Ökutæki mögulega á ferðinni við vettvang þegar eldurinn var hvað mestur Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. október 2020 10:16 Lögreglan á Suðurlandi fer með rannsókn brunans. Vísir/vilhelm Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. Þá telur sjónarvottur að bifreið hafi verið ekið við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur og óskar lögregla eftir upplýsingum frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Karlmaður lést í brunanum sem varð í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að um klukkan 23:30 var reynt að tilkynna Neyðarlínu um eld sem gæti mögulega verið í bíl eða húsi í landi Torfastaða. „Tilkynnanda var gefið samband frá Neyðarlínu til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu en þar virðist, að hans sögn, hafa hringt út,“ segir í tilkynningu lögreglu. Fleiri hafa nú haft samband við lögreglu með upplýsingar um málið. Tímasetning brunans liggur nú fyrir og því óskar lögregla sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi og þar í grennd á tímabilinu frá því um klukkan 22 og til miðnættis á föstudagskvöldið. Þá er sá sem hringdi í Neyðarlínu sagður hafa talað sérstaklega um mögulega umferð ökutækis við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur. Lögregla óskar eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Upplýsingum má koma til lögreglu í síma 444-2000, á Facebook eða í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gat ekki veitt aðrar upplýsingar um málið nú á ellefta tímanum en að það væri í rannsókn. Sá hluti málsins er snýr að tilkynningu til Neyðarlínu er á borði embættis ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Lögregla á Suðurlandi óskar nú sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi á um tveggja klukkustunda tímabili síðasta föstudagskvöld vegna bruna sem varð í húsbíl á svæðinu. Þá telur sjónarvottur að bifreið hafi verið ekið við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur og óskar lögregla eftir upplýsingum frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi vegna málsins í morgun. Karlmaður lést í brunanum sem varð í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu á föstudagskvöld. Rannsókn málsins hefur leitt í ljós að um klukkan 23:30 var reynt að tilkynna Neyðarlínu um eld sem gæti mögulega verið í bíl eða húsi í landi Torfastaða. „Tilkynnanda var gefið samband frá Neyðarlínu til fjarskiptamiðstöðvar lögreglu en þar virðist, að hans sögn, hafa hringt út,“ segir í tilkynningu lögreglu. Fleiri hafa nú haft samband við lögreglu með upplýsingar um málið. Tímasetning brunans liggur nú fyrir og því óskar lögregla sérstaklega eftir að heyra frá þeim sem voru á ferðinni í Grafningi og þar í grennd á tímabilinu frá því um klukkan 22 og til miðnættis á föstudagskvöldið. Þá er sá sem hringdi í Neyðarlínu sagður hafa talað sérstaklega um mögulega umferð ökutækis við brunavettvanginn þegar eldurinn var hvað mestur. Lögregla óskar eftir því að fá upplýsingar frá þeim sem þar hefur mögulega verið á ferðinni. Upplýsingum má koma til lögreglu í síma 444-2000, á Facebook eða í tölvupósti á netfangið sudurland@logreglan.is. Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi gat ekki veitt aðrar upplýsingar um málið nú á ellefta tímanum en að það væri í rannsókn. Sá hluti málsins er snýr að tilkynningu til Neyðarlínu er á borði embættis ríkislögreglustjóra og Neyðarlínu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Grímsnes- og Grafningshreppur Tengdar fréttir Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20 Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46 Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58 Mest lesið Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Innlent Ár frá morðtilrauninni: „Reyndi að drepa mig og það var eins og að drekka vatn fyrir hann“ Innlent Fleiri fréttir Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Allt stefnir í verkfall flugumferðarstjóra á sunnudag Skilji áhyggjurnar Fara fram á gæsluvarðhald yfir meintum brennuvargi Fréttamaður Ríkisútvarpsins sakaður um áreitni Um sé að ræða afturför í jafnréttismálum Sjá meira
Ábending um eldsvoðann í húsbílnum barst ekki lögreglu Ábending sem Neyðarlínunni barst um eld í húsbíl við Torfastaði í Grafningi í Árnessýslu laust fyrir miðnætti á föstudagskvöld skilaði sér ekki til lögreglunnar 12. október 2020 06:20
Lést í húsbílabrunanum Líkamsleifar sem taldar eru af manni á fertugsaldri fundist í rústum húsbíls sem brann í landi Torfastaða í Grafningi í Árnessýslu. Lögreglan á Suðurlandi biður þá sem telja sig hafa orðið vara við eld eða reyk á þessum slóðum í nótt eða framan af degi að hafa samband. 10. október 2020 22:46
Rannsaka hvort einhver hafi verið í húsbíl sem brann Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag. 10. október 2020 14:58