Óánægja meðal nemenda að þurfa nú í verknám Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 12. október 2020 14:00 Meðal þeirra sem þurfa að mæta eru að sögn Ingibjargar nemendur í fjarnámi búsettir á höfuðborgarsvæðinu. Myndin er úr safni. Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám í skólanum sem stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis. Nemendur á öðru ári í hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri fara í þessari viku og næstu í verklegt nám í skólanum. Ingibjörg Ósk Ingvarsdóttir er fulltrúi nemenda innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. „Það sem skólinn er að fara fram á er að mæta í skólann til að taka verklegt próf í líkamsmati og vinnum mjög náið saman tvö og tvö í hópum," segir Ingibjörg. Hún segir að meðal þeirra sem þurfa að mæta séu nemendur í fjarnámi búsettir á höfuðborgarsvæðinu og er hópunum skipt niður í sex til tíu manns og reynt er að tryggja allar sóttvarnarreglur að hennar sögn. Sóttvarnaralæknir hefur hins vegar lagt til að fólk sé ekki að ferðast milli landsvæða nema nauðsyn sé til. „Það er náttúrulega erfitt þegar við erum alveg ofan í hvort öðru að tryggja að ekki berist smit á milli en við skiptum fólki í staðarnema og fjarnema,“ segir hún. „Margir fyrir sunnan eru smeykir við að koma, það eru ekki allir við góða heilsu, einhverjir eru veikir og svo eru margir að vinna inná stofnunum við krefjandi aðstæður og með veika einstaklinga. Það eru mjög margir sem telja að þetta sé ekki rétti tíminn til að taka svona verklegar æfingar hér fyrir norðan. Að sama skapi er hvers og eins að ráða hvort hann er í vinnu eða ekki en okkur er ráðlagt að vera ekki í vinnu meðan á náminu stendur því það er mikið álag. Okkur er ráðlagt að klára þetta núna því við vitum ekki hvernig framhaldið verður,“ segir Ingibjörg. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Háskólinn á Akureyrir ráðleggur fólki í hjúkrunarfræðinámi við skólann að klára verklegt nám í skólanum sem stendur yfir að sögn fulltrúa nemendaráðs innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. Afar misjafnar skoðanir eru meðal nemenda með tímasetninguna vegna tilmæla sóttvarnalæknis. Nemendur á öðru ári í hjúkrunarfræðideild Háskólans á Akureyri fara í þessari viku og næstu í verklegt nám í skólanum. Ingibjörg Ósk Ingvarsdóttir er fulltrúi nemenda innan hjúkrunarfræðisviðs skólans. „Það sem skólinn er að fara fram á er að mæta í skólann til að taka verklegt próf í líkamsmati og vinnum mjög náið saman tvö og tvö í hópum," segir Ingibjörg. Hún segir að meðal þeirra sem þurfa að mæta séu nemendur í fjarnámi búsettir á höfuðborgarsvæðinu og er hópunum skipt niður í sex til tíu manns og reynt er að tryggja allar sóttvarnarreglur að hennar sögn. Sóttvarnaralæknir hefur hins vegar lagt til að fólk sé ekki að ferðast milli landsvæða nema nauðsyn sé til. „Það er náttúrulega erfitt þegar við erum alveg ofan í hvort öðru að tryggja að ekki berist smit á milli en við skiptum fólki í staðarnema og fjarnema,“ segir hún. „Margir fyrir sunnan eru smeykir við að koma, það eru ekki allir við góða heilsu, einhverjir eru veikir og svo eru margir að vinna inná stofnunum við krefjandi aðstæður og með veika einstaklinga. Það eru mjög margir sem telja að þetta sé ekki rétti tíminn til að taka svona verklegar æfingar hér fyrir norðan. Að sama skapi er hvers og eins að ráða hvort hann er í vinnu eða ekki en okkur er ráðlagt að vera ekki í vinnu meðan á náminu stendur því það er mikið álag. Okkur er ráðlagt að klára þetta núna því við vitum ekki hvernig framhaldið verður,“ segir Ingibjörg.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira