Sigldi heimasmíðuðum bát uppi í Þórsmörk Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. október 2020 14:57 Það tók um níu mánuði að smíða bátinn. Vísir/Vilhelm Læknirinn Bergur Stefánsson fór á dögunum í jómfrúarferð á jetbát sem hann og Phil Johns nýsjálenskur vinur hans smíðuðu. Hann segir að þetta hafi verið draum þeirra í nokkur ár og þeir hafi slegið til eftir að hafa kynnt sér málið í gegn um YouTube. „Phil er frá Nýja-Sjálandi og við bjuggum þarna úti fjölskyldan í átta ár, það er mikið af jet-bátum þar. Síðan fluttum við heim, það leið og beið og við sáum eitthvað rugl á YouTube og þá fórum við að leita að teikningum og smíða,“ segir Bergur í samtali við fréttastofu. Þeir Phil sigldu upp Markárfljót frá Þjóðvegi 1 og í framhaldi upp Krossá að Langadal þar sem Ferðafélag Íslands er með skála. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem bát er siglt alla leið í Þórsmörk en þangað getur verið erfitt að komast bílleiðina vegna straumþungra áa. Mörg dæmi eru um að fólk hafi fest bíla sína og jafnvel glatað í ánum. Hann segir það hafa verið draum hjá þeim félögum að smíða eigin bát. Undirbúningurinn hafi tekið um hálft ár og smíðin sjálf um níu mánuði. „Það var ekki búið að tala um neitt annað í tvö þrjú ár,“ segir Bergur. Eins og krakki að læra að skíða Báturinn er sérhannaður í ársiglingar og sérsmíðaður til þess. Báturinn er svokallaður jet-bátur, sem býr yfir þeim eiginleika að engin skrúfa er í mótornum sem stendur niður úr botninum heldur sýgur hann vatni í sig og spýtir því svo aftur út. „Þetta er ótrúlega gaman og enginn búinn að slasa sig þannig að þá eru allir kátir,“ segir Bergur. Hann segist enn vera að læra inn á bátinn, enda byrjandi í þessum málum, og líkir því við að vera barn sem er að læra að skíða. Þeir Bergur og Phil sigldu upp Markarfljótið á heimasmíðaða bátnum.Vísir/Vilhelm „Við erum bara eins og krakkar að læra á skíði í augnablikinu, maður byrjar í barnabrekkunni. Byrjar að læra að klæða sig í skíðaskóna, setja á sig skíðin og finna réttan öryggisbúnað, fer svo í barnabrekkuna og fikrar sig svo hægt og rólega áfram,“ segir Bergur. „Þetta er bara leiktæki alveg eins og vélsleði, böggíbíll eða mótorhjól. Við þurfum bara að skoða í rólegheitunum hvaða ár sé hægt að fara og hvar ekki. Svo snýst þetta bara um að finna hvað er hægt að gera og á hvaða tíma og sýna öðrum tillitssemi.“ Fyrsti jet-báturinn smíðaður af Íslendingum Félagarnir keyptu teikningarnar að bátnum á netinu en í ljós kom að þær væru vitlausar svo þeir þurftu að breyta þeim sjálfir. „Efnið sem notað er í bátinn er sérstakt ál sem þolir sjóinn þannig að við þurftum að flytja það til landsins. Síðan þurfti maður að læra að sjóða ál því hvorugur okkar hafði nokkurn tíma unnið eitthvað af viti með rafsuðu. Þannig að það fóru einhverjir klukkutímar á YouTube í það,“ segir Bergur. Félagarnir hafa látið sig dreyma um bátssmíðina í nokkur ár.Vísir/Vilhelm „Þetta er svolítið erfitt þegar þú hefur engan til að tala við.“ Hann segir þetta fyrsta bátinn sinnar tegundar sem er smíðaður af Íslendingum, að hans bestu vitund. Slíkir bátar hafa þó verið í notkun hér á landi áður en þeir eru algengir í Nýja-Sjálandi og hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim. „Svona bátar eru til víða, þeir eru notaðir eitthvað í Alaska, Kanada og annars staðar í Bandaríkjunum. Það hefur breyst á síðastliðnum tíu árum. En þetta er bara leiktæki, eins og þetta er núna,“ segir Bergur. Rangárþing eystra Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira
Læknirinn Bergur Stefánsson fór á dögunum í jómfrúarferð á jetbát sem hann og Phil Johns nýsjálenskur vinur hans smíðuðu. Hann segir að þetta hafi verið draum þeirra í nokkur ár og þeir hafi slegið til eftir að hafa kynnt sér málið í gegn um YouTube. „Phil er frá Nýja-Sjálandi og við bjuggum þarna úti fjölskyldan í átta ár, það er mikið af jet-bátum þar. Síðan fluttum við heim, það leið og beið og við sáum eitthvað rugl á YouTube og þá fórum við að leita að teikningum og smíða,“ segir Bergur í samtali við fréttastofu. Þeir Phil sigldu upp Markárfljót frá Þjóðvegi 1 og í framhaldi upp Krossá að Langadal þar sem Ferðafélag Íslands er með skála. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem bát er siglt alla leið í Þórsmörk en þangað getur verið erfitt að komast bílleiðina vegna straumþungra áa. Mörg dæmi eru um að fólk hafi fest bíla sína og jafnvel glatað í ánum. Hann segir það hafa verið draum hjá þeim félögum að smíða eigin bát. Undirbúningurinn hafi tekið um hálft ár og smíðin sjálf um níu mánuði. „Það var ekki búið að tala um neitt annað í tvö þrjú ár,“ segir Bergur. Eins og krakki að læra að skíða Báturinn er sérhannaður í ársiglingar og sérsmíðaður til þess. Báturinn er svokallaður jet-bátur, sem býr yfir þeim eiginleika að engin skrúfa er í mótornum sem stendur niður úr botninum heldur sýgur hann vatni í sig og spýtir því svo aftur út. „Þetta er ótrúlega gaman og enginn búinn að slasa sig þannig að þá eru allir kátir,“ segir Bergur. Hann segist enn vera að læra inn á bátinn, enda byrjandi í þessum málum, og líkir því við að vera barn sem er að læra að skíða. Þeir Bergur og Phil sigldu upp Markarfljótið á heimasmíðaða bátnum.Vísir/Vilhelm „Við erum bara eins og krakkar að læra á skíði í augnablikinu, maður byrjar í barnabrekkunni. Byrjar að læra að klæða sig í skíðaskóna, setja á sig skíðin og finna réttan öryggisbúnað, fer svo í barnabrekkuna og fikrar sig svo hægt og rólega áfram,“ segir Bergur. „Þetta er bara leiktæki alveg eins og vélsleði, böggíbíll eða mótorhjól. Við þurfum bara að skoða í rólegheitunum hvaða ár sé hægt að fara og hvar ekki. Svo snýst þetta bara um að finna hvað er hægt að gera og á hvaða tíma og sýna öðrum tillitssemi.“ Fyrsti jet-báturinn smíðaður af Íslendingum Félagarnir keyptu teikningarnar að bátnum á netinu en í ljós kom að þær væru vitlausar svo þeir þurftu að breyta þeim sjálfir. „Efnið sem notað er í bátinn er sérstakt ál sem þolir sjóinn þannig að við þurftum að flytja það til landsins. Síðan þurfti maður að læra að sjóða ál því hvorugur okkar hafði nokkurn tíma unnið eitthvað af viti með rafsuðu. Þannig að það fóru einhverjir klukkutímar á YouTube í það,“ segir Bergur. Félagarnir hafa látið sig dreyma um bátssmíðina í nokkur ár.Vísir/Vilhelm „Þetta er svolítið erfitt þegar þú hefur engan til að tala við.“ Hann segir þetta fyrsta bátinn sinnar tegundar sem er smíðaður af Íslendingum, að hans bestu vitund. Slíkir bátar hafa þó verið í notkun hér á landi áður en þeir eru algengir í Nýja-Sjálandi og hafa verið að ryðja sér til rúms víða um heim. „Svona bátar eru til víða, þeir eru notaðir eitthvað í Alaska, Kanada og annars staðar í Bandaríkjunum. Það hefur breyst á síðastliðnum tíu árum. En þetta er bara leiktæki, eins og þetta er núna,“ segir Bergur.
Rangárþing eystra Mest lesið Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Lífið Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Lífið Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Menning Stjörnum prýtt afmæli Nínu Lífið 48% aukið áhorf á sjónvarpsstöðvar Sýnar Lífið samstarf Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Lífið Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Menning Fleiri fréttir Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði Sjá meira