Óánægja meðal nemenda að þurfa nú í verknám Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2020 14:00 Meðal þeirra sem þurfa að mæta eru að sögn Ingibjargar nemendur í fjarnámi búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni. Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám í skólanum sem stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis. Nemendur á öðru ári í hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri fara í þessari viku og næstu í verklegt nám í skólanum. Ingibjörg Ósk Ingvarsdóttir er fulltrúi nemenda innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. „Það sem skólinn er að fara fram á er að mæta í skólann til að taka verklegt próf í líkamsmati og vinnum mjög náið saman tvö og tvö í hópum," segir Ingibjörg. Hún segir að meðal þeirra sem þurfa að mæta séu nemendur í fjarnámi búsettir á höfuðborgarsvæðinu og er hópunum skipt niður í sex til tíu manns og reynt er að tryggja allar sóttvarnarreglur að hennar sögn. Sóttvarnaralæknir hefur hins vegar lagt til að fólk sé ekki að ferðast milli landsvæða nema nauðsyn sé til. „Það er náttúrulega erfitt þegar við erum alveg ofan í hvort öðru að tryggja að ekki berist smit á milli en við skiptum fólki í staðarnema og fjarnema,“ segir hún. „Margir fyrir sunnan eru smeykir við að koma, það eru ekki allir við góða heilsu, einhverjir eru veikir og svo eru margir að vinna inná stofnunum við krefjandi aðstæður og með veika einstaklinga. Það eru mjög margir sem telja að þetta sé ekki rétti tíminn til að taka svona verklegar æfingar hér fyrir norðan. Að sama skapi er hvers og eins að ráða hvort hann er í vinnu eða ekki en okkur er ráðlagt að vera ekki í vinnu meðan á náminu stendur því það er mikið álag. Okkur er ráðlagt að klára þetta núna því við vitum ekki hvernig framhaldið verður,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira
Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám í skólanum sem stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis. Nemendur á öðru ári í hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri fara í þessari viku og næstu í verklegt nám í skólanum. Ingibjörg Ósk Ingvarsdóttir er fulltrúi nemenda innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. „Það sem skólinn er að fara fram á er að mæta í skólann til að taka verklegt próf í líkamsmati og vinnum mjög náið saman tvö og tvö í hópum," segir Ingibjörg. Hún segir að meðal þeirra sem þurfa að mæta séu nemendur í fjarnámi búsettir á höfuðborgarsvæðinu og er hópunum skipt niður í sex til tíu manns og reynt er að tryggja allar sóttvarnarreglur að hennar sögn. Sóttvarnaralæknir hefur hins vegar lagt til að fólk sé ekki að ferðast milli landsvæða nema nauðsyn sé til. „Það er náttúrulega erfitt þegar við erum alveg ofan í hvort öðru að tryggja að ekki berist smit á milli en við skiptum fólki í staðarnema og fjarnema,“ segir hún. „Margir fyrir sunnan eru smeykir við að koma, það eru ekki allir við góða heilsu, einhverjir eru veikir og svo eru margir að vinna inná stofnunum við krefjandi aðstæður og með veika einstaklinga. Það eru mjög margir sem telja að þetta sé ekki rétti tíminn til að taka svona verklegar æfingar hér fyrir norðan. Að sama skapi er hvers og eins að ráða hvort hann er í vinnu eða ekki en okkur er ráðlagt að vera ekki í vinnu meðan á náminu stendur því það er mikið álag. Okkur er ráðlagt að klára þetta núna því við vitum ekki hvernig framhaldið verður,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Innlent Fleiri fréttir Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Sjá meira