Lífið

Vill opinber vottorð svo þeir sem eru með mótefni geti hjálpað

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Dorrit ásamt Viktoríu krónprinssessu Svíþjóðar á Arctic Circle ráðstefnunni.
Dorrit ásamt Viktoríu krónprinssessu Svíþjóðar á Arctic Circle ráðstefnunni. Vísir/Vilhelm

Dorrit Moussaieff, fyrrverandi forsetafrú Íslands og eiginkona Ólafs Ragnars Grímssonar, veltir því fyrir sér af hverju yfirvöld í ríkjum heimsins gefi ekki út opinber smitvottorð til þeirra sem smitast hafi af kórónuveirunni og myndað mótefni.

Þetta kemur fram í Instagram-færslu Dorritar þar sem hún birtir mynd af vottorði sem hún fékk frá Íslenskri erfðagreiningu um að hún hafi myndað mótefni gegn veirunni.

Dorrit greindi frá því í apríl síðastliðnum að hún hefði greinst með veiruna. Hún virðist hafa jafnað sig að fullu og ef marka má Instagram-færslu hennar virðist reiðubúinn til þess að leggja hönd á plóg til þess að berjast gegn faraldrinum. Þannig hvetur hún yfirvöld á Íslandi til þess að gefa út slík vottorð.

„Það eru mjög mörg okkar sem höfum mótefni gegn veirunni sem viljum hjálpa viðkvæmustu hópum samfélagsins eða leggja okkar af mörkum til efnahagsins,“ skrifar Dorrit.

Mynd af vottorði sem Dorrit fékk frá Íslenskri erfðagreiningu.Instagram-síða Dorrit Moussaieff

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.