„Er hvorki vond né köld þó ég vilji ekki eignast börn“ Stefán Árni Pálsson skrifar 13. október 2020 10:31 Ingunn segist hafa upplifað fordóma eftir að hún fór að tjá sig um það að hana langaði ekki í börn. „Ég er ekki köld eða vond kona þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir hin 33 ára Ingunn Oddsdóttir í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ingunn segir að það séu miklir fordómar í samfélaginu gagnvart konum sem ekki vilja eignast börn. Og þær verða iðulega fyrir aðkasti og lítilsvirðingu. Ingunn segist aldrei hafa viljað eignast börn og er gift manni sem er alveg samstíga henni þar. „Það er alltaf erfitt að vera í minnihluta. Mér leið alltaf eins og það vantaði eitthvað í hjartað á mér. Fólk talar um að það sé núna loksins orðið að heild þegar það eignast barn og ég hugsaði þá alltaf, það hlýtur að vera eitthvað að mér. Ég vissi aldrei nákvæmlega hvað það var og ég hef alltaf haft það fínt, það vantaði ekkert hjá mér.“ Hún segir að þegar hún og maðurinn hennar hafi byrjað þeirra samband hafi hún upplifað eins og þau væru fjölskylda, þau tvö. „Við ræddum það mjög oft og ég vildi ekki að hann myndi fatta eftir tíu ár að hann langaði þá í börn. Þetta er eitthvað sem skiptir mestu máli í sambandi að vera sammála um barneignir. Ef það er einhver sem langar í börn þá er það allan daginn eitthvað sem hann á að gera. En ef þig langar ekki í börn þá þarftu það ekki. Þetta er eitthvað sem fólk verður að vera samstíga um og fólk þarf að ræða þetta.“ Hún segir að maðurinn hennar hafi í upphafi einhvern veginn ekki áttað sig á því að þetta væri möguleiki. „Ég held að hann hafi bara verið feginn en mér fannst svolítið erfitt að trúa því að hann væri með mér í liði í þessu, því hann er svo góður maður og þar af leiðandi yrði hann svo góður pabbi. Við erum búin að tala um þetta mjög oft og sérstaklega áður en við giftum okkur.“ Ingunn og eiginmaðurinn á góðri stundu. Hvað ef eiginmaðurinn hennar skiptir um skoðun og langar einn daginn að eignast börn? „Þetta er rosalega erfið spurning. Það er ekki eitthvað sem ég gæti gert fyrir hann. Ég fæ bara kvíða við tilhugsunina að eiga börn, verða mamma og vera ólétt. Þetta er ekki eins og að ákveða í hvaða kjól ég vil vera, þetta er ákvörðun um hvað ég vilji gera við lífið mitt.“ Hún segir að fjölmargar konur hafi haft samband við sig eftir að hún hafi byrjað að ræða málið opinberlega. „Ég fæ að heyra hluti eins og að fólk hefði kannski ekki ákveðið að eignast börn ef það hefði vitað að það væri í boði að sleppa því. Eftir því sem ég tala meira um þetta kemur í ljós að margir vina minna eru þarna líka og það er frábært.“ Ingunn segir að fólk treysti sér lítið til að tala um þessa hluti. „Mér finnst stundum, þegar ég er að tala um þetta, að mér líði eins og ég sé svolítið óþekk eða athyglissjúk að vera svona öðruvísi, en þetta er bara líf mitt. Ég hata ekki börn, alls ekki. Mér finnst grátandi börn í Krónunni ekki skemmtileg en það finnst engum. Ég hef upplifað eins og það vanti eitthvað í hjartað mitt eða sálina, að ég væri eitthvað rugluð. Miðað við umræðuna upplifi ég bara að ef ég ætla ekki að eignast börn, þá byrjar lífið mitt bara aldrei. Þetta hefur alveg komið upp í huga mínum en ég veit alveg betur,“ segir Ingunn sem segist vera sátt við sjálfan sig í dag. „Núna veit ég að ég er hvorki vond né köld þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir Ingunn. Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira
„Ég er ekki köld eða vond kona þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir hin 33 ára Ingunn Oddsdóttir í samtali við Völu Matt í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. Ingunn segir að það séu miklir fordómar í samfélaginu gagnvart konum sem ekki vilja eignast börn. Og þær verða iðulega fyrir aðkasti og lítilsvirðingu. Ingunn segist aldrei hafa viljað eignast börn og er gift manni sem er alveg samstíga henni þar. „Það er alltaf erfitt að vera í minnihluta. Mér leið alltaf eins og það vantaði eitthvað í hjartað á mér. Fólk talar um að það sé núna loksins orðið að heild þegar það eignast barn og ég hugsaði þá alltaf, það hlýtur að vera eitthvað að mér. Ég vissi aldrei nákvæmlega hvað það var og ég hef alltaf haft það fínt, það vantaði ekkert hjá mér.“ Hún segir að þegar hún og maðurinn hennar hafi byrjað þeirra samband hafi hún upplifað eins og þau væru fjölskylda, þau tvö. „Við ræddum það mjög oft og ég vildi ekki að hann myndi fatta eftir tíu ár að hann langaði þá í börn. Þetta er eitthvað sem skiptir mestu máli í sambandi að vera sammála um barneignir. Ef það er einhver sem langar í börn þá er það allan daginn eitthvað sem hann á að gera. En ef þig langar ekki í börn þá þarftu það ekki. Þetta er eitthvað sem fólk verður að vera samstíga um og fólk þarf að ræða þetta.“ Hún segir að maðurinn hennar hafi í upphafi einhvern veginn ekki áttað sig á því að þetta væri möguleiki. „Ég held að hann hafi bara verið feginn en mér fannst svolítið erfitt að trúa því að hann væri með mér í liði í þessu, því hann er svo góður maður og þar af leiðandi yrði hann svo góður pabbi. Við erum búin að tala um þetta mjög oft og sérstaklega áður en við giftum okkur.“ Ingunn og eiginmaðurinn á góðri stundu. Hvað ef eiginmaðurinn hennar skiptir um skoðun og langar einn daginn að eignast börn? „Þetta er rosalega erfið spurning. Það er ekki eitthvað sem ég gæti gert fyrir hann. Ég fæ bara kvíða við tilhugsunina að eiga börn, verða mamma og vera ólétt. Þetta er ekki eins og að ákveða í hvaða kjól ég vil vera, þetta er ákvörðun um hvað ég vilji gera við lífið mitt.“ Hún segir að fjölmargar konur hafi haft samband við sig eftir að hún hafi byrjað að ræða málið opinberlega. „Ég fæ að heyra hluti eins og að fólk hefði kannski ekki ákveðið að eignast börn ef það hefði vitað að það væri í boði að sleppa því. Eftir því sem ég tala meira um þetta kemur í ljós að margir vina minna eru þarna líka og það er frábært.“ Ingunn segir að fólk treysti sér lítið til að tala um þessa hluti. „Mér finnst stundum, þegar ég er að tala um þetta, að mér líði eins og ég sé svolítið óþekk eða athyglissjúk að vera svona öðruvísi, en þetta er bara líf mitt. Ég hata ekki börn, alls ekki. Mér finnst grátandi börn í Krónunni ekki skemmtileg en það finnst engum. Ég hef upplifað eins og það vanti eitthvað í hjartað mitt eða sálina, að ég væri eitthvað rugluð. Miðað við umræðuna upplifi ég bara að ef ég ætla ekki að eignast börn, þá byrjar lífið mitt bara aldrei. Þetta hefur alveg komið upp í huga mínum en ég veit alveg betur,“ segir Ingunn sem segist vera sátt við sjálfan sig í dag. „Núna veit ég að ég er hvorki vond né köld þó ég vilji ekki eignast börn,“ segir Ingunn.
Ísland í dag Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Menning „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Lífið Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu Lífið Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Sjá meira