Uppfært klukkan 13:23:
Maðurinn sem leitað var að vegna rannsóknar er kominn í leitirnar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á höfuðborgarsvæðinu. Lögregla þakkar veitta aðstoð. Upprunalegu fréttina má sjá hér fyrir neðan.
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum sem sést á meðfylgjandi mynd vegna máls sem hún hefur til rannsóknar. Maðurinn er vinsamlegast beðinn um að hafa samband við lögreglustöðina á Hverfisgötu í Reykjavík í síma 444 1000.
Þeir sem þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru einnig beðnir um að hringja í lögreglu. Upplýsingum má jafnframt koma á framfæri í tölvupósti á netfangið hermann.pall@lrh.is eða í einkaskilaboðum á Facebook-síðu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.