Sex af hverjum tíu telja mikilvægt að fá nýja stjórnarskrá Atli Ísleifsson skrifar 13. október 2020 12:18 Konur (67%) reyndust líklegri heldur en karlar (51%) til að segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Vísir/Hanna Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Stuðningur við endurnýjun stjórnarskrárinnar eykst um sex prósentustig milli ára. Í tilkynningu frá MMR segir að fjöldi þeirra sem segist á báðum áttum fækki – sérstaklega meðal ungs fólks sem tekur nú afgerandi afstöðu með endurnýjun stjórnarskrár. 69% prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára sögðu endurnýjun frekar eða mjög mikilvæga. „Konur (67%) reyndust líklegri heldur en karlar (51%) til að segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta er töluverð breyting frá síðustu könnun MMR, frá í október 2019, þegar þessi sömu hlutföll reyndust 56% fyrir konur og 49% fyrir karla. Sem fyrr þá reyndist hlutfall þeirra sem sögðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga hæst í aldurshópnum 67 ára og eldri (50%) en töluverð breyting varð hvað aldurshópinn 18-29 ára varðaði, þar sem hlutfall þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrárinnar mjög mikilvæga jókst úr 24% í 46%. Hlutfall þeirra sem kváðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst einnig í öðrum aldurshópum - úr 29% í 35% meðal 30-49 ára og úr 34% í 37% meðal 50-67 ára. Fjöldi þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst hvort tveggja á höfuðborgarsvæðinu (úr 34% í 43%) og á landsbyggðinni (úr 28% í 34%). Samanlagður fjöldi þeirra sem töldu frekar eða mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili mældist nú 62% á höfuðborgarsvæðinu og 52% á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni. Svarfjöldi könnunnarinnar var 2.043 einstaklingar og var hún framkvæmd dagana 10. til 23. september 2020. Stjórnarskrá Skoðanakannanir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira
Um sex af hverjum tíu segjast nú telja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Það er meira en tvöfaldur sá fjöldi sem telur það lítilvægt. Þetta er niðurstaða nýrrar könnunar MMR. Stuðningur við endurnýjun stjórnarskrárinnar eykst um sex prósentustig milli ára. Í tilkynningu frá MMR segir að fjöldi þeirra sem segist á báðum áttum fækki – sérstaklega meðal ungs fólks sem tekur nú afgerandi afstöðu með endurnýjun stjórnarskrár. 69% prósent svarenda á aldrinum 18 til 29 ára sögðu endurnýjun frekar eða mjög mikilvæga. „Konur (67%) reyndust líklegri heldur en karlar (51%) til að segja mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili. Þetta er töluverð breyting frá síðustu könnun MMR, frá í október 2019, þegar þessi sömu hlutföll reyndust 56% fyrir konur og 49% fyrir karla. Sem fyrr þá reyndist hlutfall þeirra sem sögðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga hæst í aldurshópnum 67 ára og eldri (50%) en töluverð breyting varð hvað aldurshópinn 18-29 ára varðaði, þar sem hlutfall þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrárinnar mjög mikilvæga jókst úr 24% í 46%. Hlutfall þeirra sem kváðu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst einnig í öðrum aldurshópum - úr 29% í 35% meðal 30-49 ára og úr 34% í 37% meðal 50-67 ára. Fjöldi þeirra sem töldu endurnýjun stjórnarskrár mjög mikilvæga jókst hvort tveggja á höfuðborgarsvæðinu (úr 34% í 43%) og á landsbyggðinni (úr 28% í 34%). Samanlagður fjöldi þeirra sem töldu frekar eða mjög mikilvægt að Íslendingar fái nýja stjórnarskrá á yfirstandandi kjörtímabili mældist nú 62% á höfuðborgarsvæðinu og 52% á landsbyggðinni,“ segir í tilkynningunni. Svarfjöldi könnunnarinnar var 2.043 einstaklingar og var hún framkvæmd dagana 10. til 23. september 2020.
Stjórnarskrá Skoðanakannanir Mest lesið Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Innlent Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Innlent Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Innlent „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Fleiri fréttir Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Sjá meira