Tveir bestu mætast í úrslitum | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2020 22:31 Djokovic er kominn í úrslit. EPA-EFE/JULIEN DE ROSA Serbinn Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir því Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. Er þetta í fimmta skipti sem Djokovic kemst í úrslit. Nadal tryggði sér sæti í úrslitum Opna franska í 13. skipti fyrr í dag. Hann hefur aldrei tapað er hann kemst í úrslit og líður greinilega einkar vel á Roland Garros-vellinum í París. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu. Djokovic mætti Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum og mátti hafa sig allan við. Fór leikurinn upp í fimm sett. Djokovic fann fyrstu tvö örugglega en Stefanos vann þriðja sett eftir upphækkun. Hann vann einnig fjórða sett kvöldsins og því þurfti að grípa til oddasetts. Þegar þangað var komið var eins og sá gríski væri einfaldlega bensínlaus og Djokovic vann það örugglega 6-1. Má segja að um maraþonviðureign hafi verið að ræða en leikurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. A fifth final in Paris!In just over four hours, @DjokerNole survives Stefanos Tsitsipas 6-3 6-2 5-7 4-6 6-1 to earn the right to play for a second title at #RolandGarros pic.twitter.com/FxF2jZ11DX— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020 Hinn 33 ára gamli Djokovic er því kominn í úrslit og gæti orðið fyrstur allra til að leggja Nadal á Roland Garros. Sá spænski er kallaður „Konungur leirsins“ enda er Roland Garros eini völlur risamótanna í tennis með leir sem undirlag. Það má samt sem áður reikna með hörku viðureign í úrslitum á sunnudag en Djokovic er sem stendur á toppi heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna það sem af er ári nema mögulega á Opna bandaríska þar sem hann var dæmdur úr leik. Nadal gæti með sigri á sunnudag jafnað met Roger Federer en Svisslendingurinn hefur 20. landað sigri á risamóti í tennis. Nadal er í 2. sæti listans og Djokovic því 3. með 17 risatitla. Tennis Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Úkraína komst yfir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira
Serbinn Novad Djokovic tryggði sér sigur í undanúrslitum á Opna franska meistaramótinu í tennis í kvöld. Hann mætir því Spánverjanum Rafael Nadal í úrslitum. Þeir tróna á toppi heimslistans um þessar mundir. Er þetta í fimmta skipti sem Djokovic kemst í úrslit. Nadal tryggði sér sæti í úrslitum Opna franska í 13. skipti fyrr í dag. Hann hefur aldrei tapað er hann kemst í úrslit og líður greinilega einkar vel á Roland Garros-vellinum í París. Hann hefur ekki enn tapað setti á mótinu. Djokovic mætti Grikkjanum Stefanos Tsitsipas í undanúrslitum og mátti hafa sig allan við. Fór leikurinn upp í fimm sett. Djokovic fann fyrstu tvö örugglega en Stefanos vann þriðja sett eftir upphækkun. Hann vann einnig fjórða sett kvöldsins og því þurfti að grípa til oddasetts. Þegar þangað var komið var eins og sá gríski væri einfaldlega bensínlaus og Djokovic vann það örugglega 6-1. Má segja að um maraþonviðureign hafi verið að ræða en leikurinn tók rúmar fjórar klukkustundir. A fifth final in Paris!In just over four hours, @DjokerNole survives Stefanos Tsitsipas 6-3 6-2 5-7 4-6 6-1 to earn the right to play for a second title at #RolandGarros pic.twitter.com/FxF2jZ11DX— Roland-Garros (@rolandgarros) October 9, 2020 Hinn 33 ára gamli Djokovic er því kominn í úrslit og gæti orðið fyrstur allra til að leggja Nadal á Roland Garros. Sá spænski er kallaður „Konungur leirsins“ enda er Roland Garros eini völlur risamótanna í tennis með leir sem undirlag. Það má samt sem áður reikna með hörku viðureign í úrslitum á sunnudag en Djokovic er sem stendur á toppi heimslistans og hefur átt frábæru gengi að fagna það sem af er ári nema mögulega á Opna bandaríska þar sem hann var dæmdur úr leik. Nadal gæti með sigri á sunnudag jafnað met Roger Federer en Svisslendingurinn hefur 20. landað sigri á risamóti í tennis. Nadal er í 2. sæti listans og Djokovic því 3. með 17 risatitla.
Tennis Mest lesið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Fótbolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu Fótbolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu Fótbolti Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu hvernig Úkraína komst yfir Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Ungu strákarnir okkar sóttu stig til Sviss Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Kraftur Sævars muni smita stuðningsmenn Sævar Atli í byrjunarliðinu í fyrsta skipti í rúm tvö ár Skoraði sigurmarkið gegn Liverpool og svo tvö fyrir landsliðið Ísland - Úkraína | Mikilvægasti leikurinn í riðlinum Haaland og Glasner bestir í september Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Lykilmenn fjarverandi hjá Úkraínu „Tímarnir hafa einfaldlega breyst“ hjá þýska landsliðinu „Þetta er gjörsamlega galið“ Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Hafa tekið U-beygju með Hauka-Kanann sem þær ráku nánast í upphitunarþættinum „Þetta er mikilvægasti leikurinn í riðlinum“ Lárus í vinnu hjá danska landsliðinu Isak segist vera tilbúinn í níutíu mínútur Draumadeildin staðið undir væntingum Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag LeBron missir af fyrsta leik í fyrsta sinn á ferlinum Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Sjá meira