Síðasti leikurinn í þriggja leikja törn íslenska landsliðsins í knattspyrnu fer fram í dag þegar liðið í efsta sæti heimslistans mætir á Laugardalsvöll.
Klukkan 17.45 hefst upphitun fyrir leik Íslands og Belgíu í Þjóðadeildinni. Belgar töpuðu nokkuð óvænt fyrir Englandi um helgina á meðan Ísland beið lægri hlut gegn Danmörku. Það verður á brattann að sækja fyrir strákana okkar í kvöld en íslenska liðið er án fjölda lykilmanna.
Leikurinn sjálfur hefst svo klukkan 18.45 og að leik loknum verður leikurinn greindur í þaula.
Stöð 2 Sport 2
Við sýnum leik Englands og Danmerkur beint klukkan 18.45. Ef fólk hefur fengið nóg af íslenska liðinu er hægt að sjá hinn leikinn í riðli okkar Íslendinga. England hefur nú unnið tvo leiki og gert eitt jafntefli á meðan Danir hafa unnið einn, tapað einum og gert eitt jafntefli.
Að leik loknum, klukkan 20.45, hefst Markaþáttur Þjóðadeildarinnar Evrópu þar sem farið verður yfir öll mörk kvöldsins.