Lögreglan á Suðurlandi vinnur nú, ásamt tæknideild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, að rannsókn eldsupptaka í húsbíl sem fannst brunninn til grunna í Árnessýslu eftir hádegi í dag.
Rannsóknin snýr sérstaklega að því að athuga hvort einhver hafi verið inni í bílnum þegar eldurinn kom upp, en einungis voru glæður í bílnum þegar að honum var komið. Þá var bíllinn mikið brunninn.
Í tilkynningu sem lögreglan birtir á Facebook segir að frekari upplýsinga um málið sé ekki að vænta að sinni.