Þar sem hlé hefur verið gert á íþróttahaldi hér á landi vegna kórónuveirunnar eru engar íslenskar íþróttir á dagskrá þennan laugardaginn. Það er þó alltaf nóg um að vera á Stöð 2 Sport og hliðarrásum.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 15.50 hefst bein útsending frá leik Delteco GBC og Casademont Zaragoza í spænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Landsliðsmaðurinn Tryggvi Snær Hlinason leikur með Zaragoza. Hann hefur verið að spila vel undanfarið og verður gaman að sjá hvernig honum vegnar í dag.
Klukkan 18.35 hefst leikur Spánar og Sviss í Þjóðadeildinni í knattspyrnu. Spánn er í efsta sæti riðilsins með fjögur stig eftir tvo leiki á meðan Sviss er í fjórða og neðsta sæti með aðeins eitt stig.
Að leik loknum, klukkan 20.45 er Markaþáttur Þjóðadeildar Evrópu á dagskrá.
Stöð 2 Sport 3
Fyrir Leeds United stuðningsfólk sýnum við fyrstu þrjá þættina í Take Us Home: Leeds United frá 21:55 til miðnættis.
Stöð 2 Sport 4
Klukkan 15.50 hefst bein útsending frá leik Færeyja og Lettlands. Færeyjar hafa farið vel af stað í Þjóðadeildinni og unnið báða sína leiki á meðan Lettar hafa gert tvö jafntefli.
Klukkan 18.35 hefst svo lekur Úkraínu og Þýskalands.
Golfstöðin
Klukkan 15.00 hefst bein útsending af KPMG-meistaramótinu í golfi en það er hluti af LPGA mótaröðinni.
Klukkan 21.00 er svo Shriners Hospitals for Children Open á PGA-mótaröðinni á dagskrá.