna er tímafrek og fyrir liggur að hún muni taka einhverjar vikur. Ekki er að vænta frekari upplýsinga frá lögreglu um rannsóknina að sinni,“ segir í tilkynningu. Fram hefur komið að þrír hundar Einars brunnu inni með honum þegar eldur kom upp í húsbílnum í landi Torfastaða í Grafningi á föstudag. Þá var einnig greint frá því í kjölfar brunans að enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra hefði svarað áframsendu símtali vegna brunans frá Neyðarlínunni á föstudagskvöld. Innhringjandi gafst upp eftir 57 sekúndur. Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem sagður var hafa valdið því að símtalið skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður á mánudag.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01 Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29 Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Fleiri fréttir Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Sjá meira
Lögregla og Neyðarlína í nánara samstarf Búið er að ganga úr skugga um að allar ábendingar sem berast Neyðarlínu og fjarskiptamiðstöð lögreglu fari réttar boðleiðir, að sögn aðstoðaryfirlögregluþjóns. Unnið er að breyttu verklagi og nánara samstarfi milli lögreglu og neyðarvarða. 13. október 2020 19:01
Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, hefur verið lagaður að sögn ríkislögreglustjóra. 12. október 2020 22:29
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34