Enn mikið líf á fasteignamarkaðnum Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2020 07:22 Vísbendingar eru um að enn sé mikil líf á fasteignamarkaði, meðal annars vegna þess að vextir á óverðtryggðum íbúðalánum eru í sögulegu lágmarki. Vísir/Vilhelm Fjöldi íbúða sem teknar hafa verið úr birtingu hjá fasteignasölum heldur áfram að aukast á höfuðborgarsvæðinu og er enn sögulega mikill annars staðar á landinu. Það gefur til kynna að enn sé mikið að gera á íbúðamarkaði. Þannig eru vísbendingar um mikla sölu í september þar sem 1.117 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru teknar úr birtingu. Það er 15% meira en í ágúst síðastliðnum og 54% aukning frá því í september í fyrra. Þá heldur íbúðaverð í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum áfram að hækka og meðalsölutími er stuttur en leiguverð lækkar áfram. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um húsnæðismarkaðinn sem gefin er út í dag. Nýr skammtímamælikvarði hafi sannað gildi sitt Í skýrslunni segir að nýr skammtímamælikvarði fyrir fasteignamarkaðinn sem hagdeild HMS þróaði í júlí hafi sannað gildi sitt. Mælikvarðinn mælir hversu margar íbúðir eru teknar af sölu á hverjum tíma og gefur hann góða vísbendingu um sölu fasteigna „nánast í rauntíma og mun fyrr en opinberar tölur geta sagt fyrir um,“ eins og segir í skýrslunni. Er það vegna þess að til þess að fá upplýsingar um raunverulega sölu fasteigna í tilteknum mánuði geta liðið nokkrir mánuðir því hingað til hefur aðeins verið stuðst við þinglýsta kaupsamninga sem Þjóðskrá heldur utan um. Þinglýstir samningar geta borist töluvert eftir að raunveruleg sala fór fram. Að því er segir í skýrslu HMS er september fjórði mánuðurinn í röð þar sem mikið af íbúðum eru teknar úr sölu. Því megi búast við að fjöldi útgefinna kaupsamninga haldist hár þegar endanlegar tölur fyrir ágúst, september og október liggja fyrir. Lágir vextir líklega helsta skýringin á líflegum íbúðamarkaði „Vextir á óverðtryggðum íbúðalánum eru í sögulegu lágmarki sem er líkast til helsta útskýringin á líflegum íbúðamarkaði um þessar mundir. Þá getur mikill fjöldi kaupsamninga í sumar að hluta verið tilkominn vegna þess að íbúðakaupum var frestað í vor þegar óvissan var sem mest. Til að mynda voru útgefnir samningar í mars-maí á þessu ári um 10% færri en í sömu mánuðum síðasta árs. Það er þó of lítill samdráttur til þess að geta verið meira en einungis hluti af skýringunni,“ segir í skýrslu HMS. Hækkunartakturinn legið upp á við frá því í byrjun árs Varðandi verð á íbúðum þá mældist árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 4,5% í ágúst miðað við pöruð viðskipti: „Þótt dregið hafi úr árshækkun frá mánuðinum á undan þá hefur hækkunartakturinn legið upp á við frá því í byrjun árs. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins mældist árshækkunin 3,9% en annars staðar á landsbyggðinni mældist 2,4% lækkun. Þess ber þó að geta að miklar sveiflur eru á því landssvæði þar sem kaupsamningar eru færri og íbúðamarkaður mismunandi á milli sveitarfélaga. Árshækkun íbúðaverðs mælist mjög áþekk ef notast er við vísitölu söluverðs eða 4,6% á höfuðborgarsvæðinu, 4,4% í nágrannasveitarfélögum þess en annars staðar á landinu mælist 2,1% hækkun í stað lækkunar eins og þegar miðað er við vísitölu paraðra viðskipta,“ segir í skýrslu HMS. Mikill samdráttur á byggingamarkaði Það má síðan merkja mikinn samdrátt á byggingamarkaði en í skýrslu HMS er vísað í nýjustu talningu Samtak iðnaðarins. Samkvæmt talningunni eru um 4.946 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum en voru um 6.005 í hausttalningunni fyrir ári. Þetta samsvarar um 18% samdrætti. Ef skoðaður er fjöldi íbúða á fyrstu byggingarstigum, það er að fokheldu, sést að um 41% samdráttur er frá talningunni fyrir ári síðan. „Niðurstöðurnar benda til þess að talsvert færri fullgerðar íbúðir muni koma inn á markaðinn á næstu árum. Samkvæmt spá SI gætu um 1.986 íbúðir verið fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum á árinu 2021 og um 1.923 árið 2022. Í báðum tilfellum er um að ræða töluverðan samdrátt frá spá SI í september í fyrra. Samkvæmt grunnspá síðustu íbúðaþarfagreiningar HMS sem framkvæmd var í lok síðasta árs og nær til ársins 2040 þyrfti að byggja um 1.800 íbúðir á hverju ári að meðaltali um land allt til að mæta íbúðaþörf landsmanna, bæði þeirri sem telst í dag óuppfyllt og þeirri sem myndast á næstu árum. Því gæti myndast framboðsskortur á næstu árum ef íbúðafjárfesting heldur áfram að dragast saman og færri nýjar íbúðir fara að koma inn á markaðinn,“ segir í skýrslu HMS en hana má nálgast í heild sinni hér. Húsnæðismál Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira
Fjöldi íbúða sem teknar hafa verið úr birtingu hjá fasteignasölum heldur áfram að aukast á höfuðborgarsvæðinu og er enn sögulega mikill annars staðar á landinu. Það gefur til kynna að enn sé mikið að gera á íbúðamarkaði. Þannig eru vísbendingar um mikla sölu í september þar sem 1.117 íbúðir á höfuðborgarsvæðinu voru teknar úr birtingu. Það er 15% meira en í ágúst síðastliðnum og 54% aukning frá því í september í fyrra. Þá heldur íbúðaverð í Reykjavík og nágrannasveitarfélögum áfram að hækka og meðalsölutími er stuttur en leiguverð lækkar áfram. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um húsnæðismarkaðinn sem gefin er út í dag. Nýr skammtímamælikvarði hafi sannað gildi sitt Í skýrslunni segir að nýr skammtímamælikvarði fyrir fasteignamarkaðinn sem hagdeild HMS þróaði í júlí hafi sannað gildi sitt. Mælikvarðinn mælir hversu margar íbúðir eru teknar af sölu á hverjum tíma og gefur hann góða vísbendingu um sölu fasteigna „nánast í rauntíma og mun fyrr en opinberar tölur geta sagt fyrir um,“ eins og segir í skýrslunni. Er það vegna þess að til þess að fá upplýsingar um raunverulega sölu fasteigna í tilteknum mánuði geta liðið nokkrir mánuðir því hingað til hefur aðeins verið stuðst við þinglýsta kaupsamninga sem Þjóðskrá heldur utan um. Þinglýstir samningar geta borist töluvert eftir að raunveruleg sala fór fram. Að því er segir í skýrslu HMS er september fjórði mánuðurinn í röð þar sem mikið af íbúðum eru teknar úr sölu. Því megi búast við að fjöldi útgefinna kaupsamninga haldist hár þegar endanlegar tölur fyrir ágúst, september og október liggja fyrir. Lágir vextir líklega helsta skýringin á líflegum íbúðamarkaði „Vextir á óverðtryggðum íbúðalánum eru í sögulegu lágmarki sem er líkast til helsta útskýringin á líflegum íbúðamarkaði um þessar mundir. Þá getur mikill fjöldi kaupsamninga í sumar að hluta verið tilkominn vegna þess að íbúðakaupum var frestað í vor þegar óvissan var sem mest. Til að mynda voru útgefnir samningar í mars-maí á þessu ári um 10% færri en í sömu mánuðum síðasta árs. Það er þó of lítill samdráttur til þess að geta verið meira en einungis hluti af skýringunni,“ segir í skýrslu HMS. Hækkunartakturinn legið upp á við frá því í byrjun árs Varðandi verð á íbúðum þá mældist árshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu 4,5% í ágúst miðað við pöruð viðskipti: „Þótt dregið hafi úr árshækkun frá mánuðinum á undan þá hefur hækkunartakturinn legið upp á við frá því í byrjun árs. Í nágrannasveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins mældist árshækkunin 3,9% en annars staðar á landsbyggðinni mældist 2,4% lækkun. Þess ber þó að geta að miklar sveiflur eru á því landssvæði þar sem kaupsamningar eru færri og íbúðamarkaður mismunandi á milli sveitarfélaga. Árshækkun íbúðaverðs mælist mjög áþekk ef notast er við vísitölu söluverðs eða 4,6% á höfuðborgarsvæðinu, 4,4% í nágrannasveitarfélögum þess en annars staðar á landinu mælist 2,1% hækkun í stað lækkunar eins og þegar miðað er við vísitölu paraðra viðskipta,“ segir í skýrslu HMS. Mikill samdráttur á byggingamarkaði Það má síðan merkja mikinn samdrátt á byggingamarkaði en í skýrslu HMS er vísað í nýjustu talningu Samtak iðnaðarins. Samkvæmt talningunni eru um 4.946 íbúðir í byggingu á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum en voru um 6.005 í hausttalningunni fyrir ári. Þetta samsvarar um 18% samdrætti. Ef skoðaður er fjöldi íbúða á fyrstu byggingarstigum, það er að fokheldu, sést að um 41% samdráttur er frá talningunni fyrir ári síðan. „Niðurstöðurnar benda til þess að talsvert færri fullgerðar íbúðir muni koma inn á markaðinn á næstu árum. Samkvæmt spá SI gætu um 1.986 íbúðir verið fullgerðar á höfuðborgarsvæðinu og í nágrannasveitarfélögum á árinu 2021 og um 1.923 árið 2022. Í báðum tilfellum er um að ræða töluverðan samdrátt frá spá SI í september í fyrra. Samkvæmt grunnspá síðustu íbúðaþarfagreiningar HMS sem framkvæmd var í lok síðasta árs og nær til ársins 2040 þyrfti að byggja um 1.800 íbúðir á hverju ári að meðaltali um land allt til að mæta íbúðaþörf landsmanna, bæði þeirri sem telst í dag óuppfyllt og þeirri sem myndast á næstu árum. Því gæti myndast framboðsskortur á næstu árum ef íbúðafjárfesting heldur áfram að dragast saman og færri nýjar íbúðir fara að koma inn á markaðinn,“ segir í skýrslu HMS en hana má nálgast í heild sinni hér.
Húsnæðismál Mest lesið Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Fleiri fréttir Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Sjá meira