Hönnunargalli í kerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. október 2020 22:29 Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar hefur verið lagaður. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður nú á áttunda tímanum að sögn ríkislögreglustjóra. Karlmaður á fertugsaldri lést í eldsvoðanum ásamt þremur hundum sínum. Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu, sem hafði verið áframsent frá neyðarlínunni. Innhringjandinn gafst upp eftir 57 sekúndur. „Þar er mikið að gera og símtalinu ekki svarað og símhringjandi gefst upp og slítur símtalinu eftir tæpa mínútu og við finnum síðan ekki spor um símtalið í kerfinu,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, í fréttatíma RÚV nú klukkan tíu. Rataði ekki á málalista Hún segir að dagurinn hafi farið í að reyna að finna út úr því hvað hafi gerst. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að því að mistökin hafi átt sér stað. Símtalinu var, eins og áður segir, svarað hjá neyðarlínunni sem sendi símtalið áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Því var hins vegar ekki svarað þar. Alla jafna, þegar símtölum er ekki svarað, rata símtölin á málalista og er þá hringt aftur í innhringjanda. Það gerðist hins vegar ekki í þessu tilfelli vegna galla í tölvukerfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir vinnu við að bæta símkerfi neyðarlínunnar og ríkislögreglustjóra hafna.Vísir/Vilhelm Vinna að því að bæta símkerfi neyðarlínu og ríkislögreglustjóra Sigríður segir að mikið álag hafi verið á símkerfi neyðarlínunnar á föstudagskvöldinu og í ljós hefur komið, samkvæmt frétt RÚV, að þegar mikið álag er á símkerfinu rata símtöl ekki á málalista. Undanfarið hefur staðið yfir sameiginleg vinna hjá neyðarlínunni og ríkislögreglustjóra við að bæta símkerfið. „Við erum akkúrat að reyna að fyrirbyggja þessi tvöföldu símtöl, að það sé fyrst hringt inn til neyðarlínu og svo flutt yfir til lögreglu. Þannig að við frekar reynum að svara einu sinni og það samstarf er að þéttast núna mjög og verður tilraunaverkefni strax í næstu viku. Við erum að gera allt sem ið getum til að þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Hönnunargalli í tölvukerfi neyðarlínunnar, sem olli því að símtal um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi skilaði sér ekki til lögreglu, var lagaður nú á áttunda tímanum að sögn ríkislögreglustjóra. Karlmaður á fertugsaldri lést í eldsvoðanum ásamt þremur hundum sínum. Einstaklingur sem varð var við eldinn hringdi í neyðarlínuna á föstudagskvöld en enginn hjá fjarskiptamiðstöð ríkislögreglustjóra svaraði símtalinu, sem hafði verið áframsent frá neyðarlínunni. Innhringjandinn gafst upp eftir 57 sekúndur. „Þar er mikið að gera og símtalinu ekki svarað og símhringjandi gefst upp og slítur símtalinu eftir tæpa mínútu og við finnum síðan ekki spor um símtalið í kerfinu,“ sagði Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, í fréttatíma RÚV nú klukkan tíu. Rataði ekki á málalista Hún segir að dagurinn hafi farið í að reyna að finna út úr því hvað hafi gerst. Margir samverkandi þættir hafi stuðlað að því að mistökin hafi átt sér stað. Símtalinu var, eins og áður segir, svarað hjá neyðarlínunni sem sendi símtalið áfram til fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra. Því var hins vegar ekki svarað þar. Alla jafna, þegar símtölum er ekki svarað, rata símtölin á málalista og er þá hringt aftur í innhringjanda. Það gerðist hins vegar ekki í þessu tilfelli vegna galla í tölvukerfinu. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, segir vinnu við að bæta símkerfi neyðarlínunnar og ríkislögreglustjóra hafna.Vísir/Vilhelm Vinna að því að bæta símkerfi neyðarlínu og ríkislögreglustjóra Sigríður segir að mikið álag hafi verið á símkerfi neyðarlínunnar á föstudagskvöldinu og í ljós hefur komið, samkvæmt frétt RÚV, að þegar mikið álag er á símkerfinu rata símtöl ekki á málalista. Undanfarið hefur staðið yfir sameiginleg vinna hjá neyðarlínunni og ríkislögreglustjóra við að bæta símkerfið. „Við erum akkúrat að reyna að fyrirbyggja þessi tvöföldu símtöl, að það sé fyrst hringt inn til neyðarlínu og svo flutt yfir til lögreglu. Þannig að við frekar reynum að svara einu sinni og það samstarf er að þéttast núna mjög og verður tilraunaverkefni strax í næstu viku. Við erum að gera allt sem ið getum til að þetta geti ekki endurtekið sig,“ segir Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34 Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Sjá meira
Þrír hundar mannsins brunnu inni í húsbílnum Karlmaðurinn sem lést í eldsvoða í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld bjó þar á meðan hann safnaði sér fyrir landi þar sem hann langaði til að búa með hundunum sínum þremur. 12. október 2020 16:34
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20
Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46