Nadal ekki enn tapað úrslitum á leir | Jafnar met Federer | Myndbönd Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. október 2020 16:30 Nadal fagnar sigrinum. Shaun Botterill/Getty Images Spánverjinn Rafael Nadal jafnaði met Roger Federer í dag er hann vann sinn 20. risatitil í einliðaleik karla í tennis. Nadal, eða Konungur leirsins eins og hann er kallaður, lagði Serbann Novak Djokovic í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag. Nadal er í öðru sæti heimslistans á meðan Djokovic trónir á toppnum. Það sást þó ekki á spilamennskunni í dag en Nadal lék nær fullkominn leik frá upphafi til enda. Hann vann öll þrjú sett dagsins, 6-0, 6-2 og 7-5, og tryggði sér þar með sinn 13. sigur á Roland Garros-vellinum í París. How it started: How it's going: @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/6zfBuKADun— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Hinn 34 ára gamli Nadal hefur alls komist 13. sinnum í úrslit á Opna franska meistaramótinu og haft betur öll 13 skiptin. Þar varð engin breyting á í dag en ýmsir sérfræðingar töldu að Djokovic myndi enda einokun Nadal á Roland-Garros. Var þetta fyrsta tap hins 33 ára gamla Djokovic á árinu. Hann var dæmdur úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í september svo tæknilega séð tapaði hann ekki þeim leik. Is it possible for tennis to be too much fun? @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/wW01bNE5VS— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Eins og áður sagði þá var Nadal að jafna met Federer er varðar heildarfjölda titla í einliðaleik. Báðir eiga nú 20 risatitla en Djokovic er í þriðja sæti með 18 slíka. „Sigur hér skiptir mig öllu máli. Ég hugsaði ekki um 20. titilinn eða að jafna Roger, fyrir me´r snýst þetta bara um að vinna á Roland Garros,“ sagði Nadal eftir leik sem varð einnig fyrstur í sögunni til að vinna 100 einliðaleiki á hinum fornfræga velli. The King's Speech"For me winning here another time is I even cannot say a dream. It's something that's out of my better thoughts."@RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/OA9P0OvfkQ— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 „Mikilvægustu augnablik ferilsins hafa öll komið á þessum velli. Að spila hér er allur sá innblástur sem ég þarf og ástarsaga mín við borgina og völlinn er ógleymanleg,“ sagði hinn magnaði Nadal að lokum. Tennis Spánn Frakkland Tengdar fréttir Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10 Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31 Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal jafnaði met Roger Federer í dag er hann vann sinn 20. risatitil í einliðaleik karla í tennis. Nadal, eða Konungur leirsins eins og hann er kallaður, lagði Serbann Novak Djokovic í úrslitum Opna franska meistaramótsins í dag. Nadal er í öðru sæti heimslistans á meðan Djokovic trónir á toppnum. Það sást þó ekki á spilamennskunni í dag en Nadal lék nær fullkominn leik frá upphafi til enda. Hann vann öll þrjú sett dagsins, 6-0, 6-2 og 7-5, og tryggði sér þar með sinn 13. sigur á Roland Garros-vellinum í París. How it started: How it's going: @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/6zfBuKADun— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Hinn 34 ára gamli Nadal hefur alls komist 13. sinnum í úrslit á Opna franska meistaramótinu og haft betur öll 13 skiptin. Þar varð engin breyting á í dag en ýmsir sérfræðingar töldu að Djokovic myndi enda einokun Nadal á Roland-Garros. Var þetta fyrsta tap hins 33 ára gamla Djokovic á árinu. Hann var dæmdur úr leik á Opna bandaríska meistaramótinu í september svo tæknilega séð tapaði hann ekki þeim leik. Is it possible for tennis to be too much fun? @RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/wW01bNE5VS— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 Eins og áður sagði þá var Nadal að jafna met Federer er varðar heildarfjölda titla í einliðaleik. Báðir eiga nú 20 risatitla en Djokovic er í þriðja sæti með 18 slíka. „Sigur hér skiptir mig öllu máli. Ég hugsaði ekki um 20. titilinn eða að jafna Roger, fyrir me´r snýst þetta bara um að vinna á Roland Garros,“ sagði Nadal eftir leik sem varð einnig fyrstur í sögunni til að vinna 100 einliðaleiki á hinum fornfræga velli. The King's Speech"For me winning here another time is I even cannot say a dream. It's something that's out of my better thoughts."@RafaelNadal #RolandGarros pic.twitter.com/OA9P0OvfkQ— Roland-Garros (@rolandgarros) October 11, 2020 „Mikilvægustu augnablik ferilsins hafa öll komið á þessum velli. Að spila hér er allur sá innblástur sem ég þarf og ástarsaga mín við borgina og völlinn er ógleymanleg,“ sagði hinn magnaði Nadal að lokum.
Tennis Spánn Frakkland Tengdar fréttir Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10 Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31 Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00 Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Fram flaug áfram í bikarnum Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Sjá meira
Skráði sig í sögubækurnar með sigri á Opna franska | Myndband Hin pólska Iga Świątek skráði sig í sögubækurnar er hún varð fyrst allra Pólverja til að vinna risamót í tennis. 10. október 2020 16:10
Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. 9. október 2020 22:31
Nadal í úrslit á Opna franska enn og aftur | Myndband Rafael Nadal er kominn í úrslit Opna franska meistaramótsins í tennis í 13. skipti á ferlinum. Hann lagði Diego Schwartzmann í undanúrslitum fyrr í dag. 9. október 2020 18:00